Aukning peningamagns veldur verðbólgu
4.4.2014 | 22:12
Eins og kemur fram í tengdri frétt leiðir aukning peningamagns í umferð til verðbólgu. Samkvæmt hagfræðinni er þessu samhengi lýst í einfaldaðri mynd með jöfnunni:
Þar sem M er peningamagn, V er veltuhraði, P er verðlag og Q er raunframleiðslustig.
Samkvæmt þessari jöfnu hefur aukning peningamagns í för með sér verðbólgu. Vissulega eru aðrir þættir sem geta orsakað verðbólgu, en peningaprentun gerir það með því að rýra kaupmátt peninga sem fyrir eru í umferð og er þannig í raun eins og dulin skattheimta.
Á Íslandi er haldið úti sérstöku fyrirkomulagi sem felst í höfuðstólsverðtryggingu útlána bankakerfisins. Vegna þess hvernig áfallnar verðbætur eru bókfærðar í bönkunum sem tekjur úr lausu lofti, felur það í sér ígildi peningaprentunar og hefur sömu áhrif.
Með öðrum orðum veldur verðtrygging beinlínis verðbólgu og grefur þannig undan fjármálastöðugleika. Þetta eru sterkustu rökin fyrir því að afnema skuli verðtryggingu.
Stefnir á að auka fjármagn í umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Peningamál, Verðtrygging | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur og takk fyrir þetta.
Það er annars merkilegt hversu margir hagfræðingar á Íslandi eru tilbúnir að fórna mannorði sínu á altari Mammons. Þeir vita að verðtrygging er verðbólguhvetjandi, enda allir hagfræðingar heims sammála um það. Sumir hinna íslensku vilja þó ekki samþykkja fræðin.
Það er eitt þegar misvitrir pólitíkusar, sumir gjarnan á launum hjá fjármagnsöflunum, taki stöðu gegn afnámi verðtryggingar, en þegar menn sem hafa menntun á þessu sviði og eiga að tala út frá fræðunum, taka einnig afstöðu gegn afnámi verðtryggingar, fer maður að efast um íslensk fræðistörf.
Sumir myndu kannski kenna menntastofnunum um þessa hagfræðilegu skekkju, en ástæðan er þó væntanlega einhver önnur. Þó veldur það nokkrum ugg að margir þeirra sem hæðst láta og fastast standa á verðtryggingunni, skuli starfa við að uppfræða unga fólkið.
Fyrir mig persónulega er þó sárast að sjá að sá talsmaður sem mestu hefur ráðið um mín kjör undanfarin ár, forseti ASÍ, skuli fylla hóp þeirra manna sem telur verðtrygginguna vera af guði sett.
Gunnar Heiðarsson, 5.4.2014 kl. 09:21
Hárrétt svo langt sem það nær. Þess vegna eru skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar galnar. Aukið fjármagn í umferð veldur verðbólgu.
Verðtrygging er hins vegar leiðrétting eftirstöðva en ekki hækkun. Ef engin er verðtryggingin hækka vextirnir með sömu verðbólguáhrifum.
Verðtryggingin er hins vegar betri kostur en vextir sem elta verðbólguna (og valda þá enn meiri verðbólgu) vegna þess að þannig er greiðslubyrðin jöfnust og minnst hætta á vanskilum.
Auk þess munu margir ekki geta keypt íbúð ef verðtrygging yrði afnumin. Greiðslubyrðin er of mikil fyrstu árin auk þess sem verðbólguskot hækkar greiðslubyrðina upp úr öllu valdi.
Þó að verðtryggingin hafi valdið mörgum skráveifu í hruninu hefði vandinn vegna óverðtryggðra lána orðið miklu meiri.
Vandinn er ekki verðtryggingin heldur gjaldmiðillinn. Það getur valdið okkur óbætanlegu tjóni að draga það mikið lengur að horfast í augu við þá staðreynd.
Ásmundur (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 10:50
Ásmundur, þú virðist hafa misskilið þetta algjörlega.
það er verðtryggingin sem er vandamálið, ekki gjaldmiðilinn.
Eins og ég útskýrði í pistlinum er það verðtrygging (útlána bankakerfisins) sem veldur verðbólgu og óstöðugleika. Þessi áhrif eru ekkert út af gjaldmiðlinum sérstaklega, enda er ekkert við sem hefur nein orsakavaldandi áhrif á neitt. Það eru ákvarðanir um peningastefnu sem gera það, og sú ákvörðun að vera með útlán bankakerfisins verðtryggð er afleit.
Svo hafna ég því algjörlega sem margir hafa reynt að gera og sem þú reynir að endurtaka hér, að það sé bara um tvennt að velja: verðtryggingu eða breytilega vexti sem elta verðbólgustig og það muni óhjákvæmilega verða háir vextir vegna þess að verðbólga sé gjarnan há hér á landi. Gallinn við þessi rök er að þau halda engu vatni, því mikil verðbólga og þar með háir vextir stafa öðru fremur af verðtryggingu, en með því að afnema hana myndi stöðugleiki aukast og vextir lækka. Þess vegna yrðu, jafnvel breytilegir vextir, mun bærilegri undir slíku fyrirkomulagi heldur en verðtryggða fyrirkomulagið er.
Svo megum við ekki gleyma því að vextir eru ekki náttúrulögmál frekar en verðtrygging. Ef við viljum ekki háa vexti þá er til mjög ráð til að lækka þá: með því að taka ekki lán nema á þeim vöxtum sem fólk sættir sig við. Ef við til dæmis viljum hafa 2% fasta vexti á lánum, þá tökum við ekki lán nema á 2% föstum vöxtum og þá verður það vaxtastigið í landinu. Ef lánveitendur vilja ekki veita lán á þeim vöxtum, þá sleppum við því að taka lán, þangað til að enginn tekur lán og lánveitendur neyðast til að bjóða lægri vexti eða annars fara þeir á hausinn. Einhver myndi kannski segja að svo lágir vextir séu óraunhæfir, en á móti má benda á að þeir eru ekki óraunhæfari en svo að þrjú lánafyrirtæki bjóða um þessar mundir lán með 0% föstum vöxtum til allt að 7 ára í senn. Það vill svo til að það er mjög nálægt meðllíftíma húsnæðislána áður en þau eru endurfjármögnuð, ef það er hægt að vaxtalaust fyrir bílum og málverkum er allt eins hægt að gera það til að fjármagna fasteignir.
Enn og aftur: það er ekki gjaldmiðillinn sem orsakar nokkurn skapaðan hlut heldur peningastefna, þar á meðal sú ákvörðun að leyfa verðtryggð útlán í bankakerfinu og brjóta Þannig gegn forsendum peningakerfisins. Það getur valdið okkur óbætanlegu tjóni að draga það mikið lengur að horfast í augu við þá staðreynd, að það er verðtryggingin sem hefur þessi skaðlegu áhrif.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2014 kl. 12:55
"Vegna þess hvernig áfallnar verðbætur eru bókfærðar í bönkunum sem tekjur úr lausu lofti, felur það í sér ígildi peningaprentunar og hefur sömu áhrif."
Ég er aðeins að hugsa þetta upphátt:
Einhver býr til peninga, það veldur verðbólgu, en sá sem gefur út peningana hagnast á þessu en þeir sem áttu peninga fyrir, tapa þar sem verðgildið rýrnar.
Þegar verðgildi krónunnar rýrnar og bankinn segir skuldarann skulda sér fleiri krónur en áður þá er það ígildi peningaútgáfu, bankinn býr til nýtt lán með því að búa til peninga svo að skuldarinn græðir ekki á rýrnun krónunnar enda fær hann ekki þessa nýju peninga í hendur.
Nú hafa semsagt verið búnir til nýir peningar og ferlið hefst aftur.
Niðurstaða, verðtrygging verldur verðbólgu, en verðbólga getur stafað af fleiru en verðtryggingu!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 14:22
maður veltir því fyrir sér ef ef eðlilegt er að vrertryggja penínga á þá ekki að verðtryggja alla penínga. þeesir sem hafa áhuga að vertryggja suma penínga. hvernig peníngar eru verðminni en aðrir. men tala um að bankar munu ekki lána ef þeir fá ekki raunvirði til baka. nú gera bankar það náhvæmalega þanig þegar þeir greiða sálfir ekki raunvexti á innlán og fynst það sjálfsagt. ps.þykir nokkuð skrítið að menn tala um aukníngu á neislu í þjóðfélaginu og tala þá sérstakjlega um nýja bíla í því sambandi en nýir bíar kosta gjaldeyri en skapa eingan. skilst að það sem vantar Á ÍSLANDI SÉ GJALDEYRIR. er þá besta leiðinn að lækka vörugjöld. af neisluvörum. hitt er annað að stuðla að auknum atvinnutækifærum.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 09:47
Bjarni Gunnlaugur: þetta er nokkurnveginn rétt skilið hjá þér sýnist mér. Bankinn græðir á þessu vegna þess að hann lánar þér sjálkrafa fyrir stærstum hluta áfallinna verðbóta, án þess þó að þú hafir óskað eftir hærra láni. Þetta viðbótarlánsfé greiðir bankinn þér hinsvegar aldrei út heldur notar það til að greiða sjálfum sér verðbæturnar, og þannig renna þær inn á hagnaðarreikning bankans þar sem þær verða lausar til ráðstöfunar eftir næstu áramót. Þannig þarf bankinn ekki að bíða í þau 40 ár sem það mun taka þig að endurgreiða lánið fyrir verðbótunum, heldur innleysir hann þá hækkun strax. Þennan skjíotfengna hagnað notar hann svo til að borga starfsmönnum sínum uppspregnda bónusa sem þeir nota til að kaupa gullhúðaðar klósettsetur og annað eldsneyti á verðbólgubálið, sem ýtir enn undir verðbólguna og magnar þannig upp þessi áhrif, sem verða fyrir enn sterkari í kjölfarið og þannig verður til vítahringur sem eykur peningamagnið og þar með verðbólguna, rýrir verðgildi gjaldmiðilsins og kaupmátt almennings. Þetta er meginorsökin fyrir óstöðugleika krónunnar, en hún yrði miklu stöðugri ef við mynd afnema þetta stórkostlega skaðlega fyrirkomulag. Það gerum við með lagafrumvarpi, og slíkt lagafrumvarp hefur meira að segja verið flutt fyrir rúmu ári síðan. Það eina sem þarf er að endurflytja það og 32 eða fleiri að ýta á JÁ.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2014 kl. 17:57
http://www.ruv.is/frett/brynt-ad-koma-i-veg-fyrir-verdhjodnun
Olivier Blanchard, aðalhagfræðingur AGS, segir að Evrópski seðlabankinn hafi þegar kannað ýmis ráð til að auka drifkraftinn í hagkerfinu á evrusvæðinu. Þar á meðal er að bankinn kaupi skuldabréf af einkabönkum, setji neikvæða vextir eða grípi til annarra sértækra aðgerða.
... = peningaprentun
Sem vel að merkja færi gegn stofnsáttmála evrópska seðlabankans.
Þessu fargani vilja sumir Íslendingar svo gerast aðilar að...
Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2014 kl. 20:46
Fleiri og fleiri,eru að sjá hvað farganið er okkur hættulegt!!!
Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2014 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.