Icesave endurgreitt til hálfs
14.10.2012 | 15:28
Slitastjórn Landsbankans greiddi í byrjun októbermánaðar jafnvirði 82 milljarða íslenskra króna inn á vörslureikninga kröfuhafa vegna Icesave. Í fréttatilkynningu á vefsíðu slitastjórnarinnar kemur fram að þetta sé þriðja útgreiðslan úr þrotabúinu og að nú þegar hafi verið greidd út jafnvirði 677 milljarða króna, eða um 50% af forgangskröfum.
Þess má geta að sú krafa sem tryggingasjóður innstæðueigenda (TIF) á í þrotabú gamla Landsbankans nemur 675 milljörðum króna. Þessi fjárhæð var þannig fundin að hún tók mið af lágmarkstryggingu allra innstæðna upp að 20.887 evrum miðað við gengið í apríl 2009 þegar kröfunni var lýst. Þessi krafa er stærsta eign TIF, auk þess sem sjóðurinn á tiltæka eitthvað yfir 20 milljarða í uppsöfnuðum iðgjöldum.
Þó að vissulega séu margar flækjur enn óleystar, þá dregur þessi samanburður upp ákveðna mynd af stöðunni. Aðrar forgangskröfur í búið eru vegna innstæðna umfram trygginguna, og eru að mestu í eigu Bretlands og Hollands. Samkvæmt nýjasta stöðumati slitastjórnarinnar stefna endurheimtur í að verða 111% - 114% forgangskrafna.
Í málaferlum vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum er einungis tekist á um skyldu tryggingasjóðsins til að veita lágmarkstrygginguna. Því er ekki haldið fram að á þessari tryggingu hafi sjálfkrafa átt að vera ríkisábyrgð, heldur hafi ríkinu aftur á móti borið skylda til að sjá til þess með aðgerðum sínum að tryggingin væri fyrir hendi. Nú er allt útlit fyrir að þær aðgerðir sem gripið var til muni einmitt leiða til svipaðrar niðurstöðu, burtséð frá þrætum yfir endanlegu uppgjöri.
Með góðu móti má því segja að horfur um farsælar lyktir málsins fari sífellt vaxandi.
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Gott að heyra Guðmundur,þú fylgist með og upplýsir okkur sem ekki geta vasastí þessu.Takk fyrir.
Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2012 kl. 15:55
Ríkinu bar skylda til að lágmarkstrygging væri greidd ög pg nú kemur að mikilvægum punkti: Innan vissra tímmarka!. Onnan vissra tímamarka. Sem er seinnipart ársins 2009 með öllum hugsanlegum frestum sem hægt er að sækja samkv. lögum. Okt. 2009, minnir mig.
Og þó að þetta sé sirka lágmarkstryggingin sem nú er búið að borga - þá er sennilegast ekki búið að borga lágmarkstrygginguna ennþá. Vegna þess einfaldlega, að við hverja útgreiðslu úr þrotabúi verður að greiða kröfuhöfum jafnt úr. þ.e.a.s. að ekki er heimilt samkvæmt Evrópulögum að mismuna á þann hátt að taka lágmarkstryggingu útlendinga útfyrir sviga og setja hana í ofurforgang.
þannig stendur þetta mál nákvæmlega eins og eg margsagði fólki. Nefnilega að þrotabúið á fyrir forgangskröfum sem eru innstæður almennt. Ofan á það koma sanngjarnir vextir.
Vextir eru þess eðlis - að það má alltaf endursemja. Skildi aldrei histeríuna og kjánaþjóðrembinginn útaf vöxtunum. Alltaf hægt að endursemja og sennilega hefðu þeir B&H bara fellt niðr vextina ef innbyggjarar og forsetagarmur ásamt einhverjum hægri öfgagengjum hérna ss. sjallafens og framsóknarvæs hérna uppi í fásinninu hefðu ekki farið að kjánaþjóðrembingast og stórskaðað land og lýð með hreinræktuðum og kórréttum fábjánaskap.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.10.2012 kl. 18:34
Ef skrifað hefði verið undir síðasta Icesave samninginn væru nú þegar gjaldfallnir hátt í 100 milljarðar á ábyrgð ríkisins vegna vaxta.
Það liggur fyrir að ríkið hefur á engum tímapunkti átt fyrir þessum vöxtum, hvorki þegar til stóð að gera samninginn, né síðan þá.
Hefðum samningurinn tekið gildi væri Ísland núna Kúba norðursins.
Þess í stað er hinum erlendu kröfuhöfum nú velkomið að sækja sér vexti úr þrotabúi Landsbankans eftir því sem endurheimtur leyfa, sem stefna eins og áður segir í allt að 14% sem hlýtur að teljast ásættanleg ávöxtun. Sé það rétt að þeir eigi tilkall til vaxta hlýtur það að duga fyrir þeim. Loks má benda á að mat skilanefndarinnar á endurheimtum er afar varfærið og allt eins gæti farið svo að endurheimtur verði jafnvel enn meiri.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2012 kl. 00:13
Fróðleg síða hjá þér Guðmundur.
Sigurður Þórðarson, 15.10.2012 kl. 11:09
Sögðuð þið kjánaþjóðrembingar á sínum tíma að ,,ekki væri hægt að þrotabúið greiddi vextina"?
Búnir að breita um skoðun eða?
Ef vel ætti að vera og eitthvert vit væri hugsanlega hægt að finna í ykkar frmferði - þá mundið þið núna viðurkenna algjör mistök í framgöngu og málflutningi og biðjast afsökunnar á að skaða landið og lýðinn hérna.
Augljóslega ætlið þið ekki að gera það. Og það er það sem er afar mikið alarming. Rauð blikkandi ljos og allar viðvörunnarbjöllur á fullu.
þið eigið sennilegast eftir að keyra þetta lad svoleiðis ofan í svaðið og drekkja því í endalausum bullkjánaöfgaþjóðrembingi.
Og það hefur þá bara sinn gang.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.10.2012 kl. 11:47
Alls ekki Ómar Bjarki.
Við sögðum að það kæmi ekki til greina að setja ríkisábyrgð á vextina, vegna þess að miðað við hvernig samningurinn var útfærður hefðu þeir fallið á ríkið strax, og endurkrafa fyrir þeim í þrotabúið hefði farið aftast í kröfuröð þannig að skattgreiðendur fengju það tjón líklega aldrei bætt. Auk þess eins og áður var nefnt þá liggur fyrir að ríkið átti einfaldlega ekki heldur fyrir þessu.
Núna hinsvegar, meðal annars vegna þess að við höfnuðum samningnum, er ekkert því til fyrirstöðu að Bretar og Hollendingar láti reyna á hvort vextir skuli vera á innstæðutryggingunni og sæki þá í þrotabúið ef svo ber undir. Þannig geta þeir fengið vextina ef þeir eiga á annað borð rétt á þeim, sem hefði ekki verið mögulegt með Icesave-III samningnum eins og áður var lýst.
Þannig eru horfur málsins í dag ekki bara betri fyrir okkur, heldur alla.
Það hvarflar ekki að mér að kalla það mistök!
Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2012 kl. 15:03
Ætlar Ómar Bjarki ekkert að segja við þessu? Var innbyggjari að reka ofan í hann vitleysuna sína?
Bragi, 15.10.2012 kl. 21:49
#winning
;)
Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2012 kl. 23:16
Segja við þessu? það er svo sem ekkert að segja við þessu - nema það að eg á bágt með að sjá hvernig komist verður hjá einhverskonar álagi á þessa skuld. Hvert það verður verður bara að koma í ljós.
það er líka eitt sem menn ættu að hafa í huga í þessu máli. Upphæðirnar eru svo stórar að auðvelt er fyrir fólk að flækjast í þeim. Td. vekur talsverða furðu hjá mér afhverju menn heimta ekki að sjá hvernig nákvæmlega uppgjöri á milli gamla og nýja Landsbanka var háttað. Eitthvað fleiri hundruða milljarða skuldarbref hent inní gamla bankann með ríkið í bakábyrgð með einum eða öðrum hætti. þetta er bara til að borga Icesave.
Allt þetta svokallaða Icesaveskuldarmál lyktar soldið mikið. það hvernig þetta var keyrt upp - og allir sammála í að keyra það upp og fara fljótlega í þjóðrembingsdrifið - það eitt og sér er sérkennilegt og skringilegt. Vegna þess að fyrir langa löngu er vitað að þetta er pínötts í heildarsamhengi Sjallahrunsins. þetta eru smámunir í heildarmengi sem almenningur arf að borga fyrir afglöp, óráðsíu og óvitahátt þeirra sjalla.
Nú nú. Með vextina per se og hvort hægt er að sækja þá í þrotabúið - þá sagði eg allan tíman að ég treysti mér ekki til að meta eða dæma um, hvort hægt væri að sækja vexti á þann hátt. Eg hefði ekki upplýsingar og gögn til segja af eða á um það. þeor sem æstastir voru á móti sögðu þó oft og iðulega að það væri ekki hægt. Mín mistök voru sennilega að taka þá trúanlega í þessu efni. Sennilega er það bara hægt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.10.2012 kl. 01:16
Það er athyglisvert að í þessu samhengi sé vakið máls á skuldabréfinu milli gamla bankans og nýja, en ferill þess hefur verið kirfilega skjalfestur hér á þessu bloggi sem er á góðri leið með að verða söguleg heimild um þá tilteknu hlið málsins sérstaklega.
Það sem Ómar Bjarki segir um að ekki hafi verið hægt að sækja vextina í þrotabúið er vissulega rétt, en aðeins ef gengið hefði verið að Icesave samningunum því það var einmitt það sem þeir hefðu haft í för með sér.
Með þeirri stöðu sem uppi er í málinu er hinsvegar ekkert því til fyrirstöðu að látið verði reyna á hvort krafa um vexti felist í innstæðutryggingunni og teljist þannig til forgangskröfu. Eigi Bretar og Hollendingar rétt á því er sjálfsagt að tekið verði tillit til þess þegar þetta verður allt gert upp.
En ég mun aldrei taka undir það að 100 milljarðar séu "pínötts", og ég mun aldrei fallast að það hafi verið rangt að hafna þeirri byrði.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2012 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.