Frumvarp um afnám verðtryggingar


Frá Hagsmunasamtökum heimilanna 5.2.2013:

Hagsmunasamtök heimilanna hafa tekið enn eitt skref í baráttu sinni fyrir afnámi verðtryggingar á neytendalánum, en varaformaður samtakanna Guðmundur Ásgeirsson hefur ritað "Frumvarp til laga um breytingu og afnám ýmissa lagaákvæða varðandi verðtryggingu neytendasamninga", sem tilbúið er til flutnings. Megináhrif frumvarpsins ef það yrði að lögum yrðu þau að afnema verðtryggingu neytendalána.

Auk þess eru með frumvarpinu lagðar til breytingar og afnám ýmissa lagaákvæða sem hafa með verðtryggingu að gera og hafa bein eða óbein áhrif á hagsmuni heimilanna.

Stjórn samtakanna hefur leitað til þingmanna eftir samstarfi, og óskað eftir því við einn þingmann úr hverjum flokki að gerast flutningsmaður frumvarpsins, í því skyni að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Má í því sambandi benda á ályktanir allra stjórnmálaflokkanna um leiðréttingu og/eða afnám verðtryggingar (samantekt hér).

Þingkonurnar Lilja Mósesdóttir og Margrét Tryggvadóttir hafa nú þegar lýst yfir áhuga á samstarfi, en Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall svöruðu neitandi. Enn hafa þingmenn Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og VG ekki gefið formlegt svar.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna hefur nú ákveðið að birta frumvarpið opinberlega og er það því aðgengilegt hér. [Frá vefsíðu HH.]

Frumvarp HH um afnám verðtryggingar neytendalána o.fl.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband