Vælubílinn á Kirkjusand

Það er komið upp neyðarástand í Íslandsbanka, en starfsmenn jafnt sem stjórnendur þar á bæ eru núna hágrenjandi yfir vondu köllunum á Mogganum sem voguðu sér að skrifa eitthvað um það hvernig bankinn hagar sér.

Í yfirlýsingu segir að: "Bankinn vísar því á bug að hann hafi vísvitandi reynt að fara á svig við lög um fjármálafyrirtæki og samkeppnisreglur."

Það var þá væntanlega bara óvart???

Svona eins og, "úps ég veitti óvart tugþúsundir ólöglegra lána", "úps, manstu lánin sem voru ólögleg, þau eru bara samt lögleg og þú skalt borga af því að ég segi það", "úps ég gleymdi að segja þér hvað verðtryggingin í láninu til þín þýðir og hvað hún kostar", eða "úps ég lokaði óvart bundnum sparireikningi dóttur þinnar og tæmdi hann, fyrir algjöra tilviljun sama dag og verið var að gera árshlutauppgjör á meðan bankinn var á leiðinni lóðbeint á hausinn", eða "úps ég tók við peningum frá þér til að senda sem greiðslu fyrir vöru sem þú varst að kaupa frá útlöndum en hirti óvart peningana sjálfur", eða "úps kaupmaðurinn sem á mig breytir óvart smásöluverði og falsar vísitöluhækkun svo ég græði meira á verðtryggðu lánunum", eða "úps, við gerðum fjölskylduna þína heimilislausa".

Já það er sko komið upp alvarlegt neyðarástand á Kirkjusandi og það þarf að senda vælubílinn á staðinn með fjöldahjálparteymi til að hugga þá særðu og sérstakan flutningabíl fullan af handklæðum til að þurrka af þeim tárin.


mbl.is Vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Enda var Birna ráðin, þar sem hún bara hlýðir og gerir eins og henni er sagt.

Hörður Einarsson, 29.5.2014 kl. 17:14

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ertu þá að meina að Friðrik Sófusson stjórni í raun Íslandsbanka?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 17:18

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það væri fremur gott að koma í veg fyrir að Sjálfstæðismenn hættu að gefa glæpamönnum Bankana- gæfu þeim fremur færi á að brjótast þar inn- þá gætu þeir verið sáttir við sjálfa sig.

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.5.2014 kl. 18:46

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Það voru Steigrímur og Jóhanna sem gáfu.

Hörður Einarsson, 29.5.2014 kl. 21:39

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eitt sem mig langar að bæta við:  Hæstiréttur dæmdi að fullnaðarkvittun héldi gildi sínu.  Samt ætla bankarnir að standa við endurútreikning "löglegra" gengistryggðra lána, en þegar endurútreikningurinn var framkvæmdur ákváðu bankarnir að leggja SÍ vexti aftur í tímann.  Þeir vilja greinilega fá dóm um að fullnaðarkvittun gildi líka í þessu tilfelli.  Dómur Hæstaréttar í máli 600/2011 fjallaði um fullnaðarkvittun í víðu samhengi.  Ekki bara vegna þess að lánið var "ólöglegt" gengistryggt lán.

Marinó G. Njálsson, 29.5.2014 kl. 21:53

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er bara eitt um bankann hans virkjana-Friðriks Sofussonar að segja. Þetta er glæpastofnun, sem þessa stundina er kölluð Íslandsbanki (enn ein Íslands-blekkingin). Það á greinilega að hirða séreignar-lífeyrissparnað almennings úr glæpa-lífeyrissjóðum, með aðstoð ríkis-skattaráns-stofnuninni.

Í Guðs bænum, ekki setja séreignarsparnaðinn í Íslandsbankann!

Það færi beint í virkjanaframkvæmdir, og annað álíka rán-dýrt ólöglegt eitur, og íbúðirnar yrðu svo boðnar upp 1.September. Síðan ætlar þessi Íslandsbanki að endurselja íbúðirnar til að steypa fleiri virkjanir!

Þeir sem ekki virða neytendarétt og lög, eru hvítflibbamafíu-glæpamenn. Þeir afhjúpa sig sjálfir með hegðun sinni og verkum.

Neytendastofa virðist svo því miður vera bitlaust apparat, í þessu rán-dýra möppudýrakerfi Íslands-mafíunnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.5.2014 kl. 10:51

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Marinó, hér er einmitt nýlegur dómur þar sem fjallað var um svipuð atriði og þessi sem þú nefnir: http://www.haestirettur.is/domar?nr=9522

Því miður var niðurstaðan ekki á þann veg að dómurinn hafi neitt fordæmisgildi en út úr honum má þó lesa mikilvæga vísbendingu. Það er að segja varðandi bráðabirgðaákvæði X í vaxtalögum sem bættist við með Árnapálslögunum, en þar segir í fyrsta málslið:

"Hafi húsnæðislán til neytanda verið greitt út í íslenskum krónum eða umbreyting úr erlendum myntum er hluti viðkomandi lánssamnings, en endurgreiðsla skuldarinnar miðast að einhverju leyti við gengi erlendra gjaldmiðla, fer um uppgjör vegna ofgreiðslu og framtíðarskilmála skuldbindingarinnar eftir því sem greinir í 18. gr. laganna."

Þetta virðist þýða að það eigi að endurútreikna öll húsnæðislán einstaklinga, burtséð frá því hvort þau teljist í erlendum gjaldmiðli, bara svo lengi sem þau hafa verið greidd út í krónum. Þetta er mjög mikilvægt og er í raun óskiljanlegt ef lögmenn byggja málatilbúnað fyrir hönd neytenda ekki á þessu ákvæði.

Í dómsmálinu sem vísað er til hér að ofan virðist ekki einu sinni hafa verið ágreiningur um þetta, heldur var aðallega verið að láta reyna á það hvort að við þann endurútreikning ætti fullnaðarkvittun að gilda þannig að ekki væri heimilt að krefja neytanda um greiðslu seðlabankavaxta fyrir liðna tíð í þeim tilvikum sem þeir eru hærri en þegar greiddir vextir samkvæmt kvittun. Ástæðan fyrir að þetta fékkst ekki viðurkennt virðist hafa verið formgalli en ekki efnislegs eðlis, og því er hugsanlega enn færi á að ná þessu fram.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.5.2014 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband