Icesave IV : skuldabréf Landsbankans

Vísir segir frá því að samningur Seðlabankans um framvirka sölu á gjaldeyri upp á sex milljarða króna í vikunni hafi verið gerður til þess að reyna að létta á erfiðri stöðu Landsbankans: http://www.visir.is/sedlabankinn-reynir-ad-letta-a-erfidri-stodu-landsbankans/article/2013130229855

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að skuldabréfið sem gefið var út á milli gamla og nýja Landsbankans teljist til gjaldeyrisskulda þjóðarbúsins frá áramótum og það hafi skekkt verulega gjaldeyrisjöfnuð Landsbankans.

Enn er ekki ljóst hversu há fjárhæð þessa skuldabréfs verður í krónum talið en hún verður öðru hvoru megin við 250 milljarða króna. Lauslega má áætla að gjaldeyrisjöfnuður Landsbankans sé nú neikvæður sem nemur 40 til 50 milljörðum króna vegna skuldabréfsins. Þetta er sú upphæð í gjaldeyri sem Landsbankinn þarf að útvega sér á næstunni til að rétta af bókhald sitt.

Hér eru nokkrar staðreyndir um þetta skuldabréf:

1. Það er stærsta einstaka áhættuskuldbinding íslensks fjármálafyrirtækis, hvort sem er fyrir eða eftir hrun. Samt er mjög á reiki hversu stór hún er í raun og veru.

2. Hvort sem miðað er við hlutfall af eiginfjárgrunni eða þá staðreynd að um tengda aðila er að ræða, þá brýtur þessi lánveiting í bága við allar eðlilegar útlána- og áhættureglur.

3. Á einhvern óskiljanlegan hátt var ákveðið að þetta skuldabréf yrði gefið út gengistryggt gegn greiðslu með krónueignum, að mestu leyti ólöglegum ruslpappírum.

4. Gengistrygging skuldabréfa var ólögleg þegar þetta bréf var gefið út og ekkert lán var í raun veitt heldur er skuldabréfið einfaldlega tilbúningur til að veita fjármunum úr nýja bankanum yfir í þrotabú þess gamla eftir hentugleik.

5. Glöggir lesendur átta sig kannski á því að þeir peningar sem þannig streyma til þrotabúsins upp í Icesave kröfurnar eru fjármunir sem nýji bankinn er að innheimta af viðskiptavinum, oftar en ekki á grundvelli lána sem eru líklega flest ólögleg.

6. Bæði nýji og gamli bankinn eru innlendir aðilar og meint skuld, þó hún væri þá í raun fyrir hendi, gæti ekki verið í öðru en krónum. Þess vegna er arfafvitleysa að skrá þetta sem erlenda skuldbindingu og hrein heimska að telja það með í gjaldeyrisjöfnuði.

7. Það er nú þegar búið að borga meira en nóg af þessu skuldabréfi, og það í beinhörðum gjaldeyri að ósekju, til Þess að endurheimtur úr þrotabúi gamla bankans dugi fyrir öllum lögvörðum kröfum vegna Icesave innstæðna.

8. Sem aðaleiganda er þessi skuld bankans í raun og veru að svo miklu leyti á ábyrgð ríkisins sem nemur eignarhlut þess í honum eða 81% en af 300 gerir það 243 milljarða.

9. Samkvæmt tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og úrskurði EFTA-dómstólsins er þetta samt ekki á ábyrgð ríkisins. Í þessu felst hrópandi þversögn sem er alvarleg móðgun við bæði réttlæti og lýðræði. Þetta er hvorki skuld ríkisins né viðskiptavina Landsbankans.

Niðurstaða: þetta er upplogið og ólöglegt skuldabréf! Icesave IV?

Spurning: hvers vegna stendur yfir höfuð til að greiða það án skyldu?

Spurning: afhverju í veröldinni er seðlabankinn að hjálpa til við það?

P.S. Fyrir utan svör við þessum spurningum er hægt að lesa allt um þetta skuldabréf og órjúfanleg tengsl þess við Icesave málið hér á þessu bloggi með því að fletta aftur í tímann, allt aftur til þess tíma þegar gjörningurinn var gerður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Endurreisn nbi var pólitísk ákvörðun. Ákvörðun sem var tekin af Ríkisstjórn Geirs Haarde.  Mistök Steingríms eða yfirsjón var að krefjast ekki að Landsbankinn færi í þrot og rekstur hans rannsakaður sem skipulögð glæpastarfssemi.  Þú vilt hætta að greiða af þessu skuldabréfi en það er bara ekki nóg.  Það myndi bara flækja málið enn meir og lama dómskerfið með málaferlum.  En er of seint að setja Landsbankann í gjaldþrota og rifta samningum slitastjórnar?  Því þarf að svara. Annars stefnir í enn aðra Rannsóknarnefnd Alþingis og þá um sögu Landsbankans frá einkavæðingun til dagsins í dag.  Það gæti reynst íslenska fjórflokknum of stór biti að kingja

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.2.2013 kl. 18:34

2 identicon

Ekki bara gengistryggt GÁ.  Skuldabréfið er gefið út í erlendum myntum er það ekki?

Þetta er gjafagerningur setur á svið til þess að koma Bretum og Hollendingum framhjá gjaldeyrishöftunum að mínu viti. 

Ég hefði haldið að leiðin til þess að vinda ofan af þessu úr því sem komið er sé sú að setja gamla bankann í þrot og gera búið upp í krónum.

Seiken (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 21:29

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þeir voru sniðugir þeir B&H að krefjast gengistryggingar/erlendum myntum (það sama eiginlega). Alveg rétt hjá þeim.

Um þetta þýðir lítið að tala. Samkv. 4. grein EES er óheimilt að mismuna eftir þjóðerni.

þessvegna borgum við Icesaveskuldina uppí topp plús álag.

Samt er eg alveg hissa að enginn pólitíkus sé enn farinn að tala um þetta. Alveg barasta steinhissa. En sennilega fer að styttast í það. Bjarni sagði í gær að ,,afskrifa" þyrfti útlendinga og til vara snúa uppá hendina á þeim.

Sennilega bara tímaspursmál hvenær einhver pólitíkus kemur með þessa blessuðu greiðslu okkar á Icesaveskuldinni. Annaðhvort Dögun eða Framsókn kemur með þetta fljótlega líklega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2013 kl. 22:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta snýst ekki um neina skuld sem ég eða þú eigum að borga.

Við eigum einmitt ekki að borga hana!

Það er nóg í þrotabúinu fyrir Icesave nú þegar.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.2.2013 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband