Skynsemi?

http://www.skynsemi.is/

Hér er samningurinn ef þið viljið endilega lesa hann fyrst:

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/lissabon-sattmali/Lissabon-heildarskjal.pdf

UPPFÆRT: Svo virðist sem upphaflegi hlekkurinn sé dauður, en skjalið er hinsvegar aðgengilegt hér:

http://www.evropustofa.is/fileadmin/Content/Publications/PDFs/Lissabon-heildarskjal.pdf

En svo eru það auðvitað öll hin gögnin sem almenningur fær ekki að sjá, þau sem skipta mestu máli varðandi hinn svokallaða "stöðugleikasjóð" (öfugmæli!) sem stofnaður hefur verið í tilefni af raðgjaldþroti bankakerfis álfunnar.

Ég get ekki hjálpað ykkur með þær upplýsingar. Reyndar gat sendiherra ESB ekki heldur gefið neinar upplýsingar um hvaða áhrif þetta hefði á aðildarferli Íslands, þegar hann var spurður um þetta á borgarafundi sem haldinn var á svokölluðum "Evrópudegi" í fyrra.

Hann sagðist bara því miður ekki hafa neitt haldbært um það að segja.

Þetta er semsagt bara enn einn óútfylltur evrópskur tékki.

Erum við ekki þegar búin að hafna slíku? Tvisvar!


mbl.is 63,3% andvíg inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þetta má bæta að niðurstöður þeirrar könnunar sem tengd frétt vitnar í,  benda til þess að 3,5 prósentustigum hærra hlutfall kjósenda sé andvígt inngöngu í ESB, heldur en hlutfall þeirra sem vildu ekki samþykkja síðasta samninginn um ríkisábyrgð vegna innstæðutrygginga. Just sayin'...

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2013 kl. 15:44

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Get ekki opnað samninginn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.2.2013 kl. 17:00

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta var einkennilegt. Svo virðist sem Utanríkisráðuneytið sé búið að fjarlægja skjalið eða breyta hlekknum.

En takk fyrir ábendinguna. Ég leitaði aðeins betur og fann þetta hérna:

http://www.evropustofa.is/fileadmin/Content/Publications/PDFs/Lissabon-heildarskjal.pdf

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2013 kl. 22:09

4 identicon

Dálítið dularfullt að fá ekkert að sjá um það frá utanríkisráðuneytinu hvað er að gerast í ferlinu með umsókn íslendinga í ESB. Sennilega verða samningar þannig úr garði gerðir að enginn heilvita maður botnar nokkurn skapaðan hlut. Mög líklegt að tugi þúsunda blaðsíðna samningar verði þannig. Gr.no.1 að sagt verður frá því að styrkir hít og dít bændur og búalið fái þetta og hitt sjómenn líka. Gr.no.2 Allt tekið til baka sem lofað var í gr.gr.1

Svoleiðis er það í Svíþjóð. Norðmenn eru með sitt á hreinu: Aldrei innganga í ESB.

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 22:10

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góður punktur Jóhanna.

Veit til dæmis einhver um samningsafstöðu Íslands varðandi neytendavernd á fjármálamarkaði og sérstaklega verðtrygginguna?

Það eru tveir stjórnmálaflokkar sem hafa mótað afstöðu sína til afnáms verðtryggingar á þann veg að ná því fram með inngöngu í ESB og upptöku evru. Annar þeirra flokka er í forsæti ríkisstjórnarinnar. Þetta er auðvitað 10-20 ára verkefni að minnsta kosti, en látum það liggja á milli hluta í bili.

Samningsafstaða Íslands í kaflanum um fjármálaþjónustu (PDF)

Samningsafstaða Íslands í kaflanum um neytenda- og heilsuvernd (PDF)

Hvernig sem ég leita þá finn ég hvergi neitt um verðtrygginguna þarna.

Svo ég ákvað að spyrjast nánar fyrir um málið:

Evrópuvefurinn: Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um fjármálaþjónustu? 

Og fékk þetta svar:

Sæll Guðmundur og takk fyrir innleggið.

Ekki er fjallað um verðtrygginguna í 9. kafla en tekið skal fram að Ísland þarf ekki að semja um verðtrygginguna við ESB þar sem breytinga á henni eða afnámi hennar er ekki krafist við inngöngu í sambandið.

Í rýniskýrslu samningahóps um efnahags- og peningamál (17. kafli) er þó bent á að „það þyrfti að skoða hvort heppilegt er að gera vissar breytingar á regluverki um fjármálakerfi áður en að aðild að ESB og evrusvæði kemur, jafnvel þótt þeirra sé ekki krafist og þær þurfi ekki að semja um. Þar má t.d. nefna hvort breytingar þurfi að gera á uppgreiðsluákvæðum lánasamninga (t.d. Íbúðalánasjóðs) ásamt meðhöndlun verðtryggingar og vaxta á krónulánum“ (sbr. liðurinn "önnur atriði", bls. 26). Málefni verðtryggingarinnar heyra því frekar undir kafla 17 um efnahags- og peningamál.

Ha? Er verið að segja mér að það þurfi ekki að afnema verðtrygginguna þegar gengið er í ESB? Þetta er allt annað en talsmenn ESB aðildar hafa verið að segja okkur allan tímann um verðtrygginguna!

Svo ég ákvað að rýna betur í þessa rýniskýrslu og komst að því að bls. 26 er síðasta blaðsíðan og liðurinn "önnur atriði" er nákvæmlega ein málsgrein, sem er svohljóðandi:

Það þyrfti að skoða hvort heppilegt er að gera vissar breytingar á regluverki um fjármálakerfi áður en að aðild að ESB og evrusvæði kemur, jafnvel þótt þeirra sé ekki krafist og þær þurfi ekki að semja um. Þar má t.d. nefna hvort breytingar þurfi að gera á uppgreiðsluákvæðum lánasamninga (t.d. Íbúðalánasjóðs) ásamt meðhöndlun verðtryggingar og vaxta á krónulánum.

Ha? Þyrfti að skoða hvort það sé heppilegt að gera vissar breytingar, jafnvel þó þeirra sé ekki krafist, t.d. á meðhöndlun verðtryggingar?

Það á semsagt sagt að skoða það. Kannski. Einhverntímann. En hvað ef í ljós kemur að þess sé ekki krafist, og einhverjum finnist það ef til vill ekki heppilegt? Þetta er eins loðið og hugsast gæti!

Því miður. Ég get ekki séð annað en að kenningar um afnám verðtryggingar með ESB aðild séu afar haldlitlar. Aftur á móti þá eigum við prýðileg lög um neytendalán sem voru innleid við inngöngu okkar í EES og verða bráðum 20 ára gömul. Það eru þau sem gilda og kannsi er kominn tími til að framfylgja þeim, í stað þess að vera að elta einhverjar falsanir.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2013 kl. 23:37

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Evrópuvefurinn gaf Guðmundi þetta svar: Ísland þarf ekki ap semja um afnám verðtryggingar,þar sem þess er ekki krafist... ofl. Stjórnvöld hika ekki við frekar en fyrri daginn að blekkja og segja ósatt,svo ég orði það pent.Allt til að fá Íslendinga til að samþykkja inngöngu,þess vegna er líka hlé meðan ólöglegir útlendingar(Evru-sendiherrar)reyna að lokka fólk með klækjum.

Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2013 kl. 00:21

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Æ,Guðmundur minn þetta ætlaði ég að sýna á facebook meðan F-ið er þá leyfi ég mér það.

Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2013 kl. 00:23

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þér er velkomið að vitna í þetta á facebook ef þú vilt. Það eina sem ég gerði var að tína saman opinberlega aðgengilegar upplýsingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.2.2013 kl. 02:12

9 identicon

Já, það þarf nefnilega að pæla og reyna að skilja innhaldið í reglugerðum og almenningur nennir því ekki og þess vegna er það þakkarvert að þú nennir að pæla í þessum launráðum hjá samningshópnum.

Ég tel að íslenskir stjórnmálamenn hefi hvorki þroska né getu til að semja um inngöngu í ESB Íslandi til hagsældar, en þeir geta logið endalaust.

Ég veit fyrirfram hvað gerist, ef ég tek eina bröndótta við Friðrik Ólafsson.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband