Höldum þá þjóðaratkvæðagreiðslu
25.2.2014 | 00:28
...um hvort það skuli yfir höfuð sækja um aðild að Evrópusambandinu, fyrst það er svoleiðis sem fólk hafa þetta. Ekki get ég færst undan því, hafandi staðið fyrir a.m.k. einni undirskriftasöfnun sem leiddi til þjóðaratkvæðagreiðslu og stutt aðra slíka sem fram fór.
En kjósum þá gjarnan um hvort sækja eigi um aðilda að Evrópusambandinu.
Var það gert í fyrra sinnið?
Nei það var ekki gert og þess vegna ber að afturkalla það óhæfuverk.
P.S. Fyrir þá sem myndu vilja "kíkja í pakkann" þá er hann hérna: http://www.evropustofa.is/fileadmin/Content/Publications/PDFs/Lissabon-heildarskjal.pdf
Endilega kíkið þá í hann ef þið hafið mikinn áhuga á því.
19 þúsund vilja þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Fasismi | Breytt s.d. kl. 00:29 | Facebook
Athugasemdir
Já auðvitað á að spyrja þjóðina beint í svo afdrifaríku máli. En það á ekki að klæða umsóknina í sauðargæru eins og Össur og Jóhanna gerðu. Þetta er einföld já/nei pólitísk spurning. Viltu að Ísland verði veitt aðild að ESB?
Ekkert kjaftæði um að kíkja í pakkann.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.2.2014 kl. 01:08
p.s En fyrst þarf að láta moldviðrið sem blásið hefur verið upp af báðum fylkingum séttlast. Áróðurinn og bullið og lobbýisminn hefur glapið almenning þannig að hann er ekki fær um að taka upplýsta ákvörðun í dag. Kannski eftir 3 ár. Eftir 3 ár ætti líka að hafa skýrst hvert ESB stefnir.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.2.2014 kl. 01:15
Góð ábending. Það er svo auðvelt að kíkja í pakkann, hann er Lissabonsáttmálinn. Hins vegar gefur ESB engan afslátt frá grundvallarmálum, þar á meðal sjávarútvegsmálum.
Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 11:10
Já það er sjálfsagt að kjósa um hvort menn vilji inn í ESB eða ekki, já eða nei.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2014 kl. 11:40
Bindandi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.2.2014 kl. 12:35
Er eitthvað til sem heitir bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla?
Alþingi hefur valdið skv. stjórnarskrá.
Sindri Karl Sigurðsson, 25.2.2014 kl. 14:58
Þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli 26. gr stjórnarskrár er bindandi.
Við erum búin að halda tvær slíkar fyrir ekki mjög löngu síðan.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2014 kl. 16:11
Þakka fyrir að upplýsa mig um það Guðmundur. En ég veit ekki betur en að þá hafi verið að kjósa um gildistöku laga.
Það er ekkert verið að tala neitt um slíkt í dag.
Sindri Karl Sigurðsson, 25.2.2014 kl. 18:48
Nei enda eru þingsályktanir ekki lagalega bindandi.
Fyrir því liggur a.m.k. lögfræðiálit hjá Alþingi, þó um það megi deila.
Þingsályktanir eru samkvæmt því aðeins fyrirmæli til framkvæmdavaldsins.
Eins og öll fyrirmæli vinnuveitanda getur hann breytt þeim þegar þess þarf.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2014 kl. 23:52
Gott mál, Guðmundur!
Segðu félögum þínum Framsóknarmönnum þetta.
Það yrði svo alltaf að taka endanlega afstöðu þegar samningur liggur fyrir, enda værum við í ansi hreint lélegri samningsaðstöðu ef við fyrirfram myndum lýsa því yfir að við myndum skilyrðislaust samþykkja hvaða inngöngusamning sem er.
Það skilja jafnvel Framsóknarmenn :)
Einar Karl, 26.2.2014 kl. 12:56
Samningurinn liggur nú þegar fyrir og ég hef aldrei verið skráður í Framsóknarflokkinn. Þvert á móti er ég í stjórn Samtaka fullveldissinna sem eru skráð sem stjórnmálasamtök í fyrirtækjaskrá.
Ég frábið mér að vera kenndur við flokka sem ég á enga aðild að.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2014 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.