Ísland af lista umsóknarríkja (aftur)
3.6.2015 | 00:42
Eins og fjallað var um í síðustu viku hafði nafn Íslands þá verið fjarlægt af lista yfir umsóknarríki á vefsíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Strax í kjölfarið greindu hinsvegar nokkrir fjölmiðlar frá því að Ísland væri samt sem áður enn á lista yfir umsóknarríki á vefsíðu með upplýsingum um hvernig Evrópusambandið virkar.
Líkt og áður var send ábending til vefstjóra Evrópusambandsins um að til samræmis væri ef til vill rétt að uppfæra einnig síðarnefnda listann. Í þetta sinn létu viðbrögðin ekki á sér standa því sá listi hefur nú þegar verið leiðréttur, og nafn Íslands fjarlægt af honum. Þannig er raunverulega hægt að fagna því öðru sinni!
Ef ske kynni að nafn Íslands leyndist víðar á vefsíðum sem orðnar eru úreltar, má líklega ganga út frá því sem næst vísu að einhverjir fjölmiðlar hér á landi muni flytja af því fréttir þegar þær koma í leitirnar. Kurteislegra væri þó að senda líka ábendingu til vefstjóra viðkomandi síðu svo hann geti einfaldlega leiðrétt upplýsingarnar. Það er sjaldnast til heilla ef rangar og misvísandi upplýsingar komast í dreifingu.
Ísland fjarlægt smám saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:44 | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur,sannleikurinn er sagna bestur.
Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2015 kl. 01:24
Já einmitt. Gott að fá þetta mál út af borðinu í eitt skipti fyrir öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2015 kl. 22:39
Réttara sagt tvö skipti núna. :)
Það var samt alveg jafn gott í seinna skiptið.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2015 kl. 22:42
Já einmitt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2015 kl. 08:36
Allt er þegar þrennt er.
Komið hefur í ljós að Ísland er ennþá litað grátt á landakorti af Evrópu á vef ESB, en sá litur táknar "væntanleg aðildarríki".
Ábendingu um villuna og beiðni um leiðréttingu hefur verið komið á framfæri við vefstjóra, sem mun vonandi bregðast jafn vel við því eins og í fyrri tvö skiptin, og uppfæra hið úrelta landakort.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2015 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.