Hvatning til að sækja um Leiðréttinguna
31.8.2014 | 16:50
Samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu ætlar ráðherra að leggja til að frestun á nauðungarsölum muni verða framlengd til 1. mars 2015. Þessi skjótu viðbrögð við áskorun Hagsmunasamtaka heimilanna frá 21. ágúst síðastliðnum eru að sjálfsögðu jákvæð.
Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að frestun sé háð því að gerðarþoli hafi sótt um Leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána samkvæmt ákvæðum laga þar að lútandi. Samkvæmt upplýsingum frá leiðréttingardeild Ríkisskattstjóra, munu nokkrar vikur líða frá 1. september þar til niðurstöður útreikninga á leiðréttingum liggja fyrir, og eftir það munu umsækjendur hafa þrjá mánuði til að taka afstöðu til þeirra.
Þannig virðist vera óhætt að sækja um leiðréttingu, þó svo að beðið sé dóms um ólögmæti lánasamninga, þar sem það útilokar ekki að hægt sé að falla frá umsókn um leiðréttingu á síðari stigum án þess að af því verði sérstakar afleiðingar. Það er því við hæfi að hvetja alla sem gætu mögulega átt rétt á leiðréttingu að sækja um hana. Ekki síst ef viðkomandi telur hættu á að nauðungarsala eða aðför sé yfirvofandi.
Búist er við að frestur til að samþykkja eða afþakka Leiðréttinguna muni verða öðru hvoru megin við næstu áramót, en boðuð frestun á nauðungarsölum muni ná til 1. mars á næsta ári. Það er því rúmlega sá tími sem þarf að líða áður en taka þarf afstöðu til niðurstöðu Leiðréttingar. Áður en að því kemur má búast við línur verði farnar að skýrast í dómsmálum þannig að neytendur geti tekið upplýstari ákvarðanir um hagsmuni sína, heldur en þeim hefur hingað til gefist kostur á.
Boðuð frestun nauðungarsalna er því tvímælalaust skref í rétta átt.
Vill fresta uppboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Verðtrygging, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:54 | Facebook
Athugasemdir
Ertu blindur, Guðmundur ?...Auðvitað, fyrst og fremst er þetta redding pólitísks lífs sem fer fram þarna, en hinsvegar...skárra væri það nú að heimilum sé bjargað þó tímabundið sé úr gæpaaðgerðum og gjörningshöndum.
Því miður, fyrir Hönnu Birnu hrokagikk, þá er þetta ekki nóg til kallast pólitísk lífsbjörg,en sem betur fer fyrir þjóðina á Djöflaeyjunni, þá bjargar þetta einhverjum heimilium tímabundið þá vetur fer í hönd. -
En flokkur Hönnu ásamt restinni af mergsjúgandi bændaflokknum fer hratt til andsk....og er það vel. - Fall þessara glæpamanna verður hátt og með þægilegum hvell.
Már Elíson, 31.8.2014 kl. 17:59
Már, ég er alls ekki blindur.
Sjá tilkynningu á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna:
"Hagsmunasamtök heimilanna skoruðu fyrir rúmri viku síðan á innanríkisráðherra að framlengja frestunina, og ítrekuðu svo þá áskorun með auglýsingum í fjölmiðlum nú um helgina."
Heldurðu að þessar tímasetningar séu einhverjar tilviljanir?
Sjáum til hversu langvinn sú lífsbjörg verður.
Áskorunin hefði komið fram hvort sem er.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2014 kl. 18:28
Þetta er skref í rétta átt Guðmundur. Hafðu þakkir fyrir allt þitt starf
í þágu heimilanna og ótrúlegt að það skuli finnast hér fólk
sem tilbúið er að leggja stein í götuna fyrir almenning í landinu.
Því betra sem heimilin hafa það, því betir hagvöxtur.
Það þarf ekkert háskóla menntaðan mann til að skilja það.
Eða hvað...?????
M.b.kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 31.8.2014 kl. 20:22
Trú varla að hagsmunasamtök heimilanna fari að skrifa uppá þessa meintu "niðurfærslu" lána.
Mér birtust kosningalygar stjórnar flokkana vel þegar ég reiknaði niðurfærslu á íbúðarláni sem ég er með, en útreikningurinn sýnir að af 11,5 miljón kr láni sem ég er með get ég lækkað það um 1,2 miljónir.
Lækkunin skiptist þannig: frá ríkinu fæ ég 450 þús og svo borga ég sjálfur 750 þús, en ef að tekið er inn í reikninginn lækkun á vaxtabótum sem núverandi stjórnvöldum er meinilla við, en vaxtabætur lækkuðu hjá mér um 15 þús á milli ára, þá má segja að ég borgi 765 þús og frá ríkinu fæ ég 435 þús.
Þetta er mjög athyglisvert í ljósi þess að stjórnarflokkarnir lofuðu 20% lækkun, og ekki gleyma því, að það voru vondu vogunarsjóðirnir sem áttu að borga þetta en nú er komið í ljós að ríkið ætlar að taka lán fyrir þessu, lygar og aftur lygar.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 1.9.2014 kl. 12:20
Skref í rétta átt. Tilkynningin kemur hins vegar alltof seint enda ólíklegt að almenningur fylgist með tilkynningum á vef innanríkisráðuneytisins á virkum dögum, hvað þá um helgar og því hugsanlegt að einhverjir sem höfðu ákveðið að sækja ekki um leiðréttingu hefðu endurskoðað hug sinn ef þessi fyrirætlan ráðherra hefði verið lýðnum ljós fyrr.
Erlingur Alfreð Jónsson, 1.9.2014 kl. 12:22
Helgi. Samtökin hafa alls ekki "skrifað upp á" þessa aðgerð, heldur þvert á móti gagnrýnt það hvernig hún er útfærð og ekki síst þær takmarkanir sem á henni eru. Taktu eftir því að samtökin hafa aldrei skilað umsögn um frumvarpið til laga um leiðréttingu og ekki heldur ráðstöfun séreignarsparnaðar í tengslum við það. Ástæðan er einfaldlega sú að það þótti betra að þegja bara ("no comment") heldur en að fara að gagnrýna skuldaleiðréttingar. Það bar strax á því viðhorfi á fundum með sérfræðingunum sem útfærðu þetta, að ef samtökin myndu leggjast hart gegn þessu þá væri hætta á því að litið yrði svo á að þau væru á móti skuldaleiðréttingum, sem þau eru auðvitað ekki.
Samtökin vita sannleikann um að bankarnir fengu lánasöfnin á hálfvirði, og samtökin vita vel að neytendur eiga rétt á miklu meiri niðurfærslu samkvæmt gildandi rétti um neytendalán. Þann rétt róa samtökin að því öllum árum að fá viðurkenndan fyrir dómstólum, svo á honum verði byggt opinberlega.
Ástæðan fyrir því að ég hvet hinsvegar fólk til að sækja um Leiðréttinguna núna, er eingöngu til að geta nýtt sér boðaða frestun á nauðungarsölum eins og hún er kynnt af innanríkisráðuneytinu. Svo er ekkert því til fyrirstöðu að afþakka Leiðréttinguna þegar hún kemur, ef maður vill ekki þiggja hana.
Erlingur, hárrétt að þetta hefði mátt vera kynnt miklu betur og miklu fyrr. Best hefði auðvitað verið að sleppa því alfarið að skilyrða þetta við umsækjendur um leiðréttingu. Gleymum ekki að enn á eftir að leggja frumvarpið fyrir Alþingi, og þá gefst tækifæri til að koma að umsögn þar sem þetta yrði gagnrýnt og gerðar tillögur um að því verði breytt. Sjáum til þegar þing kemur saman.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2014 kl. 14:28
Sýslumannaembætta-hamfarirnar eru byrjaðar á ræningjahamförunum aftur!
Og með ófyrirsjáanlegum, ómælanlegum og óbætanlegum skaða, fyrir fjölda varnarlausra einstaklinga og heimila!
Þing hefur verið kallað saman af minna tilefni !!!
Almannavarnardeild og lögregluyfirvöld ættu frekar að bjarga því sem mögulegt er að bjarga, frekar en að glápa á eldgos inni á hálendi, þar sem einungis finnast mannlausir fjallaskálar ferðamanna!
Er ekki til nokkur einasti snefill af siðmenntaðri hugsun hjá opinbera embættisvaldakerfinu á Íslandi?
Það er ekki til neins að samþykkja frestun á nauðungasölu heimilanna, ef ekki er farið eftir þeirri samþykkt. Er það fjármálaráðherra siðblindu launaskriðs-forstjóranna sem stendur í vegi fyrir því, að frestunin taki gildi strax?
Eða hvað er í gangi?
Það skal verða minnt vel og lengi á það, ef á bara að hundsa þessa ríkisstjórnarsammþykktu frestun!!! Og það verða hárbeittar og vel valdar áminningar langt fram í tímann.
Það virðist hafa gleymst að lánin sem verið er að eltast við, eru ólöglega útfærð okurvaxtalán, sem ekki standast laga og mannréttindakröfur sæmilega siðmenntaðra réttarríkja. Mannréttindi siðmenntaðra ríkja banna að heimili séu hirt af fólki, fjölskyldum sundrað, og fólki hent út á vetrargaddinn með ólöglegu okurlánaskuldina á bakinu.
Er ætlast til að fólk búi, og lifi veturinn af í tjöldum, hér á Íslandi ??? Eða er alls ekki ætlast til að fólk lifi veturinn af ???
Eru valdaembættismenn Íslands og víðar, endanlega og algjörlega gengnir af göflunum, og búnir að missa allt sið-mennskt vit?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.9.2014 kl. 23:58
Nei. Það líð ég ekki.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.9.2014 kl. 00:12
Verðtrygging/verðbætur á höfuðstól og afborganir lána, með vísitölutengdri ofurlaunaskriðs-forstjóralaunahækkunum? Og okurvexti í viðbót við þann baneitraða verðtryggingar-bankakokteil?
Óverðtryggð lágmarkslaun lántakenda, og reglulegar óviðráðanlegar hækkanir á nauðsynlegum vörum, þjónustu og lána-afborgunum?
Og þar að auki sumir með mínuslágmarkslaun, sem eru undir lágmarksframfærslu-viðmiðum. Lágmarksframfærslu-viðmiðum sem voru samþykkt á síðasta kjörtímabili? Lágmarks-framfærsluviðmið, sem voru virkjuð fyrir lögfræðirukkara "Umboðsmanns" Skuldara á síðasta kjörtímabili, en ekki virkjað fyrir launþega?
Lágmarks-framfærsluviðmið launa?
Það miðast væntanlega við lágmarksupphæð launa eftir skatta, til að geta framfleytt sér og sínum á sómasamlegan hátt. Að sjálfsögðu þar með talið, haft skjól fyrir vatni, snjó og vindum, sem er ekki ódýrt á Íslandi en þó alveg lífsnauðsynlegt.
Hvað segja sið-menntuðu stærðfræði-sérfræðingarnir úr heimsins "fínu" háskólum um þetta dæmi? Geta þeir látið þetta reiknisdæmi ganga upp, á ásættanlegan, siðmenntaðan og mannúðlegan hátt?
Lög og réttur! Hvað er það? Og síðast en ekki síst: fyrir hverja?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.9.2014 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.