Sambærileg ákvæði nú þegar í íslenskum lögum

Ath. Hér er endurbirtur pistill um sama mál frá því í gær, með þeirri breytingu einni að nöfn hlutaðeigandi aðila hafa verið uppfærð til samræmis við tengda frétt:

Þingflokkur VG Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar gagnrýnir nýlega danska löggjöf um útlendingamál, sem felur það meðal annars í sér að heimilt sé að krefja innflytjendur sem hafa ráð á því um að greiða hluta þess kostnaðar sem fellur á danska skattgreiðendur vegna málsmeðferðar og aðstoðar sem innflytjendur fá við þá málsmeðferð.

Í ályktun þingflokksins framkvæmdastjórnarinnar segir meðal annars: „Það eru gríðarleg von­brigði að laga­breyt­ing­ar sem heim­ila dönsk­um yf­ir­völd­um að gera eign­ir flótta­manna upp­tæk­ar og fjöl­skyld­um flótta­manna erfiðara með að sam­ein­ast, skulu ná fram að ganga á danska þing­inu. Sam­fylk­ing­in heit­ir að berj­ast ætíð gegn því að slík eigna­upp­töku­ákvæði verði að lög­um á Íslandi...“ Þannig fordæmir þingflokkurinn framkvæmdastjórnin annars vegar dönsku löggjöfina, og hinsvegar mælir hún gegn því að sambærileg ákvæði verði færð í íslensk lög en því miður fyrir þingflokkinn framkvæmdastjórnina er það of seint.

Lög nr. 96/2002 um útlendinga hafa meðal annars að geyma eftirfarandi ákvæði:

2. málsl. 4. mgr. 34. gr. (Réttaraðstoð): "Krefja skal útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð að hluta til eða að öllu leyti ef hann hefur ráð á því."

3. mgr. 47. gr. b. (Réttarstaða hælisleitanda): "Ef í ljós kemur að hælisleitandi hafði ekki þörf fyrir þá fyrirgreiðslu sem veitt var getur Útlendingastofnun krafið hann um endurgreiðslu kostnaðar að hluta eða öllu leyti."

1. mgr. 56. gr. (Ábyrgð á kostnaði): "Útlendingur, sem færður er úr landi samkvæmt lögunum, skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að útlendingurinn fer ekki úr landi af sjálfsdáðum. Krafan er aðfararhæf og hún getur auk þess verið grundvöllur frávísunar við síðari komu til landsins, sbr. h-lið 1. mgr. 18. gr. Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu."

1. mgr. 18. gr. (Frávísun við komu til landsins): "Heimilt er að vísa útlendingi frá landi við komu til landsins eða allt að sjö sólarhringum frá komu ef ... [h.] hann hefur ekki greitt kostnað hins opinbera við fyrri færslu hans úr landi, sbr. 1. mgr. 56. gr."

Af framangreindu verður að teljast ljóst að ályktun þingflokks VG framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar gegn því að sambærileg ákvæði rati í íslenska löggjöf, er ekki aðeins markleysa, heldur beinist hún að atriðum sem hafa verið í íslenskum lögum í meira en áratug og er því fullseint í rassinn gripið.

Gagnrýni þingflokks VG framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar hlýtur enn fremur að verða að skoða í ljósi þess að 9. september 2010, þegar VG Samfylkingin var í stjórnarmeirihluta, voru samþykkt lög nr. 115/2010 um breyting á lögum um útlendinga, þar sem framangreindri 47. gr. b. var bætt við löggjöfina, og voru þau lög samþykkt án breytinga á hinum eldri ákvæðum laganna sem hér vísast til.

Það hlýtur að skjóta skökku við að þingflokkur framkvæmdastjórn flokks sem er nú í stjórnarandstöðu, skuli í raun álykta gegn tilteknum ákvæðum íslenskra laga, þegar engar slíkar breytingar voru gerðar á þeim lögum þegar sami þingflokkur var í stjórnarmeirihluta, heldur var þvert á móti aukið við fjölda ákvæða af því tagi sem gagnrýnin beinist að.

Vissulega verður einnig að skoða málið í ljósi þess að VG Samfylkingin hafði ekki hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili, heldur var sá meirihluti myndaður af VG og Samfylkingu. Það væri því kannski vert að upplýsa hvers vegna þessum ákvæðum var ekki breytt til samræmis við vilja VG Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili, hvort um sé að kenna rænuleysi þingmanna VG Samfylkingar eða andstöðu Samfylkingar VG við áherslur VG Samfylkingarinnar í þessum málaflokki?

Það skal að endingu tekið skýrt fram að með framangreindum athugasemdum er höfundur ekki að tjá neina sérstaka afstöðu í útlendingamálum, eða hvort ákvæði á borð við þau sem um ræðir eigi heima í íslenskum lögum eða ekki. Hér er aðeins ætlunin að draga fram þá staðreynd að um árabil hafa verið heimildir í íslenskum lögum til að krefja útlendinga sem hingað koma um greiðslu kostnaðar við þá málsmeðferð og aðstoð sem stjórnvöld veita þeim, ásamt því að ganga að eignum þeirra til innheimtu slíkra krafna.


mbl.is Harma nýja löggjöf Dana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband