Stækkunardeild ESB lesi eigin heimasíðu
4.12.2015 | 09:30
Stækkunardeild Evrópusambandsins lítur svo á að afstaða Íslendinga til aðildar sé innanlandsmál. Það er hárrétt, og hér innanlands eru hérlend stjórnvöld hvorki að sækja um aðild að ESB né hafa þau neitt slíkt í hyggju. Þetta er alls ekkert flókið, Ísland er sjálfstætt þjóðríki sem er aðili að evrópska efnahagssvæðinu, og meira þarf ekki að segja um það.
Stækkunardeildin svarar því samt ekki hvort umsóknin frá árinu 2009 sé mögulega í gildi. Það gerir hinsvegar heimasíða Evrópusambandsins, en þar er Ísland ekki á neinum af nokkrum listum sem þar eru yfir umsóknarríki. Ísland var á þeim listum á síðasta kjörtímabili á meðan svokallað "aðildarferli" stóð yfir, en eftir að horfið var frá því hefur Ísland verið fjarlægt af þeim. Skýrara verður það varla.
Stækkunardeild Evrópusambandsins hefði gott af því að lesa sína eigin heimasíðu.
Láta ósvarað um gildi ESB-umsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er sjálfsagt sársaukalaust fyrir vefstjóra heimasíðunnar að taka Ísland af einhverjum lista á netinu að beiðni embættismanns. En hvort sá embættismaður hafi vald til að einhliða draga umsókn Alþingis til baka er svo annað mál.
Jós.T. (IP-tala skráð) 4.12.2015 kl. 10:45
Það var ekki embættismaður heldur vefstjóri ESB, en skyldur hans felast m.a. í því að hafa upplýsingar á vefsíðum réttar.
Það var ekki vefstjórinn sem dró umsóknina til baka, heldur var það utanríkisráðherra Íslands sem tilkynnti ESB að ekki yrði af frekari "aðlögunarviðræðum". Vefstjórinn leiðrétti svo bara heimasíðuna einfaldlega til samræmis við það.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.12.2015 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.