Skammtafræðilegt efnahagsástand

Efnahagsástandið á Kýpur er eins og fram hefur komið mikilli óvissu háð, en skilaboð sem borist hafa frá hinum ýmsu ráðamönnum evrulands um málið hafa verið bæði óljós og misvísandi. Það liggur við að ástandið sé nánast orðið skammtafræðilegt, sem er svo sem ekkert algjörlega út úr kortinu þar sem næstum allir peningar í þessu kerfi eru í raun aðeins mynstur rafeinda í rafrásum tölvukerfa.

Klúðrið hjá stjórnvöldum í tilraunum sínum til að takast á við þessa stöðu minnir einna helst á viðbrögð TEPCO við kjarnorkuslysinu í Fukushima. Enginn veit í raun og veru hvað varð um eldsneytið í kjarnaofnunum þar eða hversu mikið bráðnaði niður, ekki frekar en menn vita hver verða hugsanleg afdrif kýpverskra bankainnstæðna.

Hérna eru nokkur dæmi.

Bankar:
Opnuðust ekki í byrjun síðust viku
Áttu svo að opna á þriðjudag
Opna svo ekki nú á þriðjudegi
Lengsta bankalokun sögunnar
Einn banki opnar ekki framar
Hinir verða svo stokkaðir upp
Opna á fimmtudag (vonandi)

Hraðbankar:
0 (tæmdust)
260 eur hámark
100 eur hámark
Enginn veit?
Fyrr en reynir á...

Innstæður:
Flatur skattur (eignaupptaka)
Þrepaskiptur skattur (endurdreifing)
Tryggðar innstæður óskertar (100,000 eur)
Umframinnstæður í fullkominni óvissu
Gætu jafnvel verið tapaðar að fullu

Gjaldeyrishöft:
Fyrst bara hugmynd
Svo voru þau sett á
Samt er ennþá áhlaup
Leka gjaldeyrishöftin?
Framhjá innstæðuskattinum?
Hver er að fá sérmeðferð?

Björgunarpakki:
5,8 milljarðar eur
6,5 milljarðar eur
10 milljarðar eur
Og erum enn að telja...
Leka gjaldeyrishöftin?

Fordæmisgildi:
Ekkert / Mikið
Bara / Pínu

Það er líklega best að bíða bara átekta þangað til þeir ákveða sig, þetta kerfi mun varla hætta að sýna skammtafræðilega hegðun fyrr en klassískur ytri áhorfandi mælir stöðu þess. Það er þá aðallega spurning hversu mikið hefur tapast þegar þetta raungerist.


mbl.is Bankar lokaðir fram á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er alveg merkilegt mál - í öllu ferlinu, datt engum í hug að það að setja meira en 9% skatt á innistæður hefði kannski slæm áhrif? Eða hvað með: einhver áhrif?

Þeir þarna úti eru algerir snillingar í að gera rangt.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.3.2013 kl. 19:49

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver einasta hugmynd að útfærslu sem komið hefur fram er verri en sú fyrri!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2013 kl. 02:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi grein var skrifuð fyrir hálfum sólarhring.

Síðan þá hefur nánast allt í henni orðið úrelt.

Jafnvel enn verri hugmyndir eru nú á borðinu!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2013 kl. 02:40

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Síðasta greinin í ofangreindum lista er afar áhugaverð.

Þar er bent á hliðstæðurnar við Icesave málið, og vakin athygli á því sem er á fárra vitorði, að útibú kýpversku bankanna í London, Moskvu og víðar um álfuna, hafa víst verið opin allan tímann.

Þar sem margir stærstu innstæðueigendurnir eru einmitt búsettir á þessum stöðunm, útskýrir það líklega hvers vegna áhlaupið stöðvast ekki. Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega galopin fyrir erlenda auðmenn!

Enda hefur áætlaður kostnaður við "björgunina" farið síhækkandi frá því að krísan kom upp, og sá skattur sem búist er við að þurfi að leggja á ótryggðar innstæður verður hlutfallslega hærri eftir því sem á líður.

Á Íslandi eru sem betur fer strangari gjaldeyrishöft en þetta, en um leið vekur það upp ýmsar spurningar um þann gjörning þegar allt sem var þá eftir af gjaldeyrisforða þjóðarinnar var sent til Kaupþings í miðju hruni og áframsent jafnharðan til Luxembourg. Var verið að borga út auðmenn?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2013 kl. 15:49

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Athyglisverðar nýjar fréttir, nú ætla Kýpverjar að skipa rannsóknarnefnd að því er virðist svipaða þeirri sem Alþingi Íslendinga skipaði vegna hrunsins:

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/03/28/skipa_hrun_rannsoknarnefnd/

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2013 kl. 17:01

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user3303/imageroot/2013/03/20130328_cyp.jpg

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2013 kl. 21:02

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user5/imageroot/2013/03/Russian%20sign.jpg%20large.jpg

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2013 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband