Eldgosaspá bofsins
18.8.2014 | 22:50
Gos mun koma upp ca. 15 km SA við Kistufell nálægt jaðri Vatnajökuls innan 48 klst. Annaðhvort rétt eða rangt, um það er engin leið að segja núna.
Þetta er bara til gamans og forvitni.
Góðar stundir.
Nærri 200 manns á skjálftasvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:57 | Facebook
Athugasemdir
Ef þetta verður stórt gos þá getur þá kemur það upp í kringum mánaðarmótin ágúst/september +-3 dagar nema skjálftavirknin lognist útaf. Það voru búnir að vera skjálftar í tvær til þrjár vikur áður en Laki gaus 1783.
Eggert Sigurbergsson, 19.8.2014 kl. 14:12
Hér er horft yfir svæðið í norðurátt:
https://goo.gl/maps/nDcXd
Punkturinn sem ég spái uppkomustað er merktur inn á kortið.
Aðeins 50km frá Hálslóni sem er við hægri jaðar myndarinnar.
(Allavega kemur það þannig út á mínum skjá.)
Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2014 kl. 20:09
Núna í morgun hefur virknin skyndilega aukist og um leið færst nokkrum kílómetrum norðar en þar sem hún var mest þegar ofangreindur punktur var merktur sem hugsanlegur uppkomustaður.
Órói á þeim stað er núna orðinn svo stöðugur að jarðvísindamenn segjast ekki lengur geta greint í sundur einstaka skjálfta heldur kemur þetta fram sem stöðugur "hávaði" á mælunum. Þeir hafa þó ekki enn gefið út neinar yfirlýsingar um að þetta sé gosórói heldur er kvikan enn neðanjarðar.
Það sem er merkilegt við þessa kvikuhreyfingu, fyrst í norð-austur um 25km og svo nú í hánorður um 5km, er að hún leitar raunverulega í átt að jökulsporðinum og mögulega undan jöklinum eða næstum því. Ef kvika leitar til yfirborðs á þeim stað eru það á vissan hátt betri fréttir heldur en ef hún kæmi upp langt innundir jökli, því þá er minna til að bræða og flóð úr jöklinum yrði því ekki eins stórt og annars gæti orðið.
Aftur á móti má líka benda á að jöklinn verður mun þynnri eftir því sem nær dregur jaðrinum, og því er fargið sem hann leggur ofan á jarðlögin undir sér ekki eins mikið. Það gæti því hugsanlega verið að á þeim stað sé minni fyrirstaða og því meiri líkur en áður á að kvika geti fundið sér leið til yfirborðs og gjósi. Þetta er þó eintómar getgátur, hrinan gæti allt eins átt eftir að hjaðna og lognast út af án þess að neitt gerist á yfirborðinu.
Ég ætla samt í ljósi þessara atburða að uppfæra spánna, og í stað 15 km SA við Kistufell spái ég því núna að ef gos hefst á næsta sólarhring verði það frekar 15 km í háaustur frá Kistufelli eða nálægt því. Þetta er án allrar ábyrgðarþví eins og sást í Eyjafjallafjökli getur kvika á uppleið skotið sér til hliðar og komið út á allt öðrum stað á yfirborðinu en búist er við.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2014 kl. 13:07
Þó ég hafi ekki vitað það nákvæmlega þá virðist gosið hafa verið um það bil að hefjast þegar síðasta athugasemd var skrifuð.
Samkvæmt upplýsingum frá Ómari Ragnarssyni sem er á flugi yfir Dyngjujökli, er hlaupvatn nú þegar byrjað að brjótast fram vestast undan honum.
Það er reyndar athyglisvert í sjálfu sér, því þá þarf að fylgjast vel með hvort hlaupvatn lendi hugsanlega á vatnasviði Skjálfandafljóts, eða hvort það fer niður í Jökuslá á fjöllum.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2014 kl. 15:17
https://goo.gl/maps/3tFVN
Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2014 kl. 15:48
Samkvæmt nýjum upplýsingum virðist ekkert hlaupvatn komið fram, heldur hafi aðeins verið um að ræða venjulegt leysingavatn. Jarðvísindamenn eru samt vissir um að komið hafi að minnsta kosti lítil hraunspýja upp undir jökulísinn í dag, en óljóst hvort sú virkni hafi verið skammvinn eða haldi áfram.
Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála næstu klukkustundir og sólarhringa, en mikil hreyfing er greinilega á stóru svæði þar sem er líka umtalsvert magn af kviku fyrir hendi, og því ljóst að allt getur gerst.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2014 kl. 17:47
Rétt eftir miðnætti varð skálfti að stærð 5,3 á svæðinu.
Það sem er merkilegt við þann skjálfta er að hann varð ekki í bergganginum sem opnast hefur til norðausturs undir sporð Dyngjujökuls, heldur í sjálfri Bárðarbungu og innan sjálfra meginöskjunnar sem er risastór.
Þessa virkni í öskjunni hafa jarðvísindamenn hingað til túlkað þannig að askjan sé að síga vegna lækkandi þrýstings undir henni við kvikuinnskotið til norðausturs. Hvort þessa auknu hræringu má túlka sem forboða um einhverja virkni í meginöskjunni skal ósagt látið. Vonandi ekki því ef það gerist yrði umfang atburðana líklega af stærra sniðinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2014 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.