Gengislán ákæruefni (ekki á Íslandi þó)
29.9.2015 | 00:05
Nokkrir af fyrrum stjórnendum Landsbankans í Luxembourg hafa verið ákærðir fyrir fjársvik í tengslum við þjónustu bankans við viðskiptavini. Það hefur vakið nokkra athygli að meðal hinnu ákærðu sé Björgólfur Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi bankans, sem var úrskurðaður gjaldþrota í júlí 2009.
Annað sem hefur farið minna fyrir en verðskuldar þó enn meiri athygli, er eðli þeirra viðskipta sem ákært er fyrir. Af fréttum erlendis frá má ráða að um hafi verið að ræða gengisbundin lán, sem boðin voru fólki á efri árum gegn veði í skuldlausu eða skuldlitlu húsnæði þeirra. Fyrirkomulag viðskiptanna hafi verið þannig að einungis lítill hluti lánsfjárhæðar var greiddur út en bróðurpartinn tekinn í "eignastýringu" hjá bankanum.
Viðskiptavinum var lofað að þetta væru svo hagstæð viðskipti að þeir gætu hreinlega ekki tapað á þeim, heldur yrði arðurinn af fjárfestingunni svo mikill að hann myndi duga til að greiða lánið upp. Með öðrum orðum var fólki boðið lán sem því var lofað að þyrfti varla að endurgreiða, meðan bankinn fékk veð í verðmætu og skuldlitlu húsnæði.
Ef þetta er ekki nógu kunnuglegt stef þá er það um það bil að verða enn kunnuglegra. Það sem gerðist næst var að peningarnir sem áttu að fara í "eignastýringu" enduðu auðvitað í botnlausu peningmarkaðssjóða sukki. Bankinn hafði varla afgreitt gengislánin og snúið sér við fyrr en hann var búinn að kaupa fyrir þau hlutabréf í sjálfum sér og bræðrum sínum á Íslandi, allt tryggt með veði í hágæða Vestur-evrópskum fasteignum.
Það sem gerðist næst vita flestir, bankarnir hrundu, fjárfestingin hvarf, lánin sprungu í loft upp og bankinn eignaðist veðin það er að segja hús viðskiptavinanna. Þetta er eiginlega svo kunnuglegt að það þarf ekkert að rekja það nánar fyrir íslenskum lesendum hverskonar katastrófa er fyrir venjulegt fólk sem ekki veit betur að verða fyrir slíkum viðskiptaháttum.
Það er því nokkuð merkilegt að í Frakklandi skuli saksóknari að aflokinni rannsókn hafa ákveðið að ákæra þá sem báru ábyrgð á rekstri bankans fyrir ofangreinda verknaðarlýsingu, meðal annars, sem fjársvik. Ekki síst með hliðsjón af því að samskonar eitraðir viðskiptahættir voru ekki aðeins til staðar heldur virðast hafa verið meira og minna gegnumgangandi í starfsemi bankanna hér á Íslandi á sama tíma.
Í febrúar 2012 beindu Hagsmunasamtök heimilanna kæru til sérstaks saksóknara vegna ólöglegra gengislánveitinga íslensku bankanna. Var kæran m.a. studd gögnum sem sýndu að stjórnendur í bankakerfinu máttu vita að slík viðskipti brytu í bága við lög, en að þeir hefðu engu að síður hagnýtt sér þau til þess að velta áhættu af eigin viðskiptum bankanna yfir á grunlausa viðskiptavini þeirra.
Viðbrögð sérstaks saksóknara voru þau að vísa kærunni frá, og taldi hann ekki sýnt að það hafi verið ásetningur bankamannanna að brjóta lög með hinum ólöglegu lánveitingum, og var sú afstaða svo staðfest af ríkissaksóknara. Það var semsagt talið óhapp eða í mesta lagi afsakanlegt gáleysi að lán með slíkum skilmálum skuli hafa verið veitt íslenskum neytendum í tugþúsundatali og hundruða milljarða vís með veði í heimilum, bílum, hlutabréfum, tjaldvögnum, og hvaðeina, án þess að neinum dytti einu sinni í hug að spyrja að greiðslugetu viðkomandi lántakenda miðað við erlent gengi.
Þessi lán sprungu svo auðvitað öll í loft upp á hraðfrystum fasteignamarkaði í vaxandi atvinnuleysi og óðaverðbólgu vegna bankahrunsins 2008. Afleiðingarnar urðu fjárhagslegar hamfarir, þúsundir nauðungarsalna, splundraðar fjölskyldur, svo ekki sé minnst á þá sem horfnir eru af sjónarsviðinu. Tugþúsundir Íslendinga sem eiga enn um sárt að binda hafa ekki fengið að sjá réttlætinu framgengt og sitja óbættir hjá garði.
Ætli það hefði gengið betur ef kæran hefði verið skrifuð á frönsku?
Björgólfur ákærður í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Gengistrygging, Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:12 | Facebook
Athugasemdir
Ekki spurning. Það átti alltaf að fá erlenda aðila í að rannsaka þetta allt saman. En eins og allir vita, þá var skjaldborgin fyrir alla þessa glæpamenn sem enn ganga lausir og n.b. byrjaðir aftur. Samviskulausir og siðblindir halda þeir áfram þrátt fyrir að hafa fjölda manns á höndum sér, sem sáu sér engva leið út úr gildrunum sem þeir settu, nema með því að yfirgefa þennan heim. Svo geta þessir andskotar sofið eins og ekkert hafi gerst.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 29.9.2015 kl. 10:21
Guðmundur. Það eru margar hæðir í bankaránskauphalla-valdakúgunum jarðarinnar. Í toppi píramídans situr valdaklíka Vatikansins, og keyrir spillingu heimsins áfram með aðstoð frímúraraglæpa Guðlausra öfgasvika"kristinninna" og öfgasvika"múslima".
Páfinn fer í verkstjórnar-fyrirskipanaheimsóknir út um allar svikaríkjakoppagrundir, og leggur plön djöflaormagryfju illra stríðsafla á borð fyrir toppana í hringborðsormagryfjunni.
Hann, þessi helsjúki PÁFAMAFÍUGARÐS-ÚTSENDARI er nýbúinn að fara í heimsókn til Bandaríkjanna, og Obama er látinn hafna friðarvilja heimsins. Frakka-stengjabrúðan Hollande fékk grænt ljós frá Vatíkanmafíunni að bomba Sýrland á sama hátt og Lýbíu og öll hin ríkin sem hafa verið hertekin!
Og bílafyrirtækjamarkaður heimsins er allur rekinn af svikulum "sérfræðingum", sem ljúga því að Þýskaland beri ábyrgð á lygum og kúgunum Bandaríkjanna!
Er eitthvað annað eftir en að þakka fyrir jarðvistina, og koma sér sem fyrst til siðmenntaðra vídda í alheimsveröld geimsins?
Djöfullinn gengur greinilega laus í líki Ísraelspáfa Vatikansins hér á jörðu, og lætur sér djöfulganginn vel líka! Og ætlast til að öllum öðrum líki líka vel við djöfulganginn frá þeirri ormagryfju!
Að sjálfsögðu lætur djöfulsins aflið á jörðinni sér djöfulganginn vel líka. Það er enginn munur á djöfli í kristinni skikkju, múslímskri skikkju, kaþólskri skikkju, né nokkurri annarri yfirbreiðslu kúgunarvaldsfalsins lyginnar og svikanna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2015 kl. 23:12
...MARKAÐURINN... 26. ágúst 2015 miðvikudagur.
Miljóna viðskipti felld niður:
Bilun varð í kauphöllinni
Kauphöll Íslands felldi í gær niður viðskipti sem áttu sér stað eftir klukkan 14.56 í gær vegna tæknilegrar bilunar í INET-viðskiptakerfinu. Bilunin olli því að meirihluta aðila á markaði skorti upplýsingar úr viðskiptakerfinu. Viðskipti gátu því ekki átt sér stað á jafnræðisgrundvelli samkvæmt tilkynningu frá Kauphöllinni. Heildarupphæð viðskiptanna nam rúmum 440 miljónum.
Væri ekki rétt að safna saman liði til að byrja á næstu rannsóknarskýrslu stjórnsýslukerfis Íslands, og jafnvel og veraldarinnar í heild sinni? Eitthvað í líkingu við fyrirbyggjandi siðmenntað vit? Samkeppniseftirlitið og fjármálaeftirlitið á Íslandi vill væntanlega standa undir réttu nafni samkvæmt siðmenntaðra manna væntingum?
Eða langar einhverjum að endurtaka bankaránin, sem voru kölluð "svokallað" hrun? Hrun á hverju?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2015 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.