Sambærileg ákvæði nú þegar í íslenskum lögum
2.2.2016 | 16:17
Úff. Nú er þetta orðið mjög vandræðalegt.
Sjá: Sambærileg ákvæði nú þegar í íslenskum lögum
Fyrst þingflokkur VG, svo framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, og nú Ung vinstri græn, sem auk þess að fordæma Dani fyrir að taka sér Íslendinga til fyrirmyndar, hvetja í ályktun sinni íslensk stjórnvöld ...til að taka á móti fleira flóttafólki með opnum faðmi.
Það má svo sem alveg taka undir það síðastnefnda, og mætti þá byrja á því að taka opnum faðmi á móti því íslenska flóttafólki sem í þúsundavís hefur verið hrakið á flótta frá Íslandi undanfarin misseri. Sjá t.d.: Íbúum fjölgar en Íslendingar flytja út - mbl.is
Besta framlagið sem Ísland gæti lagt á vogarskálarnar vegna flóttamannavandans í Evrópu væri einfaldlega að hætta útflutningi flóttamanna frá Íslandi og bjóða þeim í staðinn aftur heim í opinn faðm. Þangað til það verður gert er alls enginn lausn á neinu að auka innflutninginn heldur færir það einungis vandamálið til í stað þess að leysa það.
Væntanlega eiga íslenskir ríkisborgarar að njóta sömu mannréttinda og aðrir.
Dönsk stjórnvöld minni á nasista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Athugasemdir
Það er óhætt að segja að fylgjendur VG og samfó fylgjist vel með. Eru ekki allar hugsanlegar deildir og ráð þessara tveggja stjórnmálaafla búin að fordæma danskinn fyrir sína löggjöf? Hafa síðan ekki hugmynd um að VG og samfó samþykktu nánast sama pakkann hér á landi fyrir nokkrum árum? Hálf snautlegt að fylgjast með gasprinu í þessu fólki. "Maður, líttu þér nær".
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 2.2.2016 kl. 20:58
Sæll Guðmundur. Blekkingarnar eru þannig söguhönnunar-opinberlega fjölmiðla-matreiddar ofan í ungt/miðaldra og/eða annað reynslulaust þingfólk hverju sinni, að enginn veit neitt fyrr en of seint.
Embættis/banka/lífeyrissjóða-stjórnsýslan kúgandi/rænandi/svíkjandi er svo gegnumrotin, spillt og hættuleg á Íslandi, að allt er til sölu á óverjandi siðmenntaðra manna hátt.
Sumir hvetja meira að segja kjósendur til þess að pína Pírata til að segja frá stefnu um eitthvað? Eitthvað sem er útilokað að segja fyrirfram til um og standa við, í svo blekkingar-gegnumspilltu og svikasýrðu dóms-embættiskerfi eins og raun ber vitni á Íslandi!
Þannig píningar-hvatning kemur meira að segja frá "Kristnum stjórnmálasamtökum"?
Ja, meint sögupersónan Jesús Kristur hefði aldrei haft það á sinni verkefnaskrá, að pína einhverja til hótaðs og yfirvaldskúgandi rétttrúnaðar af neinu tagi. Enda var hann sagður hafa verið réttlætissinnaður og kærleikssinnaður frelsisins boðberi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.2.2016 kl. 18:00
Talandi um Jesú Krist. Vissirðu að það er aðeins eitt skjalfest tilvik í Biblíunni þar sem hann varð svo reiður að hann gekk af göflunum? Það var þegar hann henti borðum peningavíxlaranna um koll í musterinu, vegna þess að honum ofbauð okrið.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2016 kl. 18:12
Guðmundur. Það var einmitt sú dæmisaga sem þú nefnir um réttláta reiði sögupersónunnar Jesú, sem líklega meðal margs annars í lífsreynslunni opnaði fyrir mér heim réttlætisboðskaparins, sem kallaður er Kristni.
Stærsti andlegi sigurinn í heiðarlegum friðarboðskap ævintýrasögu-Krists-dæmisögunnar, var og er enn, að standa og falla með réttlætanlega heiðarlega kærleiksboðskapnum í hjartanu. (það kostar stundum sárar fórnir, lítilsvirðingu og fyrirlitningu í páfastýrðum mannskepnuheimi jarðar).
Það er lítilsvirði og mjög vonlaust líf eftir í hjörtum og sálum, sem velja óheiðarlega fengin og veraldleg verðlaus verðmæti umfram allt annað, til að lifa fyrir og upphefja sig hér á jörðinni. (þannig þenkjandi fólk ætti frekar að vera tréútskorið í peninga-"verðmætum" viðardrumbi úti í skógi, heldur en fólk í andlega/félagslega/réttarfarslega siðmenntuðu samfélagi).
Þetta er mín skoðanasýn Guðmundur.
Aðrir hafa sínar eigin jafn réttháu og frjálsu réttlætanlegu sýnir, svo framarlega sem sýnin brýtur ekki á rétti annars fólks í tilveru-samfélaginu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.2.2016 kl. 20:44
Einnig er merkilegt að skoða uppruna hugtaksins "banki", en það á einmitt rætur að rekja til borða peningavíxlaranna. Þau voru kölluð "bekkur" eða "bench" sem þróaðist svo síðar yfir í "bank" eða "banki". Það má því segja að Jesú Kristur sé fyrsti skjalfesti mótmælandinn gegn okri bankanna, sem hann kollvarpaði. Þeir sem mótmæla slíku okri í dag eru því í raun að ganga í fótspor Jesú Krists.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2016 kl. 23:57
Veruleikkafyrringin er algjör hjá þessu fólki. Hver á að borga? Hvernig á að kosta mótökuflóttamanna hingað? í fyrra settum við 2000 miljónir rúmlega ef ég man rétt í þennan málaflokk. En þau vilja setja enn meira. Svo já ok gott og vel. En hvernig? Hækka skattana? Leggja svo á fleiri skatta og gjöld?
þetta er bilun. Sturlun bara. það eru hörmungar í gangi í Evrópu vegna þess hvað mörgum hefur verið lofað að koma hingað frá löndum sem virða mannréttini að engu. 2000 miljónir á meðan það er ekki hægt að kaupa tækki fyrir LSH fyrir 300 millur!
ólafur (IP-tala skráð) 5.2.2016 kl. 21:24
Guðmundur minn. "Sakamannabekkur"?
Lögmenn í valdastöðum og dómsstólar ganga svo sannarlega ekki í fótspor hins svokallaða blessaða drengs, sem kallaður er Kristur kærleikans og réttlætisins.
,,Fótsporin í sandinum" eru dómstólum alveg ókunn kristinfræði, í þessu "kristna" dómstólakúgandi gapastokki banka/lífeyrissjóða á Íslandi!
Sorglegt en satt.
Þeir valdaflsins "laganna" verðir telja sig ekki þurfa á hjálpandi stuðningi að halda yfir sandinn í sortanum. Telja sig líklega hafa "yfirnáttúrulega" óhrekjandi vernd af lögmannaðra dómsstólanna svikurum?
Guð hjálpi okkur öllum villuráfandi vitleysingunum í eyðimörkinni. Þau eru mörg, sporin okkar sem ekki sjást, vegna þess að við vorum borin yfir erfiðustu kerfisþröskuldana.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.2.2016 kl. 23:22
Anna, ég átta mig ekki alveg á þvé hvað þú ert að reyna að segja með eftirfarandi:
>Sumir hvetja meira að segja kjósendur til þess að pína Pírata til að segja frá stefnu um eitthvað? Eitthvað sem er útilokað að segja fyrirfram til um og standa við, í svo blekkingar-gegnumspilltu og svikasýrðu dóms-embættiskerfi eins og raun ber vitni á Íslandi!
Er ekki eðlilegt að menn sem vilji láta kjósa sig upplýsi kjósendur um stefnu sína? Á hvaða forsendum væri annars hægt að ákveða hvort ætti að kjósa það? Að sjálfsögðu er ekki hægt að standa við allt, en menn þurfa að vita að hverju er stefnt. Þess vegna heitir þetta "stefnumál". Á ég að skilja það sem svo að menn eiga að kjósa köttinn í sekknum, eða velja það sem er á bak við hurð nr. 2 eins og í enhvers konar getraunarleik? Þvínæst gefurðu í skyn að það sé valdhöfum að kenna að stjórnarandstöðuflokkur gefi ekki upp hvað þeir ætla sér ef þeir verða kosnir!
Egill Vondi (IP-tala skráð) 13.2.2016 kl. 20:24
Í raun og veru er þetta alls ekkert vandamál.
http://www.piratar.is/stefnumal/grunnstefna/
Kosningakerfi Pírata - Píratar
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2016 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.