Hafa efni á að leiðrétta lánin

Nú liggja fyrir ársuppgjör stóru bankanna þriggja vegna síðasta árs. Samkvæmt þeim var samanlagður hagnaður þeirra 64 milljarðar króna, og er þá samanlagður hagnaður frá stofnun þeirra haustið 2008 orðinn alls tæpir 299 milljarðar króna.

Meðal þess sem kemur fram í greinargerð fjármálaráðuneytisins frá júní 2011 um skýrslu ráðherra um endurreisn viðskiptabankanna, er eftirfarandi:

5. Viðskiptabankar munu veita einstaklingum meiri afslátt af lánum þeirra en samið var um við yfirfærsluna en aukin verðmæti fyrirtækjalána munu bera það uppi.

Þeir afskriftarsjóðir sem nýju bankarnir fengu til sín með samningunum munu í meginatriðum ganga til viðskiptavina bankanna. Staðan mun vera þannig nú að viðskiptabankarnir munu veita einstaklingum meiri afslátt af lánum þeirra en samið var um við yfirfærsluna, en að aukin verðmæti fyrirtækjalána muni bera það uppi. ... ... ...

Því hefur verið haldið fram að þar sem erlendir kröfuhafar séu eigendur tveggja banka muni þeir ganga hart að viðskiptamönnum sínum og helst setja þá í þrot. Staðreyndin er að gömlu bankarnir munu ætla að selja hluti sína í nýju bönkunum innan fárra ára. Þeim er því nauðsynlegt að byggja upp traustan banka með traustum viðskiptavinahópi. Það er eina leiðin til að tryggja og auka verðmæti þeirra hlutabréfa í nýju bönkunum sem þeir hyggjast selja. Að ganga of hart að viðskiptavinum og hrekja þá frá sér er ekki leiðin til að auka verðmæti eignarhlutarins.

Nú hlýtur þeim að vera í lófa lagið að efna það sem þarna stendur skrifað. Meirihluti þessa ofsagróða er einmitt til kominn vegna virðisbreytinga á lánasöfnum. Eins og hér má sjá myndi hagnaðurinn duga langleiðina til að þurrka út verðbótaþátt lána til heimilanna:

Áhrif verðtryggingar á skuldir heimila

Reikna má með að það sem upp á vantar til þess liggi nú þegar í afskriftasjóðum.


mbl.is Hagnaður stóru bankanna 64 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband