Nýtt heimsmet í uppsiglingu

EFTA-dómstólinn hefur lagt í púkkið fyrir bætingu á heimsmetinu í skuldaleiðréttingu. Núverandi heimsmet er í höndum Hæstaréttar Íslands, en að fengnu áliti EFTA-dómstólsins um ólögmæti verðtryggðra neytendalána er útlit fyrir að það verði bætt.

Hér má sjá hversu stór hluti af skuldum heimilanna er til kominn vegna verðtryggingar:

Áhrif verðtryggingar á skuldir heimila

Þetta eru talsvert meira en 300 milljarðar!


mbl.is Ekki má miða við 0% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Neðanmáls: EFTA-dómstóllinn

Halldór Baldursson.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2014 kl. 14:10

2 identicon

Þorsteinn Þorsteinsson stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins þann  26.11.2009 ræddi í erindi sínu um fjármagnsskipan ríkisbanka út frá samningaviðræðum gömlu og nýju bankana og ríkisins: " Efnahagsreikningar bankanna þriggja í árslok 2008 eru samtals um 2.300 ma króna. Tveir þeirra, Íslandsbanki og Arion banki, eru þá nánast jafnstórir með um 650 ma króna efnahag en Landsbankinn er ívið stærri með um 1.000 ma króna efnahag. Þar af leiðandi er talið nauðsynlegt að fjármagna bankana upp í 12% hlutfall af áhættugrunni skv. eiginfjárþætti. Í tilfelli bankanna þriggja er um að ræða samtals 292 ma króna, 65 ma króna í Íslandsbanka, 72 ma króna í Arion banka og 155 ma króna í Landsbankanum. Af hlutafjárframlagi Landsbankans munu kröfuhafar standa undir 28 ma króna og ríkissjóður 127 ma króna eða 82%. Í fyrstu er framlag ríkisins til eiginfjármögnunar bankanna því 264 ma króna."  "Við yfirtöku á innlánum sem aðallega voru í krónum og útlánum sem að meginhluta til voru í erlendum myntum varð til gjaldeyrismisvægi í efnahagsreikningum nýju bankanna sem nauðsynlegt var að leiðrétta. Engin einföld lausn er á því vandamáli þar sem bankarnir hafa ekki aðgang að erlendu lánsfé til fjármagna erlend útlán sín. Með þessu misvægi er ljóst að bankarnir fá gengishagnað ef krónan veikist. Að sama skapi er ljóst að greiðslugeta þeirra lántakenda sem eru með gengistryggð lán en tekjur í krónum vex ekki þó að krónan veikist. Fjárhæð samsvarandi hækkun slíkra lána vegna veikingar krónunnar þarf því að leggja í afskriftarsjóð á móti höfuðstólshækkun lánsins. Niðurstaða þessa er sú að bankarnir hafa enga leið aðra en að skuldbreyta gengistryggðum lánum sínum til þeirra aðila sem eingöngu hafa tekjur í íslenskum krónum í krónulán á næstu misserum." http://www.vi.is/files/Bankafundur%20-%20%C3%9Eorsteinn%20%C3%9Eorsteinsson_534710349.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 23:31

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarna er ruglað saman hugtökunum "lán í erlendri mynt" og "gengistryggð lán" (sem samkvæmt skilgreiningu eru í krónum).

Staðreyndin er sú að þessi lán voru aldrei veitt í erlendum gjaldmiðlum. Ekki einn einast neytandi sem fékk slíkt lán fékk það greitt í erlendum gjaldeyri, heldur án undantekninga í íslenskum krónum, með þeim skilmálum að endurgreiddar yrðu krónur sem svöruðu til jafngildis í erlendum gjaldmiðlum. Það er bara reikniformúla og ekkert annað, alveg eins og hver önnur verðtrygging.

Með því hinsvegar að bókfæra þessi útlán sem "erlendar eignir" gátu bankarnir falsað gjaldeyrisstöðu sína, enda gufaði hún upp þegar þeir fóru á hausinn, eða eftir því hvernig á það er litið var það bein afleiðing fölsunarinnar. Þetta ígildi gjaldeyrisfölsunar, sem fór fram með vitund og beinlínis samþykki seðlabankans og FME, er stærsti glæpurinn á bak við hrunið, og hann hefur aldrei verið opinberlega upplýstur þó svo að mörgum sem hafa kynnt sér þessi mál sé fyllilega kunnugt um hvernig í pottinn var raunverulega búið.

Það athæfi að falsa gjaldmiðla erlendra ríkja, er ekki aðeins glæpsamlegt af hálfu þeirra sem að því stóðu, heldur er einnig um aðför að þjóðaröryggi viðkomandi ríkja að ræða. Slíkt framferði gegn erlendu ríki flokkast undir landráð að íslenskum rétti, þar sem það er til þess fallið að skapa íslenska ríkinu óvini, og ógnar þannig þjóðaröryggi íslensku þjóðarinnar með sama hætti.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2015 kl. 00:15

4 identicon

ólögleg lán en ekki gjaldeyriseign ? http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1281662/

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 00:40

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sama bullið kemur fram í þessari grein sem þú vísar til.

Er hún ekki annars eftir sama manninn og hótaði heimsendi ef við myndum ekki samþykkja ríkisábyrgð á Icesave innstæðum og brjóta með því EES-samninginn líkt og EFTA-dómstólinn viðurkenndi á endanum að hefði gerst ef við hefðum hlustað á þennan mann?

Þegar hann var viðskiptaráðherra spurði ég hann eitt sinn á opnum fundi hvort hann væri meðvitaður um að þau fyrirtæki sem gerðu langflesta hinna ólöglegu gengistryggðu samninga, hefðu ekki aðeins brotið með því gegn vaxtalögum heldur einnig gegn skilyrðum starfsleyfa sinna samkvæmt lögum um fjármálafyrirtækja. Sjaldan hef ég séð ráðherra roðna jafn áberandi upp í hársrætur og stama og hika, áður en hann hóstaði upp úr sér að þetta hefði hann ekki haft minnstu hugmynd um. Nokkrum vikum síðar var hann ekki lengur ráðherra og er líklega eini ráðherrann í seinni tíð sem hefur beinlínis rekinn úr því starfi.

Með þannig fólk í brúnni þarf Ísland enga (fleiri) óvini.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2015 kl. 00:49

6 identicon

Eins og Víglundargögn sína þá voru gengisbundin lán færð niður um helming sem er í samræmi við það sem Þorsteinn nefnir: "Við yfirtöku á innlánum sem aðallega voru í krónum og útlánum sem að meginhluta til voru í erlendum myntum varð til gjaldeyrismisvægi í efnahagsreikningum nýju bankanna sem nauðsynlegt var að leiðrétta. Engin einföld lausn er á því vandamáli þar sem bankarnir hafa ekki aðgang að erlendu lánsfé til fjármagna erlend útlán sín. Með þessu misvægi er ljóst að bankarnir fá gengishagnað ef krónan veikist. Að sama skapi er ljóst að greiðslugeta þeirra lántakenda sem eru með gengistryggð lán en tekjur í krónum vex ekki þó að krónan veikist. Fjárhæð samsvarandi hækkun slíkra lána vegna veikingar krónunnar þarf því að leggja í afskriftarsjóð á móti höfuðstólshækkun lánsins. Niðurstaða þessa er sú að bankarnir hafa enga leið aðra en að skuldbreyta gengistryggðum lánum sínum til þeirra aðila sem eingöngu hafa tekjur í íslenskum krónum í krónulán á næstu misserum."! Eitthvað hefur misfarist hérí samningum eða eru menn að blekkja eins og Víglundur vill meina ?     

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 01:13

7 identicon

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/872018/  Sjá einnig blogg Marinó í þessu sambandi, en þú þekkir sennilega til þess. Skrifað í maí 2009.    

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 01:18

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já, menn voru að blekkja og sú blekking fólst í því að um gjaldeyrislán væri að ræða. Það var aldrei annað en lygi, því samkvæmt skilgreiningu getur lán ekki verið gengistryggt nema það sé í íslenskum krónum. Við hrunið féll þessi svikamylla saman, sem sést mjög vel í gögnum seðlabanka Íslands um bankakerfið, ef maður veit hverju á að leita að. Það eru rjúkandi byssur út um allt.

Marinó var einmitt meðal þeirra fyrstu sem uppgötvuðu þessi svik, fyrir utan þá sem sjálfir frömdu glæpinn og þögðu yfir honum.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2015 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband