Rök fyrir afnámi verðtryggingar
26.3.2014 | 19:31
Seðlabankinn hefur náð verðbólgu markmiði sínu og stjórnvalda annan mánuðinn í röð. Nú vantar aðeins tvo mánuði upp á að jafna Íslandsmetið sem var sett í ársbyrjun 2011 þegar verðbólga var innan markmiðs fjóra mánuði í röð.
Þetta eru kjöraðstæður fyrir afnám verðtryggingar. Virtustu hagfræðingar hafa margoft lýst því yfir að verðtrygging væri óþörf ef ekki væri viðvarandi há verðbólga. Af því má ráða að svo lengi sem tekst að halda verðbólgu í skefjum séu engin rök fyrir verðtryggingu.
Þannig fæst ekki séð að neitt standi nú í vegi fyrir afnámi verðtryggingar, strax!
Verðbólgumarkmiðið í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Verðtrygging | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.