Engin tilviljun !

Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG telur það hreina tilviljun að á meginlandi Evrópu skuli hafa fundist dómstóll, og hann dæmt lögum samkvæmt.

Ja hérna.

Ekki er álit formanns utanríkismálanefndar á evrópsku réttarfari mjög hátt ef marka má þessi ummæli. Eða kannski dómstólum yfir höfuð? Þeir hafa jú verið að lækka skuldir heimila á meðan tríkisstjórnin hefur hækkað þær, svo kannski er hann bara bitur að fá ekkert credit. (pun intended)

Eins og færsluflokkurinn "Icesave" á þessu bloggi hefur skrásett vandlega allt frá haustinu 2008, þá er fullyrðing Árna ekki rétt því dómurinn var engin tilviljun. Heldur var hann aðeins rökrétt ályktun á grundvelli gildandi laga og tilskipana sem allir geta lesið á vefnum og er einfaldlega skrifaður beint eftir því sem þar segir.

Jafnframt er viðurkennd sú meginröksemd gegn ríkisábyrgð að tryggingasjóðurinn sé sjálfseignarstofnun. Þó að EFTA dómstólinn hafi ekki einu sinni þurft þess sérstaklega þar sem hann var þegar kominn að niðurstöðu, þá sá hann samt ástæðu til að taka afstöðu til þessa álitaefnis og tók undir það að sjóðurinn hafi verið sjálfseignarstofnun og því ekki á fjárhagslegu forræði ríkisins. Á umræddu ákvæði 2. gr. laganna um innstæðutryggingar hefur afstaða undirritaðs til málsins grundvallast frá byrjun!

Reyndar afstaða Ríkisendurskoðunar líka sem er ári eldri og gerir það að verkum að mín afstaða og rök fyrir henni voru ekki einu sinni orginal hugmyndir.

Ekkert af þessu voru tilviljanir heldur fyrst og fremst afleiðingar læsis og óskertrar ályktunarhæfni, en það eru mikilvægir eiginleikar sem fleiri ættu að þjálfa með sér.


mbl.is Tilviljun hvernig Icesave-málið þróaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband