Vesalings konan
29.9.2012 | 13:11
Fékk höfuðhögg, sótti um vinnu í Seðlabankanum, og var ráðin til starfa!
Fékk högg og endaði í Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Athugasemdir
Jamm slysin gera ekki boð á undansér Og afleiðingarnar eru auðvitað eftir því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 14:10
Er Seðlabankinn verndaður vinnustaður?
Kolbrún Hilmars, 29.9.2012 kl. 15:47
Það er auðvitað forljótt að gera svona gys að óförum vesalings konunnar, sem þurfti að leggja knattspyrnuferilinn til hliðar vegna höfuðmeiðsla, og fékk hvergi vinnu nema í Seðlabankanum af öllum stöðum.
En ég bara stóðst ekki mátið... þessi fyrirsögn var of góð til þess.
Alveg eins og "Handtóku smyglhring" Hvernig handtekur maður smyglhring? Kannski með því að taka allt nema gatið? Ég veit það ekki...
Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2012 kl. 16:20
Það væri nú ekkert fjör ef ekki mætti gantast með misheppnaðar fyrirsagnir :)
Það getur vel verið að það sé hægt að handtaka smyglhring. Sennilega er það svo gatinu að kenna hvað það gengur oft erfiðlega að dæma smyglhringinn...
Kolbrún Hilmars, 29.9.2012 kl. 17:00
Hahahaha Guðmundur, taka allt nema gatið, þessi er brjálæðislega fyndinn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.