Gereyðingarvopnin fundust: Made in USA

Komið hefur í ljós að meint gereyðingarvopn Saddams Hussein, sem vakti furðu að skyldu aldrei finnast eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, fundust þrátt fyrir allt. Þegar í ljós kom að það voru gereyðingarvopn sem Bandaríkjamenn höfðu sjálfir framleitt og selt eða gefið Saddam áður en hann féll í ónáð þeirra, var málið þaggað niður.

Það væri óskandi að þetta kæmi einhverjum á óvart, en svo er því miður ekki.


mbl.is Líklega sinnepsgas í vopnum sem Íslendingar fundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru ekki upplognu "gereyðingarvopnin" sem notast var við til að fara í stríð 2003, þau fundust aldrei; þetta er gamalt niðurgrafið ónothæft drasl sem allir vissu um. Það er hinsvegar fréttnæmt að LOKSINS sé viðurkennt í fjölmiðlum að ekki hafi verið talað um þessi vopn á sínum tíma vegna þess að ekki mátti tala um hverjir létu Saddam karlinn fá þetta dót á sínum tíma.

http://www.mintpressnews.com/watch-u-s-accused-hiding-chemical-weapons-exposure-troops/197759/

"Why are these events of a quarter century ago relevant today?
Because the current horrible mess in Iraq and Syria is a direct result of the US-led invasion of Iraq in 2003. ISIS is a manufactured monster that could have crawled out of the germ warfare plant at Salman Pak." http://ericmargolis.com/2014/10/the-real-secret-of-iraqs-germ-weapons/

Símon (IP-tala skráð) 20.10.2014 kl. 21:39

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lygar á lygar ofan.

Made in USA.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2014 kl. 22:18

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hræddur um að síðuhöfundur hafi rétt fyrr sér.

Halldór Egill Guðnason, 21.10.2014 kl. 01:57

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei svo sannarlega kemur þetta ekki á óvart.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2014 kl. 10:01

5 Smámynd: Snorri Hansson

Í stríðinu milli Íraks og Íran sendu stórveldin þeim allan þann óþverra sem þeir höfðu upphugsað

til þess að fá“ reynslu“ af þeim. Mannfallið varð óskaplegt.

Þetta eru svo miklir öðlingar, alltaf að hjálpa.

Snorri Hansson, 21.10.2014 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband