Hér sést forsendurbresturinn
14.5.2014 | 18:36
Auglýst hefur verið eftir forsendubresti og er því rétt að benda á hvar hann má finna.
Helstu forsendurnar sem brostnar eru koma fram í greinargerð um skýrslu (þáverandi) fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna frá 2011:
http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/2011/06/01/nr/14330
"5. Viðskiptabankar munu veita einstaklingum meiri afslátt af lánum þeirra en samið var um við yfirfærsluna en aukin verðmæti fyrirtækjalána munu bera það uppi.
...Því hefur verið haldið fram að þar sem erlendir kröfuhafar séu eigendur tveggja banka muni þeir ganga hart að viðskiptamönnum sínum og helst setja þá í þrot. Staðreyndin er að gömlu bankarnir munu ætla að selja hluti sína í nýju bönkunum innan fárra ára. Þeim er því nauðsynlegt að byggja upp traustan banka með traustum viðskiptavinahópi. Það er eina leiðin til að tryggja og auka verðmæti þeirra hlutabréfa í nýju bönkunum sem þeir hyggjast selja. Að ganga of hart að viðskiptavinum og hrekja þá frá sér er ekki leiðin til að auka verðmæti eignarhlutarins."
Núna þremur árum síðar hefur (núverandi) fjármálaráðherra svarað fyrirspurn þar sem kemur fram hvernig þessar forsendur brustu:
http://www.althingi.is/altext/143/s/1132.html
"Uppsafnaðar afskriftir bankanna þriggja frá október 2008 til 30. september 2012 voru um 1.587 milljarðar kr., þar af 178,6 milljarðar kr. vegna lána til heimila og 1.408,6 milljarðar kr. vegna lána til fyrirtækja."
Þar höfum við það:
1.408,6 milljarðar til fyrirtækja en aðeins 178,6 milljarðar til heimila.
Hér má semsagt sjá greinilega hvernig forsendurnar eru algjörlega brostnar, og má þá blása leitina að forsendubrestinum af, því hann er fundinn ljóslifandi.
Þessar tölur eru ekki síst merkilegar fyrir þær sakir að niðurfærslur neytendalána vegna Hæstaréttardóma nema hærri fjárhæð heldur en tilgreindar afskriftir. Það þýðir að ekki ein einasta króna hefur ennþá verið afskrifuð í nýju bönkunum vegna verðtryggðu útlánanna heldur hafa þau beinlínis verið færð upp frá því kaupverði sem þau fengust á.
Uppsafnaðar afskriftir 1587 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Gengistrygging, Verðtrygging, Þingmál | Breytt s.d. kl. 19:11 | Facebook
Athugasemdir
Nú er rétti tíminn að spyrja svona labbakúta eins og Sighvat Björgvinsson, sem alltaf bendir á að einhver borgi og ekkert sé frítt, hver greiddi afskriftir vegna fyrirtækjalána upp á 1409 milljarða.
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.5.2014 kl. 18:47
Já hver ætli borgi lán sem hefur verið afskrifað ?
Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2014 kl. 19:15
Það er annað sem þarf líka að horfa á þegar afskriftir til einstaklinga eru skoðaðar. Fjármálafyrirtækin halda áfram að reyna að innheimta þessar (a.m.k. sumar) afskrifuðu skuldir árum eða jafnvel áratugum saman eftir afskriftina. Þetta þýðir væntanlega að því gefnu að eitthvað af þessum afskriftum innheimtist síðar að þessar afskriftir verði enn minni fyrir vikið.
Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.