Peningakerfið er líka auðlind

Nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að skilgreint verði hvað teljist til auðlinda. Það er fullgild tillaga og góðra gjalda verð í sjálfu sér.

Þau hafa vonandi tekið mið af því að til eru fleiri auðlindir en eingöngu þær sem sprottnar eru af náttúrunnar hendi. Með þessu er átt við fyrirbæri sem mætti kalla samfélagslegar auðlindir, á borð við menntunarstig, velferð og fleira af því tagi. Þar á meðal er einnig peningakerfið sem er við lýði hér og víðast hvar annars staðar, sem væri einskis virði nema með samþykki samfélagsins alls. Með núverandi fyrirkomulagi peningamála er bönkum hinsvegar gefið ótakmarkað frjálsræði til að fara með þá auðlind.

Sennilega væru fáir samþykkir því að útgerðarmenn fengju sjálfir að ákveða fiskveiðikvóta og úthluta honum til sjálfra sín. Þannig starfar samt bankakerfið, og hefur reyndar fengið að gera það eins lengi og það hefur verið til, það hefur tekið sjálfu sér valdið til peningaútgáfu og úthlutar "kvóta" í því kerfi til sjálfs síns eftir hentugleik hverju sinni.

Þegar kemur að því að skilgreina hvað skuli teljast til auðlinda, og hvort þær skuli vera í almannaeigu, má alls ekki gleyma peningakerfinu. Það kerfi skilgreinir í raun hvernig öllum öðrum auðlindum sé skipt, og því má aldrei gleyma.

Vonandi nær tillaga þingmannanna fram að ganga, með þeim hætti að skilgreint verði að peningakerfið sé samfélagsleg auðlind, og sem slík eigi hún að þjóna hagsmunum samfélagsins en ekki bara auðvaldsins. Þá fyrst gætu skapast forsendur til að skilgreina aðrar auðlindir út frá velferð samfélagsins, fram yfir hagsmuni auðvaldsins.


mbl.is Hvað er auðlind?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stór merkilegur pistill og auðvitað tillaga þingmannanna. Væru auðlindir skilgreindar eftir því hve litlu þarf að kosta til þeirra til að hagnast,væru bankar í efsta flokki. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2015 kl. 22:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bankarnir sitja einir að þeirri auðlind sem peningakerfið er. Þetta kerfi byggir hinsvegar alfarið á því að samfélagið samþykki það fyrirkomulag sem viðhaft er. Án þess væri ekkert peningakerfi, og þess vegna ber að líta á þaðsem samfélagslega auðlind, sem skuli þjóna hagsmunum samfélagsins en ekki útvalinna aðila.

Sjá nánar skýrslu Forsta Sigurjónssonar um endurskoðun á peningakerfinu: Afhenti skýrslu um endurbætur á peningakerfinu | Fréttasafn | Forsætisráðuneyti

Guðmundur Ásgeirsson, 24.9.2015 kl. 22:44

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Karl Max væri mjög hreykinn af Guðmundi, ekki það að ég sé hrifinn af banka kerfinu.

Ég fór inn i Arion banka síðast þegar ég var á Íslandi og systir min var með mér. Meðan við biðum eftir þjónustufulltrúa þá spurði systir mín mig ef mer væri kalt, ég var með gæsahúð, ég svaraði, þú ættir að sjá óæðri endan, þar eru grænar bólur.

Í hvert skipti sem ég fer inn í banka byggingu gerist það sama.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.9.2015 kl. 02:16

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er samt ekki marxisti, heldur á móti þeirri fákeppni og sérhagsmunahyggju sem endurspeglast í núverandi peningakerfi.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2015 kl. 14:14

5 identicon

Allskostar ekki satt.

Um peningakerfið gildir frumskógar lögmál og er í algjörri mótsögn við þeirri hugmynd að tegundin "homo sapiens" sé eithvað meira viti borin en aðrar tegundir.

Peningar voru og eiga að vera skiptimynt auðlinda.

Að líta á peningakerfið sjálft sem auðlind er stórhættuleg afbökuð hugmynd.

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 21:39

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Peningakerfið sjálft er stórhættuleg og afbökuð hugmynd.

Þess vegna þarf að endurskipuleggja það.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2015 kl. 21:44

7 identicon

Já, en að peningakerfið verði einhverntímann auðlind er blekking.

Líkt og það ímyndaða lýðræði sem við búum við.

Ráðandi stéttir aldir alda eru en ráðandi í dag, ekkert hefur breyst í aldanna rás.

Ráðandi stéttir hafa tögl og haldir á laga/hag/kerfinu.

Lagakerfi sem á að aðskilja mannfólkið frá villidýrinu.

" Stríð geysa sem aldrei fyrr,

friðaralda var aldrei til.

Bara blekkingin ein.

Ráðaleysi ringulreið,

reynist ráðamönnum leiðin greið ...

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 22:59

8 identicon

Furðulegt að heimurinn er að upplifa Hitlers- æskuna unm leið og hún fyrirlítur svoleiðis stefnu.

Að mega ekki hafa skoðun og segja skoðun í því stutta jarðlífi sem við eigum, án þess að hatur hafi eitthvað með það að gera.

Segir ýmislegt um hvert mannkynið stefnir ...

Þeir sem hafa verið beittir rangindum í gegnum aldir alda, ættu að kveikja ljósið ...

En þeir njóta athyglinnar og gleyma sér ...

Skoðanafrelsi er dýrmætasta eign mannkyns ...

Að gleyma því verður endir mannkyns ...

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 26.9.2015 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband