Ég ákæri - hámark hræsninnar

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að kæra Edward Snowden fyrir njósnir. Hann hefur það helst til saka unnið að hafa njósnað fyrir almenning um innri starfsemi stóra bróðurs, og upplýst almenning svo um þess sem hann varð vísari. Það var því miður alls ekki fögur skýrsla sem við fengum frá honum.

Lengra er vart hægt að komast í hræsni heldur en að fremja glæpi, og kæra svo þann sem ljóstrar upp um glæpina fyrir að hafa framið þá eða samskonar glæpi. Næst verður sjálfsagt reynt að kæra Afgani og Íraka fyrir ólöglegar hernaðarinnrásir, og fangana í Guntanamo herstöðinni fyrir pyntingar.

Svo hlýtur að mega kæra Osama bin Laden fyrir að menga hafið. Loks hljóta fjölskyldur fórnarlamba drónaárása að mega búast við að fá heimsenda innheimtuseðla fyrir útlögðum kostnaði við eldflaugar og eldsneyti vegna upprætingar ættingja þeirra.

En er ekki kominn tími til þess að staldra aðeins við og átta sig á því hvert þessi heimur sem við byggjum er kominn? Og það ekki síst af völdum þeirra sem gjarnan hafa verið kenndir við "Bandaríkjastjórn", þó að það sé reyndar ófullkomið hugtak yfir skrímslið.

ÉG ÁKÆRI:

Glæpasamtökin UKUSA og alla sem þeim tengjast, fyrir stórfelldar þversagnir, glæpi gegn rökhugsun, og að misbjóða heilbrigðri skynsemi með grófum og alvarlegum hætti.

Þess er krafist að hinir ákærðu verði dæmdir til endurmenntunar á heilaþvottastöð CIA sem undirbúning fyrir ævilanga samfélagsþjónustu til fullnustu refsingarinnar, þ.e.a.s. þjónustu við samfélag manna hér á jörð, sem taki við í kjölfarið.

Kæran er lögð fram hér sem færsla á opinni vefsíðu, og telst þar með hafa verið birt hinum ákærðu, enda verða þeir líklega fyrstir allra til að vista afrit af henni á gagnaþjónum sínum löngu áður en nokkur annar verður búinn að lesa hana.


mbl.is Vill sérstaka umræðu um Snowden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eru njósnir fyrir almenning réttmætari en aðrar njósnir????????

Jóhann Elíasson, 23.6.2013 kl. 11:26

2 identicon

Það er með hreinum ólíkindum hvað menn eru tilbúinir að ganga langt í blindri ást sinni á Bandaríkin. Ég sá til dæmis ekki betur en Jón Valur Jensson nokkur sem hingað til hefur þú ekki verið þekktur fyrir að vera undirgefinn öðrum þjóðum, hafi nú lagst hundflatur fyrir Bandaríkjamönnum og sleikir nú skóþveng þeirra af slíkri áfergju að annað eins hefur vart sést.

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 13:57

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Upplýsingar eru af hinu góða, það er það sem handhafinn gerir við þær sem skilur á milli illmenna og hinna.

Hérna er fróðleg ummræða um drons í USA.

http://www.youtube.com/watch?v=uWMxFsFeAoc

Vandinn snýst um að þessir "glæpamenn" geta gert nákvæmlega það sem þeim sýnist og sótt nær allar upplýsingar sem þeim langar í, hvort sem við vitum af því eða ekki.

Mér finnst það bara barnaskapur að gera ráð fyir að þeir geri það ekki. Er það ekki bar hégómi að láta eins þeir hafi framið glæp þegar einhver segir það upphátt.

Guðmundur Jónsson, 23.6.2013 kl. 14:20

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru njósnir fyrir almenning réttmætari en aðrar njósnir????????

Ekki að mati UKUSA mafíunnar sem hefur kært Snowden fyrir það.

Þess vegna ákæri ég þá mafíu fyrir þessa þversögn og rökleysu.

Persónuupplýsingar sex milljóna láku frá Facebook - DV.is

Vefmiðillinn ZDnet greinir frá því að fjöldi fésbókarmeðlima hafi kvartað yfir lekanum á bloggi fyrirtækisins en þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkar upplýsingar leka. Þar kemur einnig fram að lekinn standi enn yfir þó Facebook neiti því staðfastlega.

Þetta hripleka rekald neitar því bara að vera með allt niðrum sig.

Það er yfirleitt ekki hollt að vera í afneitun, og síst fyrir sjálfum sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2013 kl. 15:15

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Á sínum tíma datt mér í hug að skipta á Bobby Fiscer og Ásþóri Magnússyni.En það var ekki hlustað á mig þá,því miður.En væri ekki bara kjörið að skipta á Snowden og Jóni Val.Eg hugsa að það væri ágætis skipti.Einhver sem væri til í undirskriftasöfnum varðandi þetta?

Jósef Smári Ásmundsson, 23.6.2013 kl. 16:54

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skiptum á Snowden og Þórólfi Matthíassyni hagfræðisérvitringi.

Það færi vel á því að senda hann til Kúbu (suðursins).

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2013 kl. 18:27

7 identicon

Sæll.

Snowden á ágætis möguleika á því að vera sýknaður þar vestra ef hann næst og réttað verður yfir honum.

Mér finnst hans mál og mál B. Manning algerlega ósambærilegt. Assange er réttur sléttur aumingi sem hagnast á því sem Manning gerði - Assange er þjófsnautur. Manning á heima í grjótinu þar sem hann verður trúlega næstu áratugina en Snowden afhjúpaði stjórnarskrárbrot. Spurningin er bara hvort dómarar þar vestra ráði við að sýkna hann?

Helgi (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 20:23

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Helgi,ég held að Snowden treysti ekki réttarfarinu í USA.En Guðmundur,Fínt.En mér finnst samt alveg tilraunarinnar virði að láta Jón Val fylgja með í kaupunum ásamt Þórólfi.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.6.2013 kl. 21:48

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er orðið að njósnamynd í beinni.

http://www.guardian.co.uk/world/2013/jun/24/edward-snowden-booked-on-plane-from-moscow-to-havana-live-coverage

Snowden virðist hafa gufað upp í Moskvu. Eða hvar sem hann er.

How do we know Snowden was ever in Russia?

Hong Kong’s original statement yesterday saying Edward Snowden had left the Chinese territory made no mention of Russia, saying only that he had gone to a “third country”

Snowden er allavega ekki sætinu sem hann átti pantað í áætlunarflugvél Aeroflot sem er lögð af stað til Havana á Kúbu.

Ábending til íslenskra fréttastofa:

Þið eruð vonandi með útsendara að fylgjast með lendingum á Reykjavíkurflugvelli og í Keflavík til að missa ekki af fréttinni.

Það yrði bagalegt fyrir ykkur ef Snowden myndi skjóta upp kollinum seinna í þessari viku, að fá sér að borða á Sushi Samba eða í kaffisopa á Café París við Austurvöll um næstu helgi. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2013 kl. 11:32

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hefur hann ekki bara brugðið sér á klósettið?

Jósef Smári Ásmundsson, 24.6.2013 kl. 12:20

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2013 kl. 15:11

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Carney [innsk. talsmaður Hvíta hússins] says "it's safe to assume" that classified information Snowden has with him has already been obtained by foreign intelligence services.

"It's safe to assume that information he has... is already compromised," Carney says.

Já, það er líklega óhætt að fullyrða að erlendar leyniþjónustustofnanir hafi komist yfir upplýsingar um netknotkun almennings.

Til dæmis bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA !

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2013 kl. 20:46

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hérna eru varaafritin okkar geymd:

http://en.wikipedia.org/wiki/Utah_Data_Center

Líka upplýsingar um hverja við höfum talað við símleiðis:

http://en.wikipedia.org/wiki/NSA_call_database

Reyndar nær síðarnefnda þjónustan bara til Bandaríkjanna (ennþá).

En þar er ekki lengur til neitt sem heitir "Missed call" (not really).

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2013 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband