Villandi fyrirsögn
30.9.2014 | 09:39
Af fyrirsögn meðfylgjandi fréttar mætti ráða að staða einstæðra foreldra hafi stórbatnað frá fyrra ári eða um tæp 36%. Þetta er í sjálfu sér ekki rangt, en að notuð sé prósenta í stað rauntölu sýnir vel hversu villandi tölfræði getur verið ef ekki er tekið neitt mið af undirliggjandi forsendum. Hér eru nefninlega staðreyndir málsins.
Einstæðir foreldrar, eigið fé, meðaltal 2012: 1,12 m. kr.
Einstæðir foreldrar, eigið fé, meðaltal 2013: 1,51 m. kr.
Aukning á eigin fé þessara einstæðu foreldra milli ára, nemur því aðeins tæpum 400.000 krónum. Þó að 36% láti vel í eyrum, þá er þetta samt ekkert svo rosalegt.
Fjárhagsstaða einstæðra batnar mjög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.10.2014 kl. 21:24 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir Mummi.
Gagnrýnislaus framsetning fjölmiðla á áróðri stjórnvalda,
eins og í þessu máli, segir allt sem segja þarf um íslenska, fjölmiðla, því þeir, sem þar vinna, vinna ekki vinnuna sína.
Eða gera þeir það?
Þeir eiga allavega ekki traust okkar skilið, miðað við þessa umfjöllun.
Ólafur Jónsson (IP-tala skráð) 30.9.2014 kl. 15:54
Ég held að þú sért að misskilja tölurnar. Þetta eru eigið fé alls og er í milljónum króna.
Marinó G. Njálsson, 30.9.2014 kl. 16:09
Frá 17,5 upp í 23,8 milljarða ?
Ég myndi alveg vilja óska þess að það væri satt.
Aðalvandamálið væri þá að koma þessu fyrir einhversstaðar.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.10.2014 kl. 02:17
Hvur fjárinn, ég sé að ég hef sjálfur misskilið tölurnar.
Það er þá rétt að leiðrétta þær sem hefur verið gert hér að ofan.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2014 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.