Heimilin gætu hagnast um 600 milljarða

600 milljarðar fyrir heimilin væru ríflega ígildi þess að fá skattlaust ár.

Með eðlilegu ríkisábyrgðargjaldi af innstæðutryggingu fengjust tvö.

Jafnvel þrjú, ef við skyldum verða svo heppin að tapa Icesave málinu.

Já, að tapa Icesave málinu segi ég og skrifa að væri besta útkoman!

Með slíkt svigrúm yrði leiðréttingin á Íbúðalánasjóði mjög viðráðanleg.

Það er búið að kortleggja leiðina á þennan stað mjög vel nú þegar.

Til að komast þangað þarf ekki að gera annað en fara að lögum.


mbl.is Myndu tapa 600 milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er hægt að sjá annað en ráðuneytið og Steingrímur, séu gott sem búin að viðurkenna að verðtryggingin sé ólögleg,í dag, samanber 21. gr. frumvarpsins árlega hlutfallstölu skal reykna við lántöku og engu skiptir hver verðbólgan verður, segjum síðustu 39 árin, aðeins á að miða við verbólguna á fyrsta ári.

En í núgildandi neytendalögum 121/1994 er 14. gr. alveg skýr.

"14. gr. Nú eru vextir eða annar lántökukostnaður(verðtrygging) ekki tilgreindur í lánasamningi og er lánveitenda þá eigi heimilt að krefja neytenda um greiðslu þeirra"

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 14:18

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Helgi Hjörvar, formaður efnahags­ og viðskiptanefndar, segir íbúðalánasjóð vísvitandi veita rangar upplýsingar."

http://www.frettatiminn.is/tolublod/16_nov_2012

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2012 kl. 14:51

3 identicon

Heimilin gætu hagnast en lífeyrisréttindi hvers vinnandi manns skerðast að sama skapi um ríflega 3 milljónir.

Hvað svo sem fólki þykir rétt eða rangt, löglegt eða ólöglegt, sanngjarnt eða ósanngjarnt. Þá eru þetta bara okkar peningar sem verið er að ræða um. Skattahækkanir næstu ára, frekari niðurskurður í heilbrigðis og menntakerfi, auknar lántökur ríkis og afkoma okkar í ellinni er meðal þess sem verið er að spila uppá. 

Við erum lífeyrissjóðirnir, Íbúðalánasjóður og ríkið. Við erum þessir hræðilegu fjármagnseigendur.

sigkja (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 13:21

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú... skilaðu þessu þá!

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2012 kl. 03:15

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Auk þess þá er búið að kortleggja líka hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það bitni á ofangreindum hagsmunum, svo þú þarft ekki að örvænta. Það er ekki hugmyndin að þetta þurfi að lenda á almenningi, heldur kallar þetta á nýstárlegar lausnir, og margar slíkar eru til á teikniborðinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2012 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband