Hvað er kosið um í Grikklandi?

Núna þegar aðeins örfáar klukkustundir er þar til söguleg þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram í Grikklandi sem mun ráða öllu um efnahagslega framtíð landsins, er nánast hnífjafnt samkvæmt skoðanakönnunum milli NAI og OXI þ.a. JÁ og NEI.

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user92183/imageroot/2015/06/Greferendum.png

En hvað er það nákvæmlega sem verður kosið um? Þegar stórt er spurt, er annaðhvort fátt um svör, eða þá að svörin eru eðli málsins stór.

Hér er textinn sem mun verða á kjörseðlinum:

GREECE REFERENDUM PAPER

Ef þetta virðist vera eins og gríska þá er það rétt ályktað.

Hér er ensk þýðing frá Wall Street Journal:

The Greek people are asked to decide with their vote whether to accept the outline of the agreement submitted by the European Union, the European Central Bank and the International Monetary Fund at the Eurogroup of 25/06/15 and is made up of two parts which constitute their unified proposal:

The first document is entitled: Reforms for the completion of the current program and beyond and the second is Preliminary Debt Sustainability Analysis.

Whichever citizens reject the proposal by the three institutions vote: Not Approved / NO

Whichever citizens agree with the proposal by the three institutions vote: Approved /YES

Hér eru þessi tvö skjöl á ensku:

Reforms for the completion of the current program and beyond

Preliminary Debt Sustainability Analysis

Hér er svo gríska þýðingin, en hún er "aðeins" 34 blaðsíður.

Til að gera þetta en snúnara virðist svo vera sem að villa sé í grísku þýðingunni sem breytir algjörlega merkingu þess sem eru lykilniðurstöður skjalsins. Bloomberg fréttaveitan segir í fréttaskýringu sinni að munurinn liggi í því hvort að tvær af þremur sviðsmyndum séu sjálfbærar eða ekki, sem er í raun kjarni málsins. Grískum kjósendum er því nokkur vorkunn að þurfa að taka afstöðu til valkosta sem er svona óskýrir og jafnvel vanreifaðir.


mbl.is 44% með, 44% á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Góður Guð og allar góðar vættir blessi almenning í Grikklandi.

Það er ekki í mannlegu valdi einu og sér að vernda réttindi almennings í glæpakauphalla-bankarændu samfélagi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.7.2015 kl. 02:19

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég hallast að Nei-inu þrátt fyrir að erfitt sé að greina hvað sé landinu fyrir bestu. En það hlýtur að auka þrystinginn á ESB. Og hugsanlega neyðir það bankana til ábyrgðar. Þegar allt er á botninn hvolft eru það bankarnir sem eiga þessar skuldir en ekki Grískur almenningur. Þeir eiga að borga.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.7.2015 kl. 11:34

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Financial Times segir frá niðurstöðum óbirtrar könnunar sem var gerð rétt fyrir opnun kjörstaða, og benti til þess að NEI hefði örlítið forskot með á bilinu 51-53% atkvæða.

Telegraph hefur eftir talsmanni gríska viðskiptaráðsins að ekki séu nema 500 milljónir evra í reiðufé eftir í gríska bankakerfinu, og segir jafnframt að dagleg úttektarmörk í hraðbönkum hafi verið lækkuð úr 60 evrum niður í 50 evrur, að sögn vegna skorts á 20 evru seðlum. Margir hraðbankar eru líka orðnir tómir og ekki er hægt að fylla á þá því seðlarnir til þess eru einfaldlega ekki fyrir hendi.

Þá er haft eftir heimildum úr gríska fjármálaráðuneytinu að einn af fjórum stærstu bönkum landsins eigi svo lítið lausafé eftir að það muni varla duga meira en nokkrar klukkustundir í viðbót. Hinir þrír eigi nóg til þess að minnsta kosti lifa af helgina. vort þeir geti lifað af vikuna fylgdi hinsvegar ekki þeirri frásögn.

Hér má fylgjast með tölum eftir því sem þær berast frá kjörstöðum, á vef gríska innanríkisráðuneytisins: Referendum July 2015

Búast má við fyrstu tölum um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma, og lokatölur gætu legið fyrir seint í kvöld eða snemma á morgun.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2015 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband