Forsendur ríkisábyrgðar ÍLS brostnar?

Meðal þess sem kemur frá í nýútkominni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs, er eftirfarandi:

„Þrátt fyrir eindreginn vilja Ríkisábyrgðasjóðs til að upplýsa viðeigandi aðila um áhyggjur sínar virðast umsagnir og áhyggjur hans almennt hafa fengið lítið vægi. Að auki má nefna að Ríkisábyrgðasjóður hafði afar veik stjórntæki til að framfylgja hlutverki sínu og takmarkaðan pólitískan stuðning til að beita þeim stjórntækjum sem þó voru tiltæk.“

„Til að fylgjast með stöðu ÍLS óskaði Ríkisábyrgðasjóður reglulega eftir upplýsingum frá Íbúðalánasjóði sem var tregur til að láta þær af hendi og svaraði gjarnan seint enda þótt Ríkisábyrgðasjóður hefði lagalega heimild til að afla þeirra gagna sem hann taldi mikilvæg til að sinna eftirliti sínu,“

Þessar upplýsingar hafa tvær mikilvægar afleiðingar í för með sér:

1. Viðurkennt er að lög um ríkisábyrgð gilda um Íbúðalánasjóð.

Þau hljóta þá jafnframt að gilda með sama hætti um aðrar lánastofnanir eftir atvikum.

Sjá nánar:  Ríkisábyrgðarleiðin út úr kreppunni - bofs.blog.is

2. Íbúðalánasjóður virðist ekki hafa staðið við skilyrði laga um ríkisábyrgð.

Þar með hlýtur sú ríkisábyrgð að vera haldlaus, fyrst forsendur hennar eru brostnar.

Sjá nánar: Eignarnámsleiðin kostar ekkert ! - bofs.blog.is

Til samans draga þessi tvö atriði verulega úr óvissuþáttum varðandi hugsanlegar lausnir á skuldvanda heimilanna (og þjóðarbúsins) auk þess að stuðla einnig að mun auðveldari úrlausnum þeirra viðfangsefna.

Góðar stundir.


mbl.is Ekkert hlustað á Ríkisábyrgðasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.visir.is/starfsmenn-ils-skildu-ekki-ahaettustyringu-/article/2013130709813

„Áhættustýringu sjóðsins var samt sem áður verulega ábótavant eftir að henni var komið á. Starfsmenn sjóðsins virðist hafa skort þekkingu til að nýta eftirlitskerfið og þær áhættustýringaraðferðir sem komið var á laggirnar fyrir sjóðinn. Fram að haustinu 2005 sá Capto um útreikningana fyrir sjóðinn en starfsmenn sáu um að túlka niðurstöður fyrirtækisins í skýrslum til eftirlitsaðila. Íbúðalánasjóður túlkaði niðurstöður Capto oft ranglega og nýtti ekki alla útreikninga fyrirtækisins," segir ennfremur í skýrslunni.

„Eftir að starfsmenn ÍLS tóku sjálfir við útreikningunum einfölduðu þeir stóran hluta af útreikningum Capto. Það varð til þess að reiknaðir áhættumælikvarðar endurspegluðu ekki raunverulega áhættu sjóðsins. Sumir útreikningar í skýrslum til eftirlitsaðila voru rangir og oft endurteknir úr eldri skýrslum. Það gerði illt verra að Fjármálaeftirlitið sem fékk skýrslurnar virtist ekki taka eftir þessu - að minnsta kosti voru ekki gerðar athugasemdir af hálfu eftirlitsins. Einnig er ljóst að oft var ekki lögð vinna í að túlka hvað uppfærðar niðurstöður útreikninga þýddu. Virkt eftirlitskerfi með áhættu og raunhæft mat á áhættu eru forsenda þess að réttum áhættustýringaraðferðum sé beitt. Þar sem starfsmenn sjóðsins virðast ekki hafa skilið áhættustýringarstefnuna beitti sjóðurinn ekki réttum fyrirbyggjandi aðgerðum til að draga úr áhættu.“

Afleiðingar þessa voru alvarlegar þar sem áhættustýring sjóðsins varði hann aldrei fyrir einum stærsta áhættuþættinum, þ.e. uppgreiðsluáhættu, og ýmsar aðgerðir sjóðsins í nafni áhættustýringar juku áhættu sjóðsins í stað þess að draga úr henni.

Hvergi minnst á áhrif þess að byggja viðskiptamódel sjóðsins alfarið á verðtryggðum jafngreiðslulánum með neikvæða eignamyndun?

Sjá: Eitthvað um verðtrygginguna? - bofs.blog.is

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2013 kl. 18:12

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðskiptablaðið - Íbúðalánasjóður var ekki með eftirlit með útlánaáhættu 

„Þegar litið er á þróun útlána Íbúðalánasjóðs má leiða líkur að því að mikill vöxtur útlána að raunvirði og slakari lánaskilyrði hafi leitt til þess að gæði útlánasafns sjóðsins minnkuðu á árunum 2004–2008 og að meiri líkur hafi verið á að þau lán sem voru veitt á því tímabili lentu í vanskilum en önnur.

Þar sem Íbúðalánasjóður var ekki með eftirlit með útlánaáhættu lagði hann ekki mat á þessa auknu áhættu. Engar ráðstafanir voru því gerðar af hálfu sjóðsins eða löggjafans til þess að bregðast við henni og sjóðurinn hélt óbreyttu vaxtaálagi til að mæta útlánatapi,“ segir í skýrslu nefndarinnar.

Hmmm....

Hvergi talað um þetta sem beina afleiðingu verðtryggðra jafngreiðslulána?

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2013 kl. 18:17

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tapaði mestu á lánum til leigufélaga | RÚV

Voru þau ekki öll verðtryggð líka???

Undarlegir samningar ÍLS við félag Kaupfélags Skagfirðinga – Þórólfur vildi verða stjórnarformaður « Eyjan 

Vísir - 95 milljarða króna lán líklega ólöglegt 

Gáleysi en ekki glæpsamlegt 

Hmmm... fullkomin lögleysa, en samt ekki?

Geta þau ekki ákveðið sig eða hvað?

Að sjálfsögðu er þetta allt kolólöglegt. Það getur ekki með nokkru staðist að einhver hafi látið 270 milljarða fjúka út um gluggann án þess að neinn beri ábyrgð á því. En því miður virðist sem rannsókn nefndarinnar og skýrsla hennar séu bara enn einn hvítþvotturinn á 100% drullu og skít.

Næst þegar á að gera svona væri kannski bara ráð að hafa samband við þýzka listamanninn sem varð frægur á dögunum fyrir að spreyja merkingar á íslensk náttúrufyrirbæri og taka ljósmyndir af þeim. Það mætti þá bara fá hann til að spreyja drullunna hvíta næsta þegar eitthvað fer á hliðina með hundruða milljarða kostnaði fyrir almenning. Málningin á spreybrúsana væri miklu ódýrari en fokdýr sérfræðirannsókn, og listmaðurinn fengi að húða íslensk furðurbæri án nokkurs átroðnings við náttúruna. Tvö vandamál væru þannig leyst í einu, the Icelandic way... "thetta reddast style".

Stórkostlegust er samt eftirfarandi tilvitnun í rannsóknarnefndina:

"Það er ekki gott að ana að hlutunum, heldur betra að vanda sig."

Þessi lexía virðist hafa kostað á þriðja hundrað milljarða króna. Það er tæp milljón á mann, og við verðum að standa vörð um svo dýra fjárfestingu svo ég legg til að svohljóðan di skilti verði framvegis sett upp í öllum stofnunum og fyrirtækjum sem höndla með fjármuni eða hagsmuni almennings:

EKKI GLEYMA ÞESSU! FLÝTTU ÞÉR HÆGT! ÞETTA REDDAST EKKI!

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2013 kl. 19:40

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rétta tilvitnunin er svona:

Vísir - "Menn verða að vanda sig en ekki ana áfram" 

Mundu þetta vel, það kostaði þig milljón að læra þetta.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2013 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband