Nýtt jólalag, gegn verðtryggingu
6.12.2012 | 19:40
Mér barst ábending um þetta tónlistarmyndband við nýtt jólalag sem hljómsveitin Grasasnar frá Borgarbyggð og sönghópurinn Stúkurnar frá Akranesi fytja saman og skaut upp kollinum á YouTube. Lagið heitir "(Við viljum ekki hafa) Verðtryggð jól".
Gleðileg jól og óverðtryggt komandi ár!
Viðlag:
Syngjum saman lítið lag um jólin,
saman skulum finna okkur skjól.
Syngjum hátt og snjallt, svo það heyrist út um allt.
Við viljum ekki hafa verðtryggð jól.
Þingmenn svíkja sannfæringu sína,
fjármagnsfurstar spinna flækjustig.
Leiðast hönd í hönd með belti og axlabönd
á meðan sigla heimili í slig.
Viðlag...
Öfugsnúið réttlæti hér ríkir,
gjafirnar fá glæframenn og fól.
Fjölskyldanna lán, skuldaklafi og smán
Aftengjum vitlaus vísitölu tól.
Viðlag...
Kominn tími til að opna augun
blekkingarnar blasa öllum við.
Forsendan er falin og afleiðingin galin,
Koma svo, þetta þolir ekki bið.
Viðlag...
Syngjum saman lítið lag um jólin,
saman skulum finna okkur skjól.
Hvergi heims um ból eru haldin verðtryggð jól
Við viljum ekki vísitölujól
Syngjum hátt og snjallt, svo það heyrist út um allt
Við viljum ekki hafa verðtryggð jól
Við viljum ekki fleiri verðtryggð jól!
Meginflokkur: Verðtrygging | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að deila þessu, Guðmundur. Leyfði mér að afrita slóðina hjá þér og setja inn á fésið. Þetta verður jólalagið í ár - ef það fær að heyrast.
Kolbrún Hilmars, 6.12.2012 kl. 21:59
Kolbrún er að færa mig meira á facebook,kannski fæ ég þar samband líka.kann ekki að afrita,var búin að læra það á gömlu relluna en þessi mac,er ,,atom,, yrir mér. Guðmundur þakka lí´ka fyrir.
Helga Kristjánsdóttir, 9.12.2012 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.