Ekkert hlaup?
24.8.2014 | 11:22
Í almannavarnamistöðinni í Skógarhlíð borða menn hraun og drekka gos, enda tíðindalaust af gosstöðvum þó svo að jörðin skjálfi og hristist. Ætli það hafi enginn stolist til að narta í hlaup á vaktinni í gær? Það er kannski ekki samrýmanlegt neinni hjátrú, því auðvitað vona allir að ef það gjósi þá komi ekki svo stórt hlaup að það valdi tjóni í byggð.
Borða Hraun og drekka gos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Virknin er núna mestöll nálægt þessum punkti:
https://goo.gl/maps/jV42W
Rétt undan sporði Dyngjujökuls, sem eru góðar fréttir, í bili.
Jarðskjálftavirkni hefur hinsvegar verið að grynnka á þessum stað frá því sem var í dag þegar dýpra var á henni. Það sem virðist vera að gerast þarna er að jörðin er að rifna í sundur eins og rennilás, og er með hreinum ólíkindum hversu nákvæmlega sú rifa fylgir legu þeirra flekaskila sem þarna liggja um landið og undir Vatnajökul. Haldi þessi sprunga áfram að gliðna til norðurs eru aðeins 20 km í sjálfa Öskju, en vonandi fer hún ekki að bæra á sér líka.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2014 kl. 02:21
http://www.ruv.is/frett/berggangurinn-kominn-i-sprungusveim-oskju
Hmmm...
Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2014 kl. 09:27
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/25/skjalfti_upp_a_5_1_i_bardarbungu/
http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/vatnajokull/
25.08.2014
https://goo.gl/maps/uC3Qv
Fim komma einn er gríðarmikil hreyfing á aðeins tveggja km dýpi.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2014 kl. 18:15
Þessi stóri hnykkur kom í nótt.
27.08.2014
https://goo.gl/maps/HSrna
Samkvæmt jarðskjálftakortinu virðist berggangurinn nú hafa náð alla leið í Öskju. Spurning hvort hún fer að bæra á sér?
Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2014 kl. 11:40
Hérna gaus í nótt í smástund, en bara pínkulítið:
https://goo.gl/maps/4zYXB
Gosið var svo fjölmiðlavænt að það kom upp aðeins steinsnar frá flugvelli Ómars Ragnarssonar. :) Allt er enn á fleygiferð og gæti vel gosið meira.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2014 kl. 15:04
Á sama sprakk stórt eldfjall hinumegin á jörðinni:
http://www.visir.is/stort-eldgos-hafid-a-papua-nyju-gineu/article/2014140828855
Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2014 kl. 15:09
Á sama tíma auðvitað ;)
Mesta virknin í dag hefur verið undir og við sporð Dyngjujökuls, og teygt sig út á Holuhraunið í Norður þar sem gaus smáspýju upp úr sprungunni á aðfararnótt föstudagsins. Ekkert lát er á kvikuinnskotinu og skjálftavirkni við jökusporðinn nær upp á kílómetersdýpi í jarðskorpunni.
Það sem er þó athyglisverðast á jarðskjálftakortinu eru sterkustu skjálftar dagsins, tveir yfir fimm að stærð og báðir í jaðri Bárðarbungu öskjunnar sjálfrar sem kvikuinnskotið kemur frá, auk fjögurra skjálfta á svipuðum slóðum yfir fjórir að stærð. Þetta hafa jarðvísindamenn túlkað sem merki um að hrauntappinn í öskjunni sé að síga, og við það verður núningur utan í jaðra öskjunnar þar sem bergið hrekkur svo til með þessum miklu brestum.
Það sem liggur þó ekki fyrir er, hvað gerist ef þessi mikla sigdæld sem myndast í öskjunni við það að miðja hennar sígur, leiðir til þess að jörðin rifnar meðfram jöðrum hennar. Gæti slík atburðarás leitt til þess að kvika fyndi sér leið til yfirborðs í öskjunni sjálfri? Vonandi ekki því það væri mun hættulegra.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.8.2014 kl. 18:19
Loksins kemur skynsamleg sviðsmyndagreining frá Almannavörum: http://www.visir.is/hraunid-nu-rumir-sex-ferkilometrar/article/2014140909728
Guðmundur Ásgeirsson, 2.9.2014 kl. 21:57
Almannavörnum hefði það átt að vera.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.9.2014 kl. 21:57
http://www.visir.is/atburdarrasin-i-bardarbungu-fra-a-til-o/article/2014140909826
Talið er að þessir skjálftar stafi af sigi í öskjunni vegna lækkandi þrýstings undir henni þegar efni úr uppstreymisrásinni fær útrás til hliðar. Innan hringsins sjást hins vegar mjög fáir skjálftar. Ætla mætti að sig á berglokinu á yfirborði öskjunnar myndi einnig búa til talsvert af jarðskjálftum innan bergloksins sjálfs. Þessi vöntun á jarðskjálftum innan hringlaga öskjubrotanna bendir til að efnið þar sé mjög heitt, bráðið eða nærri bræðslumörkum steinda bergsins. Því verður að telja talsverðar líkur á að mjög stórt og grunnstætt kvikuhólf sé undir öskjunni í Bárðarbungu. Gos beint upp úr slíku kvikuhólfi, þar sem súr kvika hefur safnast lengi fyrir, gæti orðið mjög stórt og framleitt mikið af ösku og vikri líkt og t.d. Askja gerði árið 1875.
Þetta er það eina sem ég óttast vegna þessara jarhræðinga.
Á meðan einblínir stjórnstöð Almannavarna á Holuhraun.
Hvað gerist ef bergtappinn í Bárðarbungu brotnar?
Þá erum við að horfa fram á hamfarir !
Guðmundur Ásgeirsson, 3.9.2014 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.