Eina þingræða dagsins sem skiptir máli

Eina þingræða dagsins sem skipti máli var rúmlega tíu mínútna löng ræða 10. þingmanns Reykjavíkur-Suður, Jóns Þórs Ólafssonar:

http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140402T175145

Afhverju er þetta eina þingræða dagsins sem skiptir máli? Jú í dag voru til umræðu frumvörp um skuldaleiðréttingu sem fela ekki í sér að það sé gert samkvæmt þegar gildandi lögum, heldur einhvernveginn allt öðruvísi og með miklum takmörkunum. Þessi ræðumaður var hinsvegar sá eini sem vakti athygli á mikilvægi þess að leiðréttingin yrði að verða samkvæmt lögum um neytendalán.

Til samanburðar sagði fjármálaráðherra í Kastljósi síðastliðið fimmtudagskvöld aðspurður um réttmæti aðgerðanna sem ríkisstjórnin hefur kynnt, að hann væri þess ekki umkominn að útdeila réttlæti. Engu að síður virðist hann ekki hika við að setja takmarkanir á það réttlæti, og deila því út til landsmanna í smærri skömmtum heldur en lög kveða á um.

Það er stórkostlega undarlegt og áhyggjuefni að í 4 klukkustunda langri umræðu um skuldalækkun, skuli aðeins einn þingmaður hafa bent á að rétt væri að gera það með því að framfylgja gildandi lögum í stað þess að setja óþörf ný lög sem ganga mun skemur.

Þess vegna hlýtur Jón Þór útnefninguna hér að ofan fyrir að vera ljósviti skynseminnar í þeirri þoku sem umkringir þessi mál eins og þau er fram reidd af hálfu stjórnarflokkanna.

mbl.is Frumvörpin taki ekki á vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég kynntist Jóni Þór Ólafssyni á viku ráðstefnu um beint lýðræði, netlýðræði og beina þátttöku almennings í stjórnmálum og hef síðan haft mikið álit á honum og framtíð hans.

Ómar Ragnarsson, 3.4.2014 kl. 10:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann gæti unnið á,en maður þarf misjafnlega mikinn tíma til að kynnast Alþingismönnum.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2014 kl. 12:52

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Þór stendur upp úr sem helsti málsvari neytendaverndar á þinginu.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2014 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband