Ísland er ekki Argentína...
31.7.2014 | 16:27
...en hefði nánast örugglega lent í sömu stöðu ef samningar um ríkisábyrgð vegna Icesave við Breta og Hollendinga hefðu verið samþykktir eins og þeir lágu fyrir.
Reyndar er mjög merkilegt að fylgjast með þessari atburðarás, ekki síst fyrir þá örfáu sem höfðu raunverulega fyrir því að lesa Icesave samningana. Það sem nú er að eiga sér stað í Argentínu er nánast eins og sviðsetning á sama leikriti og þar var lagt handrit að.
Sem betur fer varð aldrei af frumsýningunni, en aftur á móti standa Íslandingar ennþá frammi fyrir hættunni á endursýningum eða jafnvel að léleg B-útgáfa gerð eftir handritinu birtist á markaðnum í óþökk neytenda. Hér er að sjálfsögðu vísað til hinna svokölluðu Landsbankabréfa (bæði A- og B) sem var "laumað inn um baðherbergisgluggann" líkt og fráfarandi lögreglustjóri vitnaði svo skemmtilega til út af algjörlega ótengdu máli.
Framundan eru hugsanlega einhver verkefni sem varða íslensk stjórnvöld í tengslum við slökun á fjármagnshöftum, sem er afar mikilvægt að verði gert afskaplega varlega. Seðlabankastjóri hefur til að mynda í ræðum sínum undanfarið ár eða lengur lagt mikla áherslu á að hvernig svo sem slíkum aðgerðum muni fram vinda, þá megi þær ekki undir neinum kringumstæðum fela í sér að einkaskuldum verði breytt í ríkisskuldir.
Fordæmin frá Argentínu ættu að vera Íslendingum víti til varnaðar, og jafnframt að renna stoðum undir ráðleggingar á borð við þær sem hér er vísað til.
Þess vegna er, með fullri virðingu, sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ráða Lee Buchheit sem gerði Icesave-III samninginn, þann sem var dæmdur ólöglegur af þar til bærum alþjóðadómstól, sem sérstakan ráðgjafa um afnám gjaldeyrishafta, í besta falli skringileg. Ekki síst í ljósi þess að það eru engin gjaldeyrishöft á Íslandi, heldur fjármagnshöft.
Argentína í greiðsluþrot að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: IceSave | Breytt 1.8.2014 kl. 01:26 | Facebook
Athugasemdir
Sammála hverju orði og ekki síst þessu með Lee Buchheit...............
Jóhann Elíasson, 31.7.2014 kl. 17:21
Ég held að Lee Bucheit hafi bara gert það sem hann var beðinn um og að hann hafi gert það vel. Ef ég man rétt þá kom það fram í viðtalinu sem Þóra Arnórsdóttir tók við hann eftir að Icesave samningurinn hans lág fyrir, að honum hafði verið upp á lagt af þeim sem réðu hann að semja um málið án þess að fara fyrir dóm. Það takmarkar verulega svigrúm til athafna fyrir góðan lögfræðing.
Það kom held ég líka fram í því viðtali að hann hefði talið eðlilegast að málið hefði farið upphaflega fyrir dóm til þess að fá skorið úr um greiðsluskyldu og eftir það hefði mátt fara í samningaviðræður um hvernig ætti að greiða tilbaka ef það hefði orðið niðurstaðan að íslenska ríkinu bæri að tryggja greiðslur.
Þetta endurspeglar auðvitað bara það sem við núna vitum, að velferðarstjórninni var hótað af ESB yfirvaldinu að ekki yrði tekið við ESB umsókninni nema að samið yrði um Icesave.
Benedikt Helgason, 31.7.2014 kl. 17:53
Ég tek undir það. Það er eitthvað miður gott að gerast þarna í ráðuneytunum. Látum það ekki afskiptalaust.
Helga Kristjánsdóttir, 31.7.2014 kl. 17:54
Færsla mín var ætluð Jóhanni,en í uppryfjun Icesave kúgunarinnar, læt ég nægja að segja,sannur Íslendingur,sem kosinn er til að vinna Íslandi allt, hefði aldrei gefið eftir og lagt þessar þungu byrðar á landa sína,til að gangast yfirþjóðlegu valdi á hönd.Það eru hrein svik,menn kalla það einnig landráð.
Helga Kristjánsdóttir, 31.7.2014 kl. 18:03
Ég er sammála Benedikt hér að ofan hvað varðar Bucheit. Við megum ekki gleyma því að hann mælti aldrei með því að við ábyrgðumst Icesave, þótt hann hefði hugsanlega verið ráðinn til þess arna af þáverandi stjórnvöldum.
Hvað annað er annars talinn ókostur við aðstoð Bucheits?
Kolbrún Hilmars, 31.7.2014 kl. 18:21
Icesaveskuldin, þ.e. skuldin sem ísland og íslendingar, bændur sjómenn OG hjúkrunarkonur, borgar alltaf uppí topp plús álag, - er auðvitað ekkert lík Argentínudæminu.
Nema hugsnlega að því leiti að bullustampar sem halda að Ísland eða íslendingar ,,hafi sloppið við skuldina" með fíflagangi öfga-hægrimanna og almennra þjóðrembinga auk forsetagarms sem dröslaðist með orðspor í ræsinu eftir útrásarorgíuna, - að álíka bullustampar eru mjög ríkjandi í Argentínu.
Popúlistaflokkar, álíka og framsóknarmannaflokkurinn, hafa tröllriðið Argentínu áratugum saman með afleiðingum sem nú eru vel ljósar.
Til þess eru vítin að varast þau.
Argentína er víti til að varast varðandi popúlístaflokka og afleiðingar þeirra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.7.2014 kl. 19:10
Já, það er rétt Ómar að verlferðarstjórnin gekk mjög langt í því að reyna að valda þjóðinni eins miklu tjóni og mögulegt var með "endurreisn" Landsbankans, sem átti að tryggja að þrátt fyrir andstöðu þjóðarinnar og sigur í dómsmálinu, þá yrðu Icesave kröfurnar samt sem áður að vandamáli íslenska ríkisins.
Í því samhengi þá er auðvitað dálítið sérstakt að núna er verið að lögsækja fyrrum bankamenn fyrir að valda þeim bönkum sem þeir störfuðu í á árum áður "fjártjónshættu". En af hverju ráðherrarnir sem stóðu að uppbyggingu nýja Landsbankans eru ekki lögsóttir fyrir að valda hreinlega tjóni með útgáfu að skuldbréfunum frægu, má furðu sæta. Kannski er það vegna þess að það má trúlega ennþá forða tjóninu með því að setja gamla bankann í þrot en ef það tekst ekki þá er að mínu mati algjör óþarfi að vera doka mikið lengur við með að ná í þessa ráðherra og setja þá í grjótið.
Benedikt Helgason, 31.7.2014 kl. 20:25
Þetta er ósköp einfalt.
Landsbankabréfin eru gengistryggð.
Gengistryggð lán eru ólögleg eins og allir vita.
Þar af leiðandi eru Landsbankabréfin riftanleg.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2014 kl. 22:21
100% Guðmundur Ásgeirsson samála. Þeir sem enn reina að réttllæta Icesave sé okkar að borga eru ekkert annað en ó tíndir landráðamenn!
Sigurður Haraldsson, 1.8.2014 kl. 03:04
,,Við" erum alltaf að borga þessa icesaveskuld. M.a. borgum við þá skuld auk allra annarra skulda sem sjallar stofnuðu til með ,,fjármálasnilli" sinni.
Ísland hefur marglýst yfir, m.a. forseti svokallaður, að Ísland munu borga skuldina uppí topp.
Jafnframt var ljóst fyrir mörgum mörgum árum að þrotabú bankans greiddi þessa skuld.
Það að semja um málið var fyrst og fremst til að lágmarka skaðann sem málið olli landinu.
Að semja var stimpill um að landið hefði ákveðin prinsipp í heiðri ss. jafnræðisreglu og hegðaði sér sem almennt vestrænt og ábyrgt ríki.
Sumir vildu að Ísland hegðaði sér eins og barbaristaríki og segði nei við samningum og sátt og haldið skildi sem fastast á þýfinu - sem alltaf var þó ljóst að yrði að skila með tíð og tíma með uppgjöri þrótabúss.
Því miður létu nógu margir kjósendur glepjast af tali ofsamanna og almennra þjóðrembinga ásamt popúlistískum allsherjarsnillingum.
En ljost er að ofannefndir aðilar hafa skapað landi og lýð mikinn aukakostnað og skaða sem eigi hefði orðið ef samið hefði verið sem og skynsamlegast var.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2014 kl. 03:14
Íslendingar sem telja sig vita svo mikið sem núll shits um argentínsk efnahagsmál, eru EKKI teljandi á fingri annnarar handar.Þeir teljast einfaldlega ekki til og ættu því ekki að líkja efnahagsástandi þessara tveggja ríkja saman.Það er akkkúrat ekkert sameiginlegt með þessum tveimur hagkerfum og hana nú!
Góðar stundir og kveðjur að sunnan(Argentínu)
Halldór Egill Guðnason, 1.8.2014 kl. 04:10
Algjörlega sammála Halldór, þetta er tvennt ólíkt.
Það er þó eitt sem er sameiginlegt, mér skilst að í Argentínu hafi einhvertíma verið gerðar tilraunir með verðtryggð húsnæðislán, en að það hafi leitt til svo mikillar óðaverðbólgu að um það hafi verið skrifaðar bækur.
P.S. Varðandi ummæli hér að ofan um kostnað vegna Icesave þá spöruðust a.m.k. 80 milljarðar í vaxtakostnað í erlendri mynt við að hafna samningum um ríkisábyrgð sem annars hefðu lent á ríkissjóði og verið óafturkræfir. Þetta er einfaldlega hægt að reikna út, miðað við rauntölur.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.8.2014 kl. 17:33
Samkvæmt því sem hér kemur fram eru engin virk gjaldeyrishöft á Íslandi, allavega ekki fyrir þá sem eru með internettengingu:
http://www.vb.is/frettir/108165/
Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2014 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.