Matsfyrirtæki virðist ekkert hafa lært

Matsfyrirtækið S&P hefur veitt Íslandsbanka lánshæfiseinkunnina BB+ með stöðugum horfum. Af þessu má helst ráða að þetta fyrirtæki hafi lítið eða ekkert lært af reynslunni, eftir að hafa gefið forveranum Glitni fyrsta flokks einkunn allt fram til ársins 2008 þegar hann fór á hausinn.

Látum vera að BB+ skuli vera efsta þrep í flokki "áhættusamra fjárfestinga", það er ekki stóra fréttin hérna. Hún er hinsvegar sú að einkunnin skuli ekki vera í "ruslflokknum" C (greiðslufall yfirvofandi) eða jafnvel D (í greiðslufalli).

Staðreyndin er nefninlega sú að Íslandsbanki er í greiðslufalli við mikinn fjölda aðila sem eiga kröfu á hann vegna hækkunar ólögmætra gengistryggðra lána, og hafa ekki enn fengið endurgreitt það fé sem þannig hefur ranglega verið af þeim haft.

Ekki nóg með það heldur er enn stærra greiðslufall yfirvofandi vegna tveggja mála sem höfðuð hafa verið á hendur bankanum vegna verðtryggðra neytendalána. Í öðru þeirra liggur nú þegar fyrir ákvörðun Neytendastofu þar sem niðurstaðan var sú að lánið væri einmitt ólöglegt, en um er að ræða venjulegt verðtryggt íbúðalán.

Matsfyrirtækið S&P virðist ekki hafa fengið fréttirnar af þessu, sem vekur upp þá spurningu hvort Íslandsbanki hafi yfir höfuð upplýst fyrirtækið um þessa stöðu mála áður en matið var gert. Röng upplýsingagjöf og fölsun greiðslumats er alvarlegt mál sem getur varðað við lög og endað með ósköpum...


mbl.is S&P gefur Íslandsbanka BB+
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er þetta ekki bara álitsskýrsla, en ekki eitthvað sem er 100% garenterað?

Er það ekki Íslandsbanki sem hefur sennilega greitt fyrir þessa álitsgerð S&P, þess vegna er lítið að marka þessar álitsgerðir. Conflict of interest.

Einhver hlýtur að greiða S&P, ekki satt.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 30.4.2014 kl. 20:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér má lesa sér nánar til um þessi matsfyrirtæki:

http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1156593/

Guðmundur Ásgeirsson, 1.5.2014 kl. 21:44

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eftir 2008 ævintýrin hver tekur mark á þessum matsfyrirtækjum?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 2.5.2014 kl. 14:25

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já Basel reglurnar taka því miður mark á þeim sem þýðir að tiltekin lánshæfiseinkunn gerir skuldabréfaútgáfu að söluvöru. Hafi einhver haldið að bankamarkaðurinn sé frjáls markaður er það stór misskilningur. Til að mynda er Evrópusambandið nýbúið að setja reglur um djúpa sjóði sem verða stofnaðir til að forða bönkum frá þroti. Slíkt þekkist hinsvegar almennt ekki í öðrum atvinnugrekstri nema þeim sem er þá beinlínis ríkisvæddur.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2014 kl. 22:48

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var að lesa um matsfyrirtækin og hnaut um þá líkingu við svikamyllufyrirtækið bandaríska Enron. Ungur vinur minn vann hjá því fyrirtæki einmitt þegar upp um það konst og hann sagði mér að Kaupþingbanki hefði starfað nákvæmlega eins og Enron.

Helga Kristjánsdóttir, 4.5.2014 kl. 05:02

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nema hvað gjaldþrot Kaupþings varð jafnvel stórkostlegra.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2014 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband