Hvar getur fólk sótt sína kaupmáttaraukningu?
10.3.2015 | 17:11
Kannski á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Borgartúni 35?
Þær upplýsingar vantar alveg í fréttina!
Jafngildir 3 mánaða matarútgjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er góð spurning.
Laun á okkar vinnustað sem er verkfræðistofa hækkuðu samkvæmt kjarasamningi um 2,8% snemma á síðasta ári, og svo um 0,85% síðastliðið sumar. Síðan ekki söguna meir. Samtals 3,65%. Einhver verðbólga át væntanlega upp þetta lítilræði.
Hve mikil skyldi kaupmáttaraukningin hafa verið?
Ágúst H Bjarnason, 10.3.2015 kl. 17:40
Allavega ekki 25% eins og SA virðist halda fram !
Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2015 kl. 17:51
Til að fá út 5,7 að meðaltali og A hefur hækkað um 2,8%, hvað þarf B þá að hafa hækkað?
Jú, 5,7 x 2 - 2,8 = 8,6%
Óskar Guðmundsson, 10.3.2015 kl. 18:46
Einnig er þá hægt að ath að m.v. 2,8% að frádreginni 0,8% verðbólgu verða eftir 2%
Ef þau 2% eiga að verða að 19.000 að þá þarf að reikna
19.000 / 0,02 = "meðaltekjur"
19.000 / 0,02 = 950.000
Óskar Guðmundsson, 10.3.2015 kl. 18:51
Það er ekki það sem Samtök atvinnulífsins halda fram , heldur halda því þau fram að maður geti núna borðað frítt í þrjá mánuði af tólf, án viðbótar vinnuframlags.
Þrír deilt með með tólf eru klárlega 0,25 = 25%.
Slíkar kenningar eru klárlega fjarri öllum veruleika.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2015 kl. 18:51
Guðmundur. Ofurlaunahækkanir bankaráðsstjórnenda og forstjóra, eru sett inná jöfnunarlínuritið, sem segir að kaupmáttur á Íslandi hafi hækkað? Þvílík helber lygi, sem fær að viðgangast hér á Íslandi?
Til hvers höfum við fjölmiðlafréttir á Íslandi?
Það gleymdist víst alveg að taka með í reikningslínurita-formúluna háskólamafíuhönnuðu, að þeir sem eru og hafa verið langt undir kaupmáttarframfærslu, eiga engra kosta völ, né siðferðislega viðurkennda tilveru, með þrælakaupmáttinn 100 prósent "þjónustu"kerfisrændan einan eftir, til að lifa af.
Lifa af á þrælaeyjunni Íslandi!
Þeir sem lenda ofan við marklaust línuritið, tala um kaupmáttaraukningu? Kaupmáttaraukningu hverra?
Meira að segja eru kaupmáttarsviknir þrælarnir og heiðarlegir vinnuveitendur látnir borga siðlausar og siðbrenglaðar ólöglegar ofurgreiðslur til skipulagðra glæpa-lífeyrissjóðanna á Íslandi?
Er ekki hreinlegra og mannúðlegra að afhausa lýðinn í beinni útsendingu, heldur en að senda fólk á götuna, án húsnæðis og matarkaupmáttar, á mafíueyjunni Íslandi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2015 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.