Innbrot eru ólögleg
13.9.2014 | 11:52
Lögreglunni er ekki heimilt að fremja innbrot vegna rannsóknar sakamála, heldur þarf hún fyrst að afla sér húsleitarheimildar áður en hún má gera slíkar rannsóknir á híbýlum fólks.
Sömu lögmál hljóta að eiga við um tölvur, sem eru inni á híbýlum fólks eða persónulegar tölvur sem fólk gengur með á sér. Lögreglunni getur ekki heldur verið heimilt að brjótast þar inn, án þess að afla sér fyrst leitarheimildar hjá dómara.
Annars ætti lögreglan á Íslandi að byrja á því að koma sínum eigin málum í lag, þar á meðal tölvuöryggi og ekki síður almennri löghlýðni, í stað daðurs við "cyberwarfare" aðferðir, þar sem líklegasta útkoman er að löggan lendi sjálf í slíkum gildrum.
http://en.wikipedia.org/wiki/Honeypot(computing)#Malware_Honeypots
Útiloka ekki notkun spilliforrita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Fasismi, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Alltaf komum við að sama vandamálinu,almennri löghlýðni. Að mínum dómi þarf ekki að vofa yfir mönnum hegning önnur en skömmin yfir að hafa gerst brotlegir og lofa bót og betrun. Eru þetta bjartsýnis hugarórar,? þá það.
Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2014 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.