Hvernig framlengja má frestinn
23.3.2015 | 13:12
Þeim sem eiga enn eftir að samþykkja Leiðréttinguna er bent á að enn er hægt að framlengja frestinn, með því að gera athugasemdir við niðurstöðurnar eða kæra þær til úrskurðarnefndar um leiðréttinguna. Það er gert á heimasíðu leiðréttingarinnar, og má finna sérstakar aðgerðir til þess hægra megin á síðunni sem sýnir niðurstöðurnar.
Eðlilegast er að byrja á því að gera athugasemdir, en það jafngildir í raun beiðni um endurupptöku ákvörðunar um útreikning leiðréttingarinnar. Þegar niðurstaða er fengin um afgreiðslu þeirra athugasemda og ef á þær er ekki fallist, er svo í kjölfarið hægt að kæra þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar. Þá framlengist líka fresturinn enda ekki hægt að samþykkja fyrr enn endanleg niðurstaða hefur fengist.
Athugasemdir við niðurstöðu leiðréttingar geta verið margskonar, og misjafnar eftir umsækjendum. Þó má nefna að meðal atriða sem er eðlilegt að gera athugasemdir við er, til dæmis þegar orðið hafa eignaskipti eða breytingar á persónulegum högum fólks, sem ekki er tekið tillit til í útfærslunni. Einnig eru hinir ýmsu frádráttarliðir sem þarf að huga sérstaklega vel að og fara yfir hvort séu réttir og lögmætir.
Gangi öllum svo vel að samþykkja eða eftir atvikum gera athugasemdir við leiðréttinguna, sem enn eiga eftir að gera það.
Um þúsund eiga eftir að samþykkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 16:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.