Uppstillingarnefnd hjá Bjartri Framtíð
4.2.2013 | 20:20
Hah.
Uppstillingarnefnd á vegum Bjartrar framtíðar vinnur nú að því að klára lista flokksins fyrir þingkosningarnar og eru niðurstöður væntanlegar fljótlega, samkvæmt fréttatilkynningu.
Talsmenn BF hafa öðru fremur boðað að flokkurinn standi fyrir ný vinnubrögð, sem séu öðruvísi en þau sem iðkuð hafa verið hingað til.
Svo skipa þeir uppstillingarnefnd sem fær það hlutverk að handvelja "þóknanlega" frambjóðendur í fyrirfram ákveðin sæti.
Ætli nýju vinnubrögðin felist kannski í því að þeir hafi tekið ákvörðunina í framherbergi frekar en bakherbergi, sem hafi ekki heldur verið reykfyllt eins og hefur verið venjan í svona uppstillingum?
Enda skilst mér að hvorugur þeirra reyki, sem er ágætt svo langt sem það nær.
Soffía á lista Bjartrar framtíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Skiptir nokkuð hvaða fólk þeir setja á lista , það eru allir flokkar bara með opinbera starfsmenn í framboði eða fólk á launum hjá hinu opinbera ?
Það er ekki nóg að tala bara um jafnrétti á milli kvenna og karla , það vantar venjulegt launafólk í framboð !!!
JR (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 22:42
Það er enginn skortur á framboði slíks fólks til góðra verka.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2013 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.