Viðurkenning á skattsvikum?

Haft er eftir lögmanni veitingastaðar sem er sakaður um launaþjófnað:

"Einnig hafi starfs­fólkið, að henn­ar sögn, búið frítt í íbúð á veg­um vinnu­veit­and­ans, þar sem innifalið var in­ter­net, raf­magn og hiti. Þetta séu hlunn­indi sem ekki hafi verið tek­in með inn í mynd­ina."

Að gefa hlunnindi ekki upp sem hluta launatekna eru skattsvik. Eina skipti sem sá er hér skrifar hefur fengið frítt húsnæði hjá vinnuveitanda þurfti að meta þau hlunnindi til fjár og greiða af þeim skatt eins og um launatekjur væri að ræða. Sem slík komu þau jafnframt fram á launaseðli og fór því ekkert á milli mála.


mbl.is Starfsfólkið hafi aldrei unnið 16 tíma á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er þá sennilega eina dæmið, sem ég hef heyrt m, þar sem vinnuveitandi rukkar ekki starfsmenn sína um "himinháa" húsaleigu fyrir að fá að búa í einhverju ósamþykktu iðnaðarhúsnæði og er einhver aumasta afsökun á broti, sem mér er kunnugt um........

Jóhann Elíasson, 2.9.2022 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband