Hvernig er rétt að skilgreina hugtakið: heimili ?

Ríkisskattstjóri gerir þá athugasemd við frumvarp um aðgerðir vegna skuldastöðu heimila, að málið sé vandmeðfarið þar sem ekki sé til lagaleg skilgreining á hugtakinu "heimili".

Undarlegt, þar sem í skipulagslögum er kveðið á um flokkun byggingarsvæða eftir notkun, til dæmis íbúðarhúsnæði. Þannig er skilgreint í lögum hvaða húsnæði kemur til greina sem íbúðarhúsnæði. Þá er í lögum um lögheimili kveðið á um að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. Loks er í lögum um fjöleignarhús kveðið á um skiptingu húsnæðis þar sem eru margar íbúðir í sama húsinu.

Samkvæmt öllu virðist lagaleg skilgreining á heimili alveg liggja fyrir nú þegar. Það hlýtur að vera íbúð eða eignarhluti í íbúðarhúsnæði þar sem einn eða fleiri einstaklingar hafa skráð lögheimili. Svo má deila um það hvort þetta sé sú skilgreining sem rétt sé að hafa, en þetta er allavega sú skilgreining sem hægt er að lesa út úr þegar gildandi reglum.

Það skal tekið fram að hér er ég ekki að lýsa minni persónulegu afstöðu til þess hvað skuli teljast vera "heimili" eða hvernig rétt sé að skilgreina það, heldur aðeins að benda á hvernig það er skilgreint samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi. Allar athugasemdir og sjónarmið um hvað eigi að teljast vera "heimili" eru velkomin í athugsemdakerfinu hér að neðan.


mbl.is Skuldaleiðrétting þarfnast endurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef heimili eru öll lögheimili. Þá er bara verið að fella niður skuldir hluta af þessum heimilum.

Heimli með ákveðna tegund af lánum tekin á ákveðnum tíma. Hin ekki neitt.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 7.5.2014 kl. 18:56

2 identicon

Sæll,

Þetta er einfalt; hafi skatturinn samþykkt vaxtabætur vegna viðkomandi láns þá er þar með komin sú staðfesting sem til þarf.

Af biturri reynslu við að reyna að rökræða við skattinn, m.a. um niðurlag 2. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skatturinn vill alls ekki lögfesta slíkar skilgreiningar.  Verði það gert, hverfur þar með möguleiki skattsins á að ákvarða að geðþótta túlkun slíkra hugtaka - og þar með lagaákvæða sem þeim tengjast - og það vill skatturinn alls ekki.

Það er skemmst frá því að segja að eftir að ég benti á það ósamræmi að skatturinn hefði aldrei gert athugasemdir við vaxtabætur en vildi samt ekki viðurkenna að um útleigu á íbúðarhúsnæði væri að ræða, var málið látið niður falla (þó með óbeinni hótun um að það yrði hugsanlega tekið upp aftur - sem ég skildi sem svo að ef ég gerði eitthvert veður vegna þessa, þá mætti ég búast við öðrum "gleðiskammti" frá skattinum).

Kveðja,

TJ 

TJ (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 07:51

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heimili er það sem fólk þarf til að geta lifað hér á landi snjó og ísa.

Sigurður Haraldsson, 8.5.2014 kl. 08:54

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sko þetta er í rauninni alls ekkert flókið. Hér er gagnagrunnsfyrirspurn sem ætti að skila lista yfir öllu heimili á landinu:

  SELECT DISTINCT Addresscode, Address FROM Thjodskra

Sambærilega fyrirspurn mætti svo keyra á álagningarskránna og bæta við eftirfarandi leitarskilyrði:

  WHERE SUM(Vaxtabætur) > 0

...til að fá lista yfir þau heimili sem falla undir "Leiðréttinguna". Eða:

  WHERE SUM(Vaxtabætur) <= 0

... til að fá þau sem falla ekki undir "Leiðréttinguna".

Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2014 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband