Hvað tekur við eftir 1. september?
17.5.2014 | 18:52
Rétt er að vekja athygli á þessu:
Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna fimmtudagskvöldið 15. maí 2014 skorar á Alþingi að grípa til ráðstafana áður en þing fer í sumarfrí og framlengja án tafar frestun á nauðungarsölum og framlengdum samþykkisfresti sem samþykkt var með bráðabirgðarákvæði við lög um nauðungarsölu (nr. 90/1991) þann 19. desember síðastliðinn. Mikilvægt er að fresturinn verði framlengdur, einkum þar sem enn er óljóst hvenær heimilin fái þær leiðréttingar sem þau vænta. Ef ekkert verður að gert er hætta á því að nauðungarsölur hefjist að nýju með fullum þunga þann 1. september áður en Alþingi kemur saman að nýju á haustþingi, sem líkur eru á að muni leiða til aukins húsnæðisvanda og félagslegar upplausnar.
Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvort að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra verði búin að veita sýslumönnum sínum fyrirskipanir um að virða neytendarétt við fullnustugerðir þegar frestun þeirra lýkur í september, eða hvort að hún ætlast til að þeir hefji að nýju ólögmæta eignaupptöku og geri enn fleiri fjölskyldur heimilislausar í þágu bankakerfisins.
8.694 fasteignir boðnar upp frá 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fasismi, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Guðmundur - æfinlega !
Líkast til - mun yfirstéttin reyna enn: að espa fólk upp til hreinna og klárra vopnaviðskipta gegn sér / haldi fram sem horfir.
Stjórnmála hyskið íslenzka - virðist EKKERT hafa lært af sögunni.
Tímabært - að fara að svara þessu liði á þann máta / sem dugir fornvinur góður.
Seint - mun barátta ykkar frammáfólks: í Hagsmunasamtökum heimilanna verða fullþökkuð - eins og þið hafið til unnið Guðmundur minn.
Sjáum - hverju fram vindur.
Með beztu kveðjum sem jafnan - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 21:46
Þessi frestur skiptir ósköp litlu málið því skuldaniðurfellingin er svo lítil að hún mun aldrei bjarga þeim sem eru verst settir og margir hinna verða komnir í sömu stöðu eftir tvö til þrjú ár.
Vandamálið er verðtryggingin og vaxtalögin.
Halldór Þormar Halldórsson, 18.5.2014 kl. 16:36
Talandi um vaxtalögin:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2001038.html#G13
13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar.
- Kannast einhver við að vera með slíkt ákvæði í sínum lánssamningi ?
Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2014 kl. 01:59
Enginn?
Really ???
Ég bjóst við að allir andstæðingar leiðréttingarinnar myndu tékka inn...
Guðmundur Ásgeirsson, 21.5.2014 kl. 01:23
Verri en enginn vegna væntingarbólu sem er nú þegar búin að myndast!
Sigurður Haraldsson, 26.5.2014 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.