Gjaldeyrishöft í Frakklandi

Bannað verður að borga meira en eittþúsund evrur í reiðufé í viðskiptum í Frakklandi, samkvæmt nýjum áformum um að ráðast gegn skattsvikum.

Það er merkilegt að gjaldeyrishöft hafi verið sett á hluta evrusvæðisins, og ekki síður merkilegt að það hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni.

Hér er ekki um að ræða eitthvað smáríki eins og Kýpur eða eitt af nýfrjálsu löndunum í austurhluta álfunnar, heldur Frakkland sem er eitt af stærstu og þróuðustu ríkjunum.

Þetta ætti í rauninni að vera stórfrétt, en virðist samt ekki hafa fengið mikla umfjöllun.


mbl.is Þak á greiðslur í reiðufé vegna skattsvika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki kæmi á óvart að þetta yrði tekið upp víðar. Margir nota einmitt illa fengið fé til að staðgreiða dýra hluti, jafnvel lúxusbíla sem kosta mörg árslaun venjulegs fólks.

Matthías (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 16:45

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta eru ekki gjaldeyrishöft. Þetta er hámark á hvað fólk getur borgað mikið með peningum til þess að koma í veg fyrir skattsvik.

Þú hefur hinsvegar engan áhuga á þessum staðreyndum og heldur því bara áfram að rugla út í loftið hérna.

Ég veit ekki hvort að svona takmarkanir gilda á Íslandi núna í dag.

Jón Frímann Jónsson, 15.2.2013 kl. 17:55

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta eru takmarkanir á því hversu mikið má borga í einu með evrum.

Samkvæmt öllum skilgreningum eru það gjaldeyrishöft.

Það er algjör óþarfi að rugla neitt.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2013 kl. 18:14

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

NEI - engin takmörk á hvað má borga mikið með evrum. takmörk á hvað má borga með CASH - allt annað

Rafn Guðmundsson, 15.2.2013 kl. 21:34

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það eru takmörk á hve mikið má borga með peningum...

Hvort það eru seðlar eða ekki kemur málinu ekkert við. Gjaldeyrishöft eru gjaldeyrishöft þó aðeins sé talað um peninga eða orðið sem þeir aðeins skilja "cash"...

Þetta er bara ein gerð af höftum sem falla undir skilgreininguna gjaldeyrishöft.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 15.2.2013 kl. 22:54

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nei - reiðufé 1000e er bannað. annað er ok

Rafn Guðmundsson, 15.2.2013 kl. 23:09

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eins og ég sagði.

Höft á það hveru mikið má borga með evrum.

Engin höft á rafrænar millifærslur hinsvegar.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2013 kl. 23:25

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nei - þetta er EKKI rétt hjá þér - meira að segja væri kannski gott að svona reglur væru hér (svarta hagkerfið). höftin hérna eru allt öðruvísi - ef mig langar í 1 evru (með millifærslu) þá fæ ég nei - ef frakka langar í 1 evru (með millifærslu) þá er það bara í lagi

allt annað umhverfi á íslandi.

Rafn Guðmundsson, 15.2.2013 kl. 23:39

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sennilega veist þú þetta allt - langar samt til að bulla

Rafn Guðmundsson, 15.2.2013 kl. 23:41

10 identicon

Menn sjá bara gjaldeyrishöft út um allt.

Þetta eru ekki gjaldeyrishöft.

Þetta snýst um það hvernig á að greiða. Peningarnir eru til og þeir eru greiddir.

Þeir eru bara ekki greiddir í seðlum og mynt.

Eru þá gjaldeyrishöft í Bónus því þar er ekki tekið á móti tékkum?

Stefán (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 01:17

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Millifærsla á bankareikningum er skuldajöfnun.

Það er ekki það sama og bein gjaldeyrisfærsla.

Við þurfum ekkert að rugla með það.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2013 kl. 05:37

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þúsund evrur er bara skiptimynt  Smáviðskipti. 

Þótt sumir telji þessi takmörk ekki fela í sér gjaldeyrishöft, þá er þarna verið að tryggja bankamillifærslur, sem Guðmundur nefnir réttilega skuldajöfnun. 

Ætli tilgangurinn sé líka að spara evruprentun?

Kolbrún Hilmars, 16.2.2013 kl. 13:17

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já ef það eru höft á tékkum í Bónus og það eru önnur fyrirtæki sem taka tékka sem greiðslu í peningum.

Niðurstaða; það eru gjaldeyrishöft í Bónus.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.2.2013 kl. 21:47

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú eru svo komin algerlega bláköld gjaldeyrishöft á í einu evrulandi:

Vísir - Gjaldeyrishöft samþykkt í Kýpur 

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2013 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband