Skálmöld

Samkvæmt fréttum var sprengd bílasprengja í Kópavogi í nótt, þ.e.a.s. sprengjunni hafði verið komið fyrir undir bíl sem var blessunarlega mannlaus þegar hún sprakk. Sprengjan virðist hinsvegar hafa verið mjög öflug, því rúður brotnuðu í húsum í kring og hvellurinn heyrðist um allan Fossvogsdal.

Það er spurning hvort þarna eru á ferðinni einhverskonar undirheimaátök, eða hvort um er að ræða hefndaraðgerðir vegna óuppgerðra mála í kjölfar efnahagshrunsins? Þess er skammt að minnast þegar aðili sem kallaði sig Skap Ofsi herjaði á fasteignir og ökutæki svokallaðra útrásarvíkinga og bankamanna með rauðri málningu.

Nokkur aukning hefur orðið á tilræðum sem þessum eftir hrunið:

Komu fyrir sprengju í jeppabifreið - mbl.is 

Þetta var í september í fyrra, nálægt heimili eins af fyrrverandi bankastjórum föllnu bankanna.

Svo hafa verið allnokkrar íkveikjur í bílum, þó reyndar megi stundum leiða að því líkur að það séu undirheimaátök eða þá trygginasvik, þegar dýrir bimmar fuðra upp í skjóli nætur.

Í eitt skiptið var það þó þannig að eldsprengja var notuð við árás á bifreið fjármálastjóra eins af útrásafyrirtækjunum svokölluðu, við heimili hans eldsnemma einn morguninn.

Svo var það auðvitað eldri borgarinn sem sprengdi heimatilbúna bombu í portinu á bak við stjórnarráðið, en þó ekki í þeim tilgangi að valda skaða heldur að senda skilaboð og vekja athygli.

Já það má með sanni segja að hér ríki skálmöld.


mbl.is Bíll sprengdur í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já það hefði mátt hlusta á eldri borgarann áður en þetta kom upp. Það mætti hlusta betur allsstaðar í þjóðfélaginu. Það eru miklar umræður í Noregi út af þessu glæpahiski sem dreifist út um öll norðurlöndin.Þeir eru bara örfáir sem koma til að leita sér að vinnu svo þetta ástand er alveg eins og hjá okkur Oppna augun allir!!!!

Eyjólfur Jónsson, 17.6.2012 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband