Ekki ákvörðunum heldur "stefnumótun"

Tillagan sem fjallað er um í tengdri frétt gengur ekki út á að veita almenningi neinn aðgang að raunverulegri ákvarðanatöku. Forræðishyggjusamir stjórnmálamenn vilja auðvitað halda öllu ákvarðanavaldi hjá sér. Tillagan lætur hinsvegar vel í eyrum. Hún er því ekkert annað en háfur til að veiða atkvæði með, eða allavega til þess að reyna það.


mbl.is Vilja auka þátttöku almennings í ákvörðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Stjórnarandstaðan að reyna að klæða í skrautbúning þráhyggju sína um að nú eigi allt í einu að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB umsóknina. Þegar ekkert er eftir annað en að slútta henni formlega. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 09:22

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeim hefði þá verið nær að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hana en það gerðu þau ekki þó mörg góð tækifæri hafi gefist til þess.

Eftir umsóknina voru haldnar tvær bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur og ein skoðanakönnun en í engu þeirra tilvika datt ráðandi valdhöfum í hug að spyrja þjóðina hvort hún vildi sækja um að ganga í ESB.

Það má þó ekki misskilja, allar tillögur um meiri þáttöku almennings í stefnumótun og ákvarðanatöku bera að styðja og ég leggst ekki gegn þeirri tillögu sem hér um ræðir. Það kemur hinsvegar berum orðum fram í henni að eingöngu sé um tilraunir að ræða.

Það hefði verið mun meira varið í tillögu um alvöru þáttökulýðræði heldur en einhverja tilraunastarfsemi. Stjórnvöld eiga ekki standa fyrir tilraunum til lýðræðis, heldur einfaldlega lýðræði.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2015 kl. 11:59

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er þetta ekki dæmigerður "populismi"? Aumkunnarvert yfirklór, fyrir vonlausum málstað og getuleysi, meðan þessi grei voru sjálf við stjórnvölinn.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.1.2015 kl. 13:35

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eina þjóðaratkvæðagreiðslan sem þetta lið var ekki á móti þegar það hafði völdin var um stjórnarskrárruglið. Þar kom náttúrulega ekki til greina að spyrja þjóðina að því hvort hún vildi yfir höfuð breyta stjórnarskránni. 

Magnús Sigurðsson, 21.1.2015 kl. 17:18

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Enda var það ekki þjóðaratkvæðagreiðsla heldur skoðanakönnun.

Það þarf alls ekki að gera nýja stjórnarskrá. Sú sem við höfum er með þeim betri í heiminum, ef menn hér á landi myndu nú bara virða hana og fara eftir því sem stendur í henni. Vandamálið er ekki stjórnarskráin heldur vanvirðing gagnvart henni af hálfu þeirra sem eiga að starfa eftir henni, sem eru fyrst og fremst stjórnvöld.

Þar með er ég ekki að fullyrða að það megi ekki betrumbæta hana, en það er vel hægt án þess að gjörbreyta henni og umbylta öllu. Reyndar þarf sáralítið að gera til að breyta henni úr "einni af þeim bestu" í "þá allra bestu". Það mætti til dæmis bæta við ákvæði hliðstæðu málskotsrétti forseta, nema með málskosrétti þjóðarinnar sjálfrar þannig að hún geti beitt neitunarvaldi með beinum hætti og knúið þannig fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðast þurftum við að gera það með undirskriftasöfnunum, blysförum, tunnuslætti, og almennum látum og hávaða. Það væri miklu skynsamlegra að búa til hófsamlegra ferli og sem tryggir þjóðinni jafnframt ákveðinn lágmarksrétt svo að valdhafar hverju sinni geti ekki bara hunsað ákall þjóðarinnar. Ímyndum okkur til dæmis ef sitjandi forseti væri úr þeim hópi fólks sem er hreinlega á móti beinu lýðræði (í síðustu forsetakosningum var raunveruleg hætta á því að svo færi) og þá væri í raun enginn málskostréttur virkur!

Annað sem mætti laga í núgildandi stjórnarskrá er að fella brott 2. mgr. 79. gr., og svo fella brott VI. kaflann í heild sinni sem á einfaldlega ekkert erindi í veraldleg lög á jarðríki.

Flest annað í henni er frekar gott og sumt frábært.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2015 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband