Af hverju NEI?
5.7.2015 | 14:28
Grikkir ganga nú til atkvæðagreiðslu um hvort þeir samþykki eða hafni efnahagslegum skilyrðum sem þeim hafa verið sett vegna þeirrar krísu sem ríkir á evrusvæðinu.
Afhverju ættu þeir að segja NEI? Það er kannski ekki okkar að segja til um, en hér í byrjun meðfylgjandi myndbands kemur þó frama á hvaða forsendum sá er þetta skrifar myndi byggja afstöðu sína í svipuðum sporum.
Hér má fylgjast með tölum eftir því sem þær berast frá kjörstöðum, á vef gríska innanríkisráðuneytisins: Referendum July 2015
Búast má við fyrstu tölum um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma, og lokatölur gætu legið fyrir seint í kvöld eða snemma á morgun.
Nei eða já? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:33 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur, vinstri stjórnin gerði afdrifarík mistök í Icesave-málinu. Þegar Svavars samningurinn lá fyrir, hafði ríkisstjórnin átt að leggja samninginn fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er auðvitað einfalt að sjá þetta eftirá og það tíðkaðist ekki þá á þeim tímapunkti að þjóðin fengi slíkt verkefni. Ég ér nánast viss um að stjórnarandstaðan þá hefði ásakað vinstri stjórnina um að hlaupa undan ábyrgðinni.
Hér var sama staðan og í Grikklandi, ríkisstjórnin hér hafði ekki stuðning neinna hagsmunasamtaka. Eins og þar syðra. Þegar ég segi þetta er ég ekki að taka afstöðu með eða á móti núverandi stjórn þótt hún eigi vissulega streng í brjósti mínu.
Kristbjörn Árnason, 5.7.2015 kl. 15:08
Emergency Podcast: July 5 Greek Referendum & What it Means for Liberty, Gold, Silver
http://beforeitsnews.com/economy/2015/07/emergency-podcast-july-5-greek-referendum-what-it-means-for-liberty-gold-silver-2740928.html
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 16:12
Niðurstöðurnar liggja fyrir.
Þó að ekki sé um endanlega staðfesta lokaniðurstöðu að ræða virðist samt vera búið að telja velflest atkvæði.
NEI 61,33%
JÁ 38,67%
Til hamingju Grikkir !
Það er nokkuð merkilegt hversu svipað þetta er niðurstöðunni í atkvæðagreiðslunni um síðasta Icesave samninginn, sem fór þannig að 59,77% sögðu NEI og 40,22% JÁ. Niðurstaðan í Grikklandi að þessu sinni virðist því vera dálítið meira afgerandi gegn samkomulaginu.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2015 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.