Ekki um neytendalán

Plastiðjumálið fjallar ekki um neytendalán og byggist niðurstaða dómsins því ekki á lögum um neytendalán og óréttmæta skilmála í neytendasamningum. Það á enn eftir að falla dómur um slíkt og því ættu talsmenn Landsbankans að fara varlega í yfirlýsingum sínum og hætta einfaldlega innheimtu þessara lána meðan reiknað er að nýju.

Annars gætu þeir verið að skapa bankanum okkar allra stórfellda skaðabótaskyldu, og fyrir því er Hæstaréttardómur nú þegar fyrirliggjandi, þar sem kröfu um lögbann á innheimtu þessara lána hjá Landsbankanum var hafnað, beinlínis á þeirri forsendu að neytendur ættu rétt á fullum skaðabótum úr hendi bankans eftir á þegar í ljós væri komið hver rétt staða lánanna væri, lögum samkvæmt.

Hagsmunasamtök heimilanna stóðu að þeirri málssókn og standa nú í svipaðri gegn Lýsingu, en almennt virðast allir sammála um að fordæmisgildi Plastiðjudómsins gildi um öll lán, þar með talið neytendalán Lýsingar sem er einmitt krafist að verði ekki innheimt frekar fyrr en yfir lýkur með niðurstöður endurútreikninga á grundvelli neytendaréttar.

Fregnir úr innstu herbúðum samtakanna herma að ekkert muni verða slegið af í framangreindum málarekstri, en aðalmeðferð hefur þegar farið fram og er nú í ofvæni beðið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um það hvort Lýsingu sé heimilt að innheimta lán sem fyrir liggur að eru ólöglega ákvörðuð, þar til þeim hafi verið komið í lögmætt horf. Þeim sem vilja fylgjast með nánari fregnum af framgangi þessara mála er bent á að fylgjast með á heimasíðu samtakanna en þar birtast jafnan fréttir af viðfangsefnum þeirra um leið og eitthvað er af þeim að frétta: www.heimilin.is

Með lögum skal land byggja, og heimilin tryggja!


mbl.is Fagnar því að óvissu sé eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttur neytenda er almennt meiri en fyrirtækja og má thví leida ad thví líkum ad málsókn HH sé adeins formsatridi úr thessu.

Axel Óli (IP-tala skráð) 31.5.2013 kl. 21:49

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rétt metið. Hinsvegar eru ýmis ljón í veginum

Baráttan er ekki búin og framundan þarf að ryðja frá hindrunum.

Til dæmis að stöðva nauðungarsölur sem eru án dómsúrskurðar.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.6.2013 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband