Icesave IV: aftur gengur afturgangan, aftur
8.10.2014 | 19:40
Svo fáránleg og fjarstæðukennd er umræða um efnahagsmál á Íslandi orðin að nú hamast helstu forkólfar Seðlabankans og fjármálaelítunnar með dyggum stuðningi fjölmiðla við að hefja á loft umræðu um greiðslu á upploginni og ólöglegri skuld sem búin var til á ríkisfyrirtæki til að sniðganga bann við beinni ríkisábyrgð. Jafnvel hafa sumir þeirra dirfst að viðra hugmyndir um beina aðkomu ríkisins sjálfs að hinni ólögvörðu kröfu.
Hræðslusvipan sem er notuð í þetta sinn er sú að ef ekki verði "gengið að samningum" þá muni gengi krónunnar falla svo og svo mikið. Það merkilega er að skilaboðin koma frá seðlabankanum sjálfum sem stjórnar genginu innan hafta, og því er raunverulega um beinar hótanir að ræða. Áður gengu hótanir um Kúbu norðursins og ruslflokkun lánshæfis, en nú er sjálf gengisfellingarhótunin afturgengin frá öndverðri síðustu öld.
Það sem er samt allra firrtast við þessa umræðu er að hún skuli raunverulega snúast um að það þurfi einhvernveginn að hjálpa Landsbankanum að borga þessa upplognu ólöglegu kröfu. Það sem væri mun eðlilegra að ræða er hvort Landsbankinn þurfi ekki bara að fá aðstoð við að rifta bréfinu, fyrst honum hefur ekki tekist það af sjálfsdáðum ennþá.
Hérna eru einfaldar leiðbeiningar ásamt kennslumyndbandi:
- Haldið á blaðinu uppréttu beint fyrir framan ykkur.
- Takið um efri brún blaðsins og haldið með báðum höndum.
- Færið vinstri hendina frá ykkur og þá hægri að ykkur.
- Haldið áfram að gera nr. 3 þar til riftun er af lokið.
5. Dansið!
Afborganir yrðu helmingi lægri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: IceSave, Peningamál, Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Athugasemdir
það er skára að láta kánið falla heldur en að láta vogunarsjði fá vopn í hendur það yrði mikklu dýrara
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 21:01
Maður á ekki að borga ólögvarðar kröfur.
Það væri óábyrg ráðstöfun fjármuna.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2014 kl. 22:25
Allt of margar krónur í hagkerfinu að vísa á alltof lítil verðmæti eru í eigu erlendra aðila sem vilja fá þær leystar út á allt of háu gengi.Krónur sem eru í formi skuldaviðurkenninga einkaaðila frá því fyrir hrun. Þetta er enn sem komið er stöðvað af með gjaldeyrishöftum.
Ef það að leysa gjaldeyrishöftin felst í að láta undan þessum óraunhæfu kröfum þá erum við að tapa Icesave bakdyrameginn þar sem þjóðin stendur uppi með himinháa gjaldeyrisskuld vegna þeirra gjaldeyrislána sem þarf að taka til að greiða völdum aðilum út innistæðulausu krónurnar.
Eitthvað undarlegt hljóð er komið í strokkinn hjá Seðlabanka ef marka má fréttir í dag, telja að nú sé tækifærið að .... bla,bla,bla.
Fjármagnið fer alltaf að toga í spotta fái það nógu langan tíma.
Engir borgarmúrar fást staðið til lengdar asna klifjaðan íslenskum krónum sem hægt væri að breyta í gjaldeyri.
Fólk nennir bara ekki lengur að spá í þetta, miklu skemtilegra að taka þátt í moldviðrum í kringum Mjólkursamsöluna og pikka út vondukalla með bindi sem öllum vandamálum valda.
Svona rétt eins og sprengjumþábaratilhelvítis utanríkisstefna Bandaríkjanna. Á meðan finnast vondukallar til að sprengja í beinni, þá verður lýðurinn til friðs!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 00:32
Stærstu kröfurnar í þessar aflandskrónur eru ennþá vegna Icesave.
Þess vegna er svo mikilvægt að fólk átti sig á því að besta leiðin til að bræða snjóhengjuna er að rifta Landsbankabréfunum.
Það er vel hægt þar sem ólögvarin krafa nýtur ekki réttarverndar.
Mikilvægt er að um það fari þá samkvæmt íslenskum lögum.
Enda er Ísland fullvalda ríki.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2014 kl. 01:55
Það átti bara að fara þá leið sem Jóhanna og Steingrímur vildu....SEMJA UM ÞESSAR SKULDIR.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 12:08
Hvaða skuldir eru það Helgi, og hvers skuldir eru það?
Steingrímur og Jóhanna vildu ekki semja um neitt heldur bara samþykkja blákalt kröfur sem hefðu gert Ísland brotlegt við EES-samninginn. Til þess höfðu þau þó hvorki leyfi né löglegt samningsumboð.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2014 kl. 12:37
Hér kemur skýrt fram hverjir það eru sem vilja fá þetta greitt:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/09/bretar_thrysta_a_utgreidslur/
http://kjarninn.is/bretar-thrysta-a-um-ad-fa-icesave-peningana
Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2014 kl. 13:45
Guðmundur. Þetta er spurning um hvort ólöglegir matsfyrirtækja-heimsveldis-bakaræningjar, eða löglega starfandi/skattgreiðandi fyrirtæki/almenningur fær að lifa af!
Og hvort skyldi nú vera siðmenntaðra, réttlátara og mannúðlegra fyrir heimsbúa-samfélag fratíðarinnar?
Allir siðferðislega heilbrigðir vita réttarfarslega rétta svarið við þessari sjálfsögðu og eðlilegu spurningu!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.10.2014 kl. 14:44
Told you so.
Og þetta er ekkert hjá skaðakostnaðinum sem varð vegna framsóknarmanna, forseta, sjalla og almennraþjóðrembinga.
Skaðakostnaðurinn vegna ykkar er orðinn hundruðir milljarða og verður sennilega þúsundir milljarða fyrir rest til lengri tíma litið.
Skaðakostnaður sem þið knúðuð, vísvitandi, á herðar lands og lýðs.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.10.2014 kl. 15:40
Ómar Bjarki. Það á enginn að borga skaðabætur vegna lögbrota bankaráns-valdamafíu, og lögbrotsdómsstóla/sýslumannsembætta. Það verður að vera öllum ljóst, sem eru þátttakendur í heimssamfélaginu, að banka/embættiskerfisrænandi villimennska á aldrei rétt á skaðabótum frá einum eða neinum!
Það hefur með siðmenntun og mannúð að gera, hvernig dómsstólar og skaðabótalög virka í siðmenntuðum réttarríkis-samfélögum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.10.2014 kl. 18:24
Ómar Bjarki:
Og þetta er ekkert hjá skaðakostnaðinum sem varð vegna framsóknarmanna, forseta, sjalla og almennraþjóðrembinga.
Skaðakostnaðurinn vegna ykkar...
Hverjir eru "ykkar" í þessu samhengi?
Ég hef nefninlega aldrei verið í Framsóknarflokknum og sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum fyrir mörgum árum síðan.
Mér sýnist því að þú sért að beina þessu að röngum aðila.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2014 kl. 20:33
stundum gétur verið skinsamlegt að norga ólögvarðar kröfur fer eftir aðstæðunum. sé ekki þær aðstæður nú þó er þettað samníngur sem er í gildi milli kröfuhafa og landsbankans það þarf að bregðast við á einhvern háttþað dugar ekki að seigja bara við borgum ekki.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 20:49
Hvernig í ósköpunum dettur nokkrum manni í hug að tengja þetta skuldabréf milli landsbankanna, nýja og gamla, við Icesave. Þetta skuldabréf var orðið til áður en samið var um Icesave I og því er til staðar alger ómöguleiki varðandi það að tengja þetta tvennt saman.
A.K. (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 20:50
Kristinn: sé ekki þær aðstæður nú þó er þettað samníngur sem er í gildi milli kröfuhafa og landsbankans
Opnaði þá augun vegna þess að þetta er alls ekkert gildur samningur. Hann er það ekki frekar en önnur ólögleg lán. Það er ekki bara gengistryggingin heldur að minnsta kosti þrjú önnur atriði sem eru ólögleg við þennan samning eins og ég hef áður gert ítarleg skil í fyrri færslum, til dæmis hér:
http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1297820/
http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1284457/
Þar sem það liggur fyrir að þjóðarhagsmunum stafar ógn af þessum samningi (að sögn seðlabankans) getur vel verið rétt að grípa inn í áður en skaðinn skeður. Með inngripi meina ég það hér í merkingunni riftun og ekkert annað.
Íslensk stjórnvöld eru nú í þeirri öfundsverðu stöðu að hafa ríflegt svigrúm til slíkra viðbragða þar sem þetta mál er alls ekkert að fara að hlaupa í burtu strax á næstunni. Það illskásta sem gæti gerst er að Bretarnir höfði á endanum mál til að sækja sinn rétt, og viti menn: þá breytist krafan úr gjaldeyri í íslenskar krónur og vandamálið leysist af sjálfu sér.
Þetta eru þeir reyndar þegar búnir að gera við helming Icesave kröfu sinnar, sjá hér: http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1354288/
Það er því varla neitt að því að láta það sama yfir alla upphæðina ganga.
Það versta sem gæti gerst er hinsvegar ef íslensk stjórnvöld myndu einhvernvegin álpast til þess að fara að hjálpa til við að borga þessa ólögvörðu kröfu. Það mega þau alls ekki (segir seðlabankastjóri).
Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2014 kl. 19:03
A.K. heldur því fram að Landsbankinn hafi ekkert haft með Icesave að gera.
Nei og sólin hefur sennilega ekki nein áhrif á jörðina heldur. Hvað þá að náttúruval hafi haft neitt með þróun mannkyns að gera. Við erum auðvitað öll genabreyttir geimfarar og Landsbankinn hafði ekkert með Icesave að gera.
Kanntu annan betri?
Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2014 kl. 19:08
ágætar greinar sem þú bendir mér á. en tel að landsbánkin eig gjaldeyri til en þar samþykki seðlabanka og rikis til að nota hann. að rifta samníng gétur varla verið einfalt mál og fer alfarið eftir því hvernig hann er orðaður. því í orði eru þettað kaup á vöru. þetað er ekki beinteinkt icesave ekki veit ég hvort þettað verða að íslenskum krónum ef bretar fara í hart því þettað er skuldabréf í erlendri mint. hitt er annað ég er á móti því að landsbankinn fái sérmeðferð.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 19:37
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2014/10/10/ekki_verdur_bedid_eftir_slitabuum/
Bjarni sagðist gera þá kröfu að mikilvægum spurningum varðandi næstu skref yrði svarað á þessu ári. Þær lúta meðal annars að því hvort hægt sé að leysa málefni slitabúanna án beinnar aðkomu stjórnvalda. Ítrekaði hann að heildstæð lausn þyrfti að fást. „Um leið og þjóðarhagsmunir verða lagðir til grundvallar þarf að sama skapi [...] að virða lög, alþjóðlegar skuldbindingar og tryggja jafnræði.“
Þar horfa stjórnvöld til þess, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að ekki sé forsvaranlegt að veita undanþágur til erlendra kröfuhafa nema að því gefnu að hægt yrði að veita sambærilegar undanþágur fyrir aðra í hagkerfinu.
Niðurstaðan blasir við því engir aðrir hafa sóst eftir né þurfa undanþágur, heldur en slitabú gömlu bankanna, þar með talið Landsbanka.
Samkvæmt Bjarna munu þeir ekki fá neinar undanþágur.
Hann ber ábyrgð á því að halda þeirri stefnu óhaggaðri.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2014 kl. 19:41
guðmundur: þar eru við sammála. en pólutíkín er skrítin tík ef menn vilja fá rétta niðurstöðu fá menn rétta niðurstöðu þettað skuldabréf er gott dæmi um það.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.10.2014 kl. 06:50
Rétt niðurstaða væri að rifta þessu og láta reyna á kröfuna fyrir dómstólum. Það skásta sem gæti þá gerst er að krafan verði aðfararhæf í íslenskum krónum og fáist auðveldlega greidd sem slík. Það var eitt af markmiðunum með setningu neyðarlaganna svokölluðu nr. 125/2008.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2014 kl. 16:34
Guðmundur, hvar held ég því fram að Landsbankinn hafi ekkert haft með Icesave að gera?
Það sem ég sagði, og stend við, er að umrætt skuldabréf er ekki vegna Icesave. Þetta tiltekna er gefið út sem greiðsla fyrir þæe eignir gamla bankans sem fluttust yfir til þess nýja. Icesave er allt annar hlutur þrátt fyrir að kröfuhafar vegna þess óskapnaðar vilji einnig fá greiðslu í erlendri mynt.
A.K. (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 08:41
A.K.
Á hvaða "verði" heldurðu að þær "eignir" hafi flust yfir til nýja bankans, og það sem meira máli skiptir, hvernig heldurðu að það "verð" hafi verið "ákveðið" ásamt því með hvaða gjaldmiðlum ætti að greiða það?
Ef þú heldur að það hafi verið "ákveðið" strax haustið 2008 þá er það stór misskilningur hjá þér. Þetta var "ákveðið" eftir að Icesave málið var komið upp og undir miklum þrýstingu frá Bretum og Hollendingum, sem leitaði í mjög óréttmætan farveg, meðal annars þessi Landsbankabréf.
Það er barnaskapur að halda að þetta hafi ekkert með Icesave að gera. Landsbankabréfin voru einfaldlega plan B ef ekki fengist bein ríkisábyrgð.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2014 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.