Forsetinn treður upp á menningarnótt
18.8.2012 | 13:51
Úps nei afsakið það er víst bara leikarinn sem á að fara með hlutverk hans.
Skiljanlegt að rugla þeim saman.
Fyrir nokkrum misserum var gerð rannsókn í Bandaríkjunum þar sem fólki voru sýndar myndir af þekktum andlitum, og svo var spurt hver þeirra væri forseti Bandaríkjanna.
Stór hluti benti á mynd af stórleikaranum Martin Sheen, enda margir sem hafa sennilega oftar séð hann í hlutverki forseta gegnum árin, en þann einstakling sem gegnir í raun embættinu hverju sinni.
Ætli þetta verði eins með Russel Crowe og forseta Íslands? Allavega verður spennandi að sjá hann hita upp fyrir frægustu sjónvarpsrokkstjörnu Íslands í kvöld!
Góða menningarnótt.
Annasamt kvöld hjá Crowe | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:56 | Facebook
Athugasemdir
No show hjá Russel Crow á Gauknum.
En gott show hjá Magna og Á móti sól.
Þeir hækkuðu í virðingu fyrir að láta ekki stjörnustæla óskarsverðlaunahafans á sig fá heldur héldu bæði sínu striki og stemmningunni uppi frameftir nóttu.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2012 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.