Verðtryggðu lánin lækka

Vísitala neysluverðs hefur lækkað um hálft prósent undanfarinn mánuð. Það eru ánægjulegar fréttir fyrir meirihluta íslenskra heimila, því þá lækka verðtryggðu lánin. Alveg eins og þau hækka í verðbólgu, lækka þau í verðhjöðnun.

Lækkunin nú í nóvember er umtalsverð, en ef hún er framreiknuð til 12 mánaða reynist hún vera 6,1% á ársgrundvelli. Þar sem algengustu ársvextir verðtryggðra húsnæðislána eru ekki nema á bilinu 4-5% þá jafngildir þetta neikvæðri nafnávöxtun!

Nú hefst bara niðurtalninginn eftir því að talsmenn fjármagnseigenda og kröfuhafa stormi fram á ritvöllinn til að barma sér yfir því að það sé verið að "gefa fólki peninga", eins og þeir kalla það undantekningalaust ef kjör almennings batna eitthvað smávegis.

Hér er fróðlegt myndband um nytsemi verðhjöðnunar í verðtryggðu lánakerfi:


mbl.is Verðbólgan komin niður í 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband