Verðtryggingin dregin fyrir dóm

Ríkisstjórnin ætlar að auðvelda bönkunum að ljúga að okkur.
Samkvæmt nýju frumvarpi um neytendalán þurfa bankarnir ekki að reikna verðtryggingu inn í útreikning á kostnaði við lántöku. Samt er verðtryggingin stærsti kostnaðarliðurinn við lán einstaklinga.

Steingrímur, sögðust þið ekki ætla að vera með okkur í liði?
Segjum hingað og ekki lengra, og komum í veg fyrir stórslys!

Verðtryggingin dregin fyrir dóm

Opinn borgarafundur í Háskólabíói, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20.00

Fundarstjóri: Egill Helgason

Frummælendur: Pétur H. Blöndal alþingismaður, Guðmundur Ásgeirsson varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Þórður Heimir Sveinsson hdl.

Pallborð: Fulltrúar þingflokka, Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA, Ólafur Garðarsson formaður Hagsmunasamtaka heimilanna ásamt frummælendum og fleirum.

HH-neytendalan.gifhh-skjaauglysing.gif

Meðfylgjandi er PDF skjal með auglýsingum sem áhugasamir sjálfboðaliðar geta sótt og prentað út sjálfir til að hengja upp víðsvegar og vekja þannig athygli á málefninu.

ATH: Málskostnaðarsjóður gegn verðtryggingu:
Reikningsnúmer: 1110-05-250427 kt. 520209-2120

 


mbl.is Hafnar gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott framsetning Guðmundur og hafðu þökk fyrir.

Sigurður Haraldsson, 10.11.2012 kl. 15:37

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Tek heilshugar undir orð Sigurðar H.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.11.2012 kl. 15:42

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vísi fannst það sama og ákvað að endurbirta YouTube myndbandið með frétt sinni um málið: http://www.visir.is/gerir-alvarlegar-athugasemdir-vid-auglysingar/article/2012121119968

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2012 kl. 15:46

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Smugan birti hinsvegar bara tilkynningu Steingríms nánast óbreytta: http://smugan.is/2012/11/steingrimur-j-ekki-haegt-ad-spa-fyrir-um-verdbolgu-naestu-40-ara/

Það er alveg rétt hjá honum að það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina. Það þýðir hinsvegar alls ekki að réttlætanlegt sé að láta eins og verðbólga muni verða 0%, enda eru engin söguleg fordæmi fyrir því.

Um árabil hefur verið skylt að taka mið af núverandi raunveruleika þegar lántökukostnaður er reiknaður vegna neytendalána. Það þýðir að ef verðbólga er til dæmis 5%, þá skal greiðsluáætlun endurspegla það og sýna þróun lánsins vegna verðtryggingar miðað við 5% árlega vísitöluhækkun.

Að halda öðru fram er einmitt rangtúlkunin sem er verið að gagnrýna.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2012 kl. 16:03

5 identicon

SJS er algjörlega óborganlegur snillingur. Þessi yfirlýsing er af gerðinni: "Það sem er vont fyrir þig er gott fyrir þig". En það er svo sem ekki eins og að það skorti fordæmi fyrir öfugmæla yfirlýsingum frá SJS.

Má ég minna á yfirlýsingu ráðuneytis hans á sínum tíma um að Nýji Landsbankinn hefði tryggt sér fjármögnun í erlendri mynt með því að gefa út skuldabréf í gjaldeyri og leggja inn í þrotabú gamla bankans. Skuldabréf sem nú þarf að endurfjármagna svo það ógni ekki gjaldeyrisstöðugleika þjóðarbúsins.

Við erum í kapphlaupi við tímann.  Þetta er orðin spurning um hversu miklu tjóni þessi maður nær að valda áður en kjósendur fjarlægja hann í vor.

Seiken (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 17:03

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já það var aldeilis fjármögnunin sem hann "tryggði" fyrir Landsbankann með því að fallast á að greiða 300 milljarða í evrum pundum og dollurum fyrir safn ólöglegra lána í íslenskum krónum. Rétt eins og í Icesave málinu hefur ekki enn verið útskýrt hvar var hugmyndin að fá allan þennan gjaldeyri og hvers vegna ætti að senda hann jafn harðan úr landi án þess að nokkur skylda bæri til þess. Óborganlegt? Kannski bókstaflega...

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2012 kl. 18:04

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að halda vökunni Guðmundur.  Þessi maður er búinn með kvótann og það fyrir þó nokkru.  Vonandi kemst hann ekki inn á þing eftir næstu kosningar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2012 kl. 18:15

8 identicon

"On 5 March 2001 an Agreement on a Voluntary Code of Conduct on pre-contractual information for home loans was agreed under the auspices of the European Commission by the representatives of European associations of the credit institutions and the representatives of the European consumer associations. The European Commission issued at the same time a Recommendation 2001/193/EC on pre-contractual information to be given to consumers by lenders offering home loans. However, the Code of Conduct is generally not fully followed by its signatories " .......but now the European Standardised Information Sheet or so called Pre-Contractual Information for Home Loans EUROPEAN STANDARDISED INFORMATION SHEET (ESIS Model) will be mandatory ! http://europa.eu/rapid/press-release_MEMO-11-205_en.htm?locale=en

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 18:28

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir þessa ábendingu Hólmsteinn.

Þetta er þó ekki aðalatriði, heldur það sem segir í íslenskum lögum, að ef rangt hafi verið staðið að upplýsingagjöf um lánskostnað þá sé óheimilt að innheimta hann. Það þýðir að hafi rangt verið staðið að upplýsingagjöf um kostnað vegna verðtryggingar þá sé óheimilt að innheimta verðbætur.

Til þess að skera úr um hvort rangt hafi verið staðið að upplýsingagjöf er mikilvægt að skilgreina til samanburðar hvernig sé rétt að standa að henni. Það sem álitaefnið hér snýst um er að með nýlegu frumvarpi virðist vera reynt að breyta skilgreiningunni á því hvernig rétt sé að standa að upplýsingagjöf.

Ef sá lögskilningur yrði innleiddur hér að heimilt væri að undanskilja kostnað vegna verðtryggingar frá upplýsingagjöf um lánskostnað, þá fyrst kæmi til álita hvort sú innleiðing væri röng samkvæmt tilgangi tilskipunar 2008/48.

En fyrst og fremst þarf að reyna á núgildandi lög fyrir íslenskum dómstólum.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2012 kl. 19:52

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er hlægilegt lýðskrum hjá HH.

Ekki eitt satt orð í þessari vitleysu.

Ég tek undir með Steingrími... þetta er ekki þeirra málstað til framdráttar.

HH er á hraðri niðurleið og þessi auglýsingaherferð stórskaðar samtökin.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2012 kl. 20:09

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sleggja er aftur á móti á hraðri niðurleið með vindhöggi um Steingrím Joð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2012 kl. 20:24

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Miðað við fyrri fordæmi þá er ekki annað hægt en að túlka þessi síðustu ummæli sem sterka vísbendingu um að við séum á réttri leið og að málflutningurinn muni reynast vera árangursríkur.

Þetta skorar 2 á Ghandi kvarðanum (hunsa, hæðast, berjast, sigur)

Bíð spenntur eftir Þórólfi í Kúbuviðtal um yfirvofandi hamfarir af völdum HH.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2012 kl. 20:35

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Og sendum reikninginn til almennings.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/11/10/ibudalanasjodur-tharf-mikid-fe-vegna-afskrifta-og-aukinna-vanskila-langdregin-kreppa/

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2012 kl. 20:54

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarna komstu með yfirvofandi hamfarirnar.

Takk.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2012 kl. 21:52

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú ert semsagt að viðurkenna að HH vill senda reikninginn á almenning?

Til gaman getið er 14milljarðar sem ÍLS þarf á að halda núna er 44þúsund krónur á hvern Íslending.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2012 kl. 22:10

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, þú varst að tala um að senda reikninginn til almennings.

Af óskiljanlegum ástæðum virðistu vera með það á heilanum.

Ég á því miður engin ráð við þessu ástandi handa þér.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2012 kl. 22:25

17 identicon

Er ekki annars ÍLS gjaldþrota vegna verðtryggingar?  M.ö.o. útlánasafnið hefur hækkað langt umfram virði undirliggjandi veða.

Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum Hvellur/Sleggja. Þið félagarnir sem aðdáendur verðtryggingar getið varla maldað í móinn þegar það þarf að fara að borga kostnaðinn af henni. 

Seiken (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 22:33

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nákvæmlega, um leið og veðsetning fer yfir 80% þá fer það sem er umfram í verri gæðaflokk í eiginfjárgrunni bankanna, og allt sem fer umfram 100 fer sjálfkrafa í ruslflokk eins og hvert annað loft. Þannig er t.d. 110% leiðin uppskrift sem samanstendur rúmlega 18% af loftinu einu saman.

Þess má geta að rannsóknir hafa staðið yfir um nokkurt skeið á þeirri tilgátu að verðtrygging og gengistrygging hafi ásamt stórfelldri markaðsmisnotkun verið sú maskína sem á endanum rústaði fjármálakerfinu hér á landi. Fram að þessu hafa sterkar vísbendingar komið fram sem benda til þess að svo sé.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2012 kl. 22:41

19 identicon

Ég sé ekki hvernig hægt sé að koma fyrir verðtryggingu hér! "Where the interest rate is subject to revision and the amount of the instalment after each revision is unknown, the creditor may indicate in the repayment table the same instalment amount for the whole credit duration. In such a

case, the creditor shall draw that fact to the attention of the borrower by visually differentiating the amounts which are known from the hypothetical ones (e.g. using a

different font, borders or shading). In addition, a clearly legible text shall explain for which periods the amounts represented in the table may vary and why. The creditor shall also include: (1) where relevant, the applicable caps and floors; (2) an example of how the amount of the instalment would vary where the interest rate increases or decreases by 1% or by a higher percentage, where this is more realistic given the magnitude of normal changes to the interest rate and (3) where there is a cap, the instalment amount in the worst-case scenario.

Where applicable, the creditor shall recapitulate in this section the general interest rate revision rules and provide a quantitative example of how the instalments would increase if the credit’s interest rate were to increase by X% (as explained in section 'Illustrative repayment table') and/or in the worst-case scenario (if there is a cap on the interest rate variability)". http://www.justiceservices.gov.mt/DownloadDocument.aspx?app=lom&itemid=10467&l=1

http://www.fininc.eu/gallery/documents/efin-news/work-paper-resp-lending-2010-07-22.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 23:41

20 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þessi ríkisstjórn gerir ekkert af viti, og skaðinn sem hún er búinn að valda heimilunum er svo mikill að það jaðrar við þjóðarmorð. Því miður sýnist mér að við þurfum bíða fram á vorið eftir að losna við þessa óværu.!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 11.11.2012 kl. 00:37

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er allt komið á villigötur í umræðunni. það verður gaman að sjá ykkur fara að gæla við vini ykkar sjallana og framarana á næsta ári. (Nei, þá munuð þið eigi sjást)

þar fyrir utan og almennt séð, er orðið geypilegt óraunsæi í þessari lánaumræðu og það skýrist mikið af því að víða er ýtt undir allskyns lýðskrum þessu viðvíkjandi af própagandarörum þeirra sjalla af því það hentar þeim núna tímabundið.

það er td. alveg búið að telja fólki trú um, að ef engin er verðtrygging - þá gufi sá kostnaður bara upp! Hverfi. Fólk trúir þessu augljóslega.

Ennfremur þekkir fólk enganvegin sögu lánaviðskipta hérna uppi. Fyrr á tímum fékk nánast enginn lán nema eitthvað pinulítið bara. það þekktist ekkert þeta lánadæmi eins og nú gerist. Fólk fékk kannski eftir mikla eftirgangsmuni brot af heildarkostnaði húsnæðis sem lán. Mestallt var þá í eigu ríkisins og við erum barasta að tala um allt dæmi en núna. Sum lánanna til húsnæðis fyrr á tímum voru líka vísitölutryggð.

það sem fólk er í raun að biðja um eða heimta, það er afnám verðtryggingar og vaxtaþak. þá td. mega vextir ekki fara yfir segjum 7% - og svo biður fólk um góða verðbólgu. það er þetta sem fólk er í raun að tala um. eþetta afturámóti þýðir það að nánast ógerningur verður að fá lán.

Nema að við séum að tala um að skilda ríkið til þess í í þjóðaratkvæði að veita öllum svona lán endalaust. þá væri það kannski hægt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 01:55

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki, auglýsingin sem bloggfærslan snýst um fjallar ekki um neitt af þessu sem þú ert að þusa um, heldur að það skuli vera skylt að upplýsa lántakendur um lántökukostnað með raunhæfum forsendum.

Hver er á villigötum í umræðunni?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2012 kl. 04:15

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, að SJS segi hver verðbólgan verði næstu 40 ár og í framhaldi stýrivextir um allan heim næstu 40 ár. þetta hangir allt saman. Hitt fylgir svo allt á eftir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 10:24

24 identicon

THE ESIS ON HOME LOANS "Article 9 (2) establishes that first, the consumer provides information on his needs, financial situation and preferences. Then the creditor or credit intermediary provides an ESIS for each product being considered, personalised to the consumer". "Article 9(2), subparagraph 2 requires the ESIS to accompany a binding offer".

Samantekt (summary PPT): http://www.meusac.gov.mt/Portals/FME/Documents/HomeLoans06072011.pdf

The content and layout of the ESIS, as detailed in Annex II, has, however, been updated to take into account the results of consumer testing in 27 Member States:http://www.eurofinas.org/uploads/documents/policies/esis_report_en.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 13:16

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, sjáiði til, eg skil alveg hvert þið eruð að fara með vísun í EU dírektíf og reglugerðir um neytendalán.

Hitt er svo annað að með tilvísun í ýmis lánaform sem bjóðast - þá er augljóslega ekki hægt að segja fyrir áratugi fram í tímann hver afborgunarupphæð verður uppá krónur og aura eða evrur og pund. Að míni mati segir það sig alveg sjálft.

Jafnframt skil eg alveg í sjálfu sér að þið skulið láta reyna á að fá bara öll lán dæmd ,,ólögleg" hérna uppi eftir hringavitleysuna með gengislánin. Eg skil það alveg.

Samt sem áður þá þykir mér, við fyrstu sýn, sumt afar langsótt og alls ekki eins einfalt og þið viljið vera láta þegar þið farið að lesa EU dírektíf. Ykkur hættir soldið til að túlka allt á þann veg að henti í einhverri PR baráttu. Sem virðist aðallega vera til að koma höggi á SJS og koma Sjöllum til einvalda aftur me öllu tilheyrandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 13:32

26 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

þá er augljóslega ekki hægt að segja fyrir áratugi fram í tímann hver afborgunarupphæð verður uppá krónur

Jú jú. Til þess að reikna það þarf aðeins að vita fjóra hluti: upphæð lánsins, lánstímann, vextina og verðbólguna ef lánið er verðtryggt.

Ég gerð slíkan útreikning sem Dr. M. Elvira Mendez Pinedo, dósent við lagadeild Háskóla Íslands notaði í umsögn sína um neytendalánafrumvarpið. Þeir eru hér á blaðsíðu 21-30: http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=141&malnr=220&dbnr=353&nefnd=ev

Fylgiskjalið með umsögninni er sönnun þess að þetta er hægt, og sýnir um leið hvernig hægt að gefa upp lántökukostnað á verðtryggðu láni í samræmi við lög um neytendalán. Ég kaus að nota meðalverðbólgu undanfarinna tíu ára en það er jafn auðveldlega hægt að setja hvaða sem er inn í útreikninginn, til dæmis 4,2% verðbólgu sem er núna.

Með því að bera þessa útreikninga saman við þá sem bankarnir hafa lagt fram sem greiðsluáætlun er auðvelt að sjá hvar pottur er brotinn.

Reyndar er stórfurðulegt að bankarnir skuli ekki hafa bara lagt þessi gögn rétt fram eins og þeim ber að gera. Þeir bjóða nefninlega upp á samskonar reiknivélar á vefsíðunum hjá sér og þar er hægt að reikna þetta. Þannig er engin leið að halda því fram að það sé eitthvað óraunhæf krafa, þvert á móti er það einmitt það sem lögin kveða á um.

Þetta er ekki "tilraun" til að fá eitthvað dæmt ólöglegt, heldur viðleitni til að fá viðurkennt að það sé ólöglegt og hafi verið það lengi. Það er ágætis hliðstæðu að finna varðandi gengistryggðu lánin, fyrst vildi enginn trúa að þau væru ólögleg, en núna þá efast enginn um það. Bara þó að eitthvað ólöglegt hafi verið gert lengi verður það ekki löglegt.

Og hvað svo sem menn lesa út úr EU-dírektífum þá eru það íslensk lög sem gilda þegar verið er að dæma í dómsmálum einstaklinga hér á landi. Tilvísanir í dírektífin eru fyrst og fremst til þess að hjálpa til við lögskýringar og rannsóknir á inntaki löggjafar, en hafa ekki lagagildi sem slíkar.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2012 kl. 15:17

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jæaja, gott og vel.

það er margt í því sem þið segið sem er umhugsunarvert og eg er alveg smmála sumu í grunninn náttúrulega.

það er aðallega framsetningin hjá ykkur stundum sem vekur grunsemdir.

Allavega, það verður frólegt að sjá hvað kemur útúr þessu.

En varðandi gengistryggðu lánin, að þá er það nú samt þannig að þau voru ekkert dæmd ,,óheimil" heilt yfir. Eru ekki flest gengislán íslandsbanka og kaupþings ,,lögleg"? Voru ekki nýegir dómar um það. það skipti öllu máli orðaröð og að ákveðnu formsatriði væri uppfyllt. Mér finnst þetta gengislánadómarugl vera hringavitleysa. Eg stórefa líka að þegar upp verður staðið komi allur almenningur eitthvað betur útúr þessum dómum. Aðallega fyrirtæki og vel stæðir einstaklingar sem munu hugsanlega græða á þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 15:55

28 identicon

Er verðtrygging kostnaður við lántöku?

Jónas Kr (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 17:22

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Væri reyndar alveg verðugt að taka þessa umræðu. Eru menn virkilega að meina að verðtrygging sé barasta ,,ólögleg" og þá mörg ár aftur í tímann eða upphafi þessvegna? Og í framhaldi afhverju og frá hvað tíma o.s.frv.

Með framsetningu HH, þá benda á pistil sem blasir við er farið er inná heimasíðu þeirra:

,,Steingrímur J Sigfússon er að reyna að lauma verðtryggingunni inn í neytendalöggjöfina með Trojuhest smálánalöggjafar. Verðtryggingin er ósamræmanleg þeirri neytendalöggjöf sem hér hefur verið í gildi síðan 1994. Í frumvarpi SJS sem við töldum að ætti að bæta úr málum er varða smálán og nokkur göt í neytendalánalöggjöf er verið að lauma inn með lymskulegum hætti afnámi á ýmsum réttindum neytenda."

http://www.heimilin.is/varnarthing/

Haa? þetta lyktar svo af pólitík að það finnst langar leiðir. það er þetta sem dregur úr trúverðugleika samtakanna alveg strax til að bygja með. þetta hljómar allt sem einhver PR ennska a la Moggastæl eða propaganda.

Svona framsetning verður til þess að allir skynsamir og raunsæir menn hljóta að taka með 98% fyrirvara öllu sem frá HH kemur. því miður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 17:52

30 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er nú bara staðreynd að Steingrímur er flutningsmaður frumvarpsins sem um er að ræða. Það er hans pólitík og ekkert meira um það að segja.

Ef þetta vekur athygli þá er það fínt, þá mætir fullt af fólki á borgarafundinn þar sem verður reynt að taka allar þessar spurningar til yfirvegaðrar umræðu.

Jóna Kr. já vissulega er verðtrygging kostnaður við lántöku.

Í lögum um tekjuskatt eru verðbætur skilgreindar sem tekjur lánveitanda.

Líka í reglum um reikningsskil lánastofnana.

Tekjur eins hljóta að vera kostnaður annars.

Það er ekkert sem segir í lögum um í hvaða gjaldmiðli eigi að gefa upp lántökukostnað, og hlýtur þá að eiga að fara um það samkvæmt almennum lögum. Samkvæmt þeim er nafnkrónan lögeyrir á Íslandi og hinn löggildi verðmælir þegar almennt er lagt mat á kostnað. Í öllum lögum þar sem getið er um verðtryggingu eða verðbætur eru þær til viðbótar við nafnvirðið. Þannig hlýtur að vera að líta á það sem lántakandi þarf að greiða í verðbætur, sem kostnað þegar hann er metinn í nafnkrónum.

Til þess að svara spurningunni eins skilmerkilega og hægt er:

Nei, verðtrygging er ekki kostnaður heldur fyrirkomulag.

Þetta fyrirkomulag leiðir hinsvegar til kostnaðar í formi verðbóta.

Þannig að já, verðbætur eru kostnaður við lántöku, ef lántakandi þarf að greiða þær eins og á við um verðtryggð lán. En verðtryggingin sjálf er ekki sá kostnaður heldur orsakavaldur þess kostnaðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2012 kl. 19:46

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er alveg til í að taka þessa umræðu hvernig verðtrygging getur allt í einu orðið ,,ólögleg". En varðandi orð mín um að það væri pólitísk lyktk af þessu HH dæmi - að þá má nú nefna það, að þetta reynast mest sjallar og framarar. það kemur uppúr dúrnum smám saman. Sjá td. þennan: ,,Höfundur er fyrrum ritari stjórnar hagsmunasamtaka heimilanna, stjórnarformaður Samtaka meðlagsgreiðenda, starfar sem stuðningsfulltrúi með B.A.-próf í guðfræði og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík."

http://www.visir.is/orbirgd-umgengnisforeldra-er-politiskur-vandi/article/2012711109983

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 20:34

32 identicon

Þú segir að verðbætur sé kostnaður. En hvernig berð þú þá saman mismunandi myntsvæði.

Dæmi:

Myntsvæði A. 20% verðbólga launavísitala hækkar um 20%. Því hefur verðtryggt lán hækkað um 20% en það tekur lántaka jafn langan tíma að vinna fyrir hverri afborgun af láninu.

Myntsvæði B. 2% verðbólga en launavísitalan hefur staðið í stað. Lánið hefur hækkað um 2% en lántakandi er lengur að vinna fyrir hverri afborgun.

Eftir þínum úskýringum þá er lán A mikklu verra en lán B. en samt er B lengur að vinna fyrir sínni afborgun.

Jónas Kr (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 20:54

33 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jónas Kr þú virðist vera að rugla saman mælieiningum.

Samkvæmt lögum þá er "kostnaður" mældur í krónum, ekki vinnustundum.

Þannig hefur hugtakið "lántökukostnaður" í lögum um neytendalán enga beina tengingu við það hvað lá að baki kostnaðinum.

Þetta þýðir einfaldlega það sem venjulega þýðir þegar talað er um kostnað: Hversu mikið þarf að borga. Talið í krónum, því það er borgað í krónum.

Ef við erum að tala um kostnað í vinnustundum, þá veit ég ekki til þess að það hafi tíðkast að gerðir hafi verið lánssamningar við neytendur þar sem samið er um að lána vinnustundir. Ef þú gætir fundið slíkan samning þá þyrfti samt alltaf að umreikna kostnaðinn við hann yfir í lögeyri landsins, sem eru krónur.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2012 kl. 21:50

34 identicon

Ég rugla engu saman. Var að reyna að sýna fram á að verðbætur er ekki kostnaður. Kostnaður er eðli málsins samkvæmt eitthvað sem kostar, Ef verðtrygging er kostnaður þá ætti að taka lengri tíma að vinna fyrir afborgunum með aukinni verðbólgu.

Það er eins og að segja að 2/20 sé meira en 1/10.

Ég er ekki sérlega hrifinn af verðtryggingu, en ég get alveg skilið að lánveitendur vilji tryggja sig fyrir sveiflum í verðlagi og þeir hljóta alltaf að gera það, því þeir vilja fá fé sitt til baka, því annars sleppa þeir því að lána fé.

Ég hefði viljað að verðtrygging reiknaðist ekki fyrr en hún væri orðin hærri en verðbólga nágranalandana, td. ef verðbólga er í Evrópu er 2% en á Íslandi 4% þá yrðu reiknaðar 2% verðbætur á Íslandi. Þá er auðveldara að bera saman lánakjör. Stjórnvöld hefðu svigrúm til hækkana án þess að lánin hækkuðu sjálfkrafa. Einnig fengju stjórnvöld aukið aðhald til að halda sig innan verðbólgumarkmiða.

Jónas Kr (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband