534.074.821.365% verðbólga ?

Verðbólga getur tekið á sig ýmsar myndir, ein þeirra eru auknar ríkisskuldir sem verða ekki greiddar nema með skattheimtu á heimili og atvinnulíf sem rýrir kaupmátt almennings. Á Kýpur stendur yfir allsherjar bankahrun eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu, og er útlit fyrir að kýpverska ríkið muni neyðast til að taka á sig gríðarlegar skuldir til að "bjarga" bankakerfinu.

Fyrir viku síðan þegar krísan skall á af fullum þunga, kom fram samkvæmt upplýsingum innan úr myntbandalagi Evrópu að skuldirnar sem Kýpverjar þyrftu að taka á sig næmu 6,5 milljörðum evra. Núna er vikan liðin og samið hefur verið um "björgunarpakka" í höfuðstöðvum ESB í Brüssel, en fjárhæðin hefur hinsvegar hækkað upp í 10 milljarða evra auk þess sem gjaldeyrishöft hafa nú bæst við í "pakkann".

Þetta er hækkun sem nemur 53,84% á einni viku, og mun skila sér í aukinni verðbólgu á Kýpur í framtíðinni. Landið getur því miður ekki gengisfellt gjaldmiðilinn sem það notar og verður því að fara þessa leið til að skerða kaupmátt almennings. Munurinn er sá að gengisfelling getur gengið til baka og orðið að styrkingu síðar, en raunvirði skulda Kýpur mun ekki lækka heldur þvert á móti hækka í framtíðinni að raunvirði á mælikvarða kaupmáttar kýpverks almennings.

Það er tiltölulega einfalt að framreikna þessa "verðbólgu" eða hækkun á skuldum Kýpverja til ársgrundvallar ef við gefum okkur eina viku sem tímaramma.

Það eru 52 vikur í árinu og við fáum því:

(1+0,5384)^52 - 1 = 534.074.821.365 %

Þetta kann að virðast ótrúleg niðurstaða, en svona virkar nú veldisvöxtur.

Það virðist vera víðar en á Íslandi sem skuldir geta hækkað hratt og mikið.


mbl.is Kýpur fær neyðarlán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

(1+0,5384)^(52-1)

;)

Guðmundur Jónsson, 26.3.2013 kl. 15:08

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll nafni.

Samkvæmt forgangsreglum reiknivirkja myndi formúlan mín:

(1+0,5384)^52 - 1

Vera rétt umrituð sem (veldið virkar á svigann og gengur fyrir):

((1+0,5384)^52) - 1

Eða 1,5384 í 52. veldi til að fá margföldunarstuðulinn.

Aukningin nemur hinsvegar þeim hluta sem er umfram 100%.

Þess vegna þarf að draga þau 100% frá síðast, eða nánar tiltekið einn.

Ef ég reikna hinsvegar upp úr formúlunni þinni (1+0,5384)^(52-1)

Þá fæ ég margföldunarstuðulinn fyrir 51 viku tímabil.

En á þá eftir að draga frá 100% (einn) til að fá bara sjálfa aukninguna.

Vona að þetta sé skiljanleg útskýring.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2013 kl. 18:45

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef þú ert að reikna ígilildi eins árs vaxta og vextir í hveri viku eru 53,84% og 52 vikur í árinu þá á veldið að vera 51 og ekki að draga einn frá neinu.

Fyrsta vikan er í núllta-veldi (núllvextir á höfuðstólinn) önnur vikan er fyrsta-veldi og koll af kolli og síðasta vilakn er þá í 51. veldi.

Réttir vextir í dæminu þínu eru

(1+0,5384)^(52-1)=3.471.625.205 %

Og miðað við 53 vikur er þetta

(1+0,5384)^(52-1)= 5.340.748.215 %

Guðmundur Jónsson, 26.3.2013 kl. 20:58

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

í síðustu línunni á að sjálfsögðu að standa

(53-1) ekki (52-1)

Guðmundur Jónsson, 26.3.2013 kl. 21:01

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ert þú stærðfræðikennari, nafni?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2013 kl. 03:16

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Neí ég er vélfræðingur vinn við vélahönnun. Ég sá bara í hendi mér að -1 gat ekki gengið nema til að lækka veldisvísirinn og varð því að vera inni í sviga með 52 til að jafnan meikaði sens.

Hitt má svo deila um hvort tímabilið í þínu dæmi eigi að vera 52 eða 53 vikur en ef þú tekur kúlulán til fimm ára með 10% ársvöxtum þá reiknar þú vextina svona: 

(1+0,1)^(5-1)= 146,41  eða  46,41% vöxtum á allt tímabilið.

Guðmundur Jónsson, 27.3.2013 kl. 09:30

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Afsakaðu bullið í mér auðvitað er þetta rétt að draga einn fá eftirá til að breyta í % úr margfelidi, ég er bara ekki vanur því sjálfur og snetir aldrei % takkann á reiknivélinni.

Ég gaf mér bara að þetta væri innsláttarvilla hjá þér og setti því ínn þessa "leiðréttingu " í ATH nr 1

Svo toppaði ég vitleisun alveg með kúlulanadæminu sem er einmirtt dæmi um að nota 5 en ekki 5-1 í veldið.

Guðmundur Jónsson, 27.3.2013 kl. 16:17

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir þetta.

Þess má geta að ég starfa meðal annars við útreikning á vísitölum, vöxtum og öðrum hlutfallslegum stærðum, og snerti því mjög oft % takkann auk þess að nota prósentur í excel formúlum sem eru miklu flóknari en þessi fyrir ofan.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2013 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband